This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 20 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Sælir
Í framhaldi af umræðu hér um daginn þar sem ungirmenn freistuðust til að fara kaldadal upp á Langjökul langar mig að leggja hér inn smá fyrirspurn.
Í myndaalbúmi sé ég að menn hafi farið ferð upp á Vatnajökul upp frá Hálendismiðstöðinni í Hrauneyjum. Ég get ekki betur séð en að hálendisvegir sé allir lokaðir þannig að menn ættu ekki að komast þessa leið upp á jökul.
Um daginn var fjörleg umræða um það þegar „ungirmenn“ eru að keyra vegi sem eru lokaðir, er ekki sama hvort um er að ræað jón eða séra Jón, eða er það matsatriði hjá félögum 4X4 hvort í lagi sé að brjóta reglur?
Ég tek það fram að ég þekki þessa jeppamennsku ekki mikið en ég er að fylgjast með henni úr fjarska með þann möguleika að ég taki þátt í henni í framtíðinni.
You must be logged in to reply to this topic.