This topic contains 67 replies, has 1 voice, and was last updated by Friðrik S. Halldórsson 12 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar. Samkvæmt frétt frá skemmti og skálanefnd klúbbsins verður farin ærslaferð í Setrið helgina 24 – 26 febrúar næstkomandi. Nánari fréttir af þessum heimsviðburði koma hér á spjallþráðinn eftir því sem þær verða til og andinn blæs okkur nefndarmönnum í brjóst. Ýmislegt kann að verða til skemmtunar, s.s. gítargaul skemmtinefndarmanna sem að meginuppistöðu mynda hinn geysivinsæla sönghóp, Stjórnina, en koma samt ekki fram sem Stjórnin, bingóspjöldum í boði Einars Sól kann að verða dreift, golfhippinn tekur sjöjárnið með og þrumar hvítu kúlunnni niður á sléttuna fyrir neðan Setrið, fundarlaun í boði fyrir þann sem finnur hana í snjónum. Svo er nokkuð víst að einhver önnur heimska verður í boði en það á eftir að koma í ljós, kannski „finnið bjórinn með bundið fyrir augun í myrkrinu“. Svo er það matseðill laugardagkvöldsins sem eins og sakir standa samanstendur af Burtflognum hænum með teiknuðum kartöflum og loftsósu í boði sænska kokksins en kann að breytast þegar líður á mánuðinn. En þeir sem eru skráðir í ferðina eins og er eru:
Svinbjörn Halldór +1
Logi Ragnars +1
Logi Már +1
Rúnar Sigurjóns +1
Guðm.Sigurðs +2
Ágúst Birgiss. +2
You must be logged in to reply to this topic.