This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Erlingur Harðarson 19 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Frá ferðanefnd Eyjafjarðardeildar:
Ákveðið er að bjóða upp skemmtilega á ferð helgina 25. – 27. febrúar.
Lagt verður af stað á föstudagskvöldi og farið í Hveravelli og gist þar.
Á laugardagsmorgni (snemma) verður tekin ákvörðun, allt eftir veðri og vindum, hvort farið verður á Langjökul eða haldið austur með Hofsjökli. Þá verður val um hvort farið verður um Kerlingarfjöll og Setur og austur fyrir Þjórsárjökul í Laugafell eða farið frá Hveravöllum í Ingólfsskála og í Laugafell, auk ýmis konar útúrdúra, þar sem gist verður á laugardagskvöld.
Á sunnudag verður tekin (mjög snemma) ákvörðun hvaða leið skuli farin heim, t.d. Kaldbaksdal, Kerhólsöxl, Bárðardal eða einhveja aðra spennandi leið.Eins og sjá má á að hafa sem flesta möguleika opna og haga seglum eftri vindi. Sömu reglur munu gilda hvað varðar dekkjastærðir og verið hefur.
Gert er ráð fyrir að keyra allan laugardaginn og allan sunnudaginn svo haga þarf eldsneytismagni samkvæmt því.GPS upprifjun verður fimmtudaginn 24 febrúar, þá verður nánar farið í ferðaplanið.
Reynt verður að miða leiðarval þannig að allir sem uppfylla dekkja „regluna“ komist með.
You must be logged in to reply to this topic.