This topic contains 27 replies, has 1 voice, and was last updated by Helena Sigurbergsdóttir 17 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Næstu helgi er plönuð ferð fyrir vindbelgi og sófariddar 4×4
þetta er dagsferð þar sem lámarksdekkjastærð er 38″++
Það mun verða hittingur á select um 10 leitið og eru ferðalok áætluð um kl 14.00 að staðartíma búast má við miklu basli og látum sérstaklega þar sem Hlynur nokkur skælandi ætlar að farastjórast fyrir okkur hálendingana
það er möguleiki á hópferð frá Selfossi fyrir utanaðlandimenn og konur en þaðan kemur hluti af hálendideildarmeðlimum og er öllum óhætt að fylgja þeim malbikið til Reykjavíkur.
Áfangastaður er að þessu sinni Heiðmörk en okkur þykir ekki óhætt að leiða sófariddarana á stærstu dekkjunum lengra en það í bili (æfingarferð) síðar munum við auglýsa ferð fyrir ferðaglaða vindbelgi í Bláfjöll að skoða hvernig snjór lítur út en meira um það seinna.
Eins og fyrr sagði eru ferðalok áætluð um kl 14.00 og er verið að reyna að fá styrktardrykki á ákveðinni krá í hafnarfirði
skráning hér á vefnum:
You must be logged in to reply to this topic.