This topic contains 54 replies, has 1 voice, and was last updated by Agnar Benónýsson 17 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
19.01.2007 at 14:11 #199440
Eru ekki einhverjir sem vilja slást með í för á sunnudaginn á langjökul.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
19.01.2007 at 22:49 #576346
Ætli ég komi ekki bara að norðan og fari með sunnudagsgenginu á langjökul. Eigum við ekki bara að hittast við Húsafell ríflega klukkan 10 og sjá svo til með færð og leiðarval?
Haffi Gsm: 848-4807
hvaða VHF rás á að nota?
19.01.2007 at 22:59 #576348Ég væri soldið til í að fara upp sunnan meginn…aka þá Kaldadalinn inn á Haukadalsveg og fara upp við slúnkaríki….það ætti að vera það mikill snjór þar í kring að grjótið ætti að vera horfið…Ég er með alla nauðsynlega punkta á þeirri leið…ef menn væru til í það ?
19.01.2007 at 23:05 #576350sælir félagar
langar að skjótast eitthvað á sunnudaginn en er einbíla. Langar ykkur ekki að fá einn í viðbót í hópinn, myndi lítast vel á að fara upp hjá Slunka.
kv
Agnar
19.01.2007 at 23:15 #576352
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Átta mig ekki alveg á hvað þú ert að fara … Kaldidalur og vegurinn um Haukadal eru langt frá hvor öðrum … Línuvegurinn allur þar á milli … ertu ekki að tala um að halda frá Þingvöllum um Uxahryggi að gatnamótum Uxahryggjavegar, Línuvegar og Kaldadals … og velja þar Línuveginn til austurs og siðan norður frá honum að Slúnkaríki og þaðan norður til Langjökuls ????
Hittumst við ekki bara á Select klukkan níu?
19.01.2007 at 23:32 #576354Já er ekki bara fínt að vera á þingvöllum um kl.9.30, Haffi kemur þú ekki bara malbikið þangað ?
19.01.2007 at 23:35 #576356Björn nákvæm og rétt lýsing hjá þér…Mér finnst alltaf bezt að kalla línuveginn Haukadalsleið…fallegara nafn.. Lýst vel á að hittast á Þingvöllum 9:30…er það ekki bara plan ?
19.01.2007 at 23:53 #576358ef þú gerir þér greyn fyrir því hvað það er löng leið fyrir mig að keyra að Þingvöllum til að fara svo hálfa leiðina norður aftur þá sæirðu að það er ekki inn í dæminu hjá mér þessa helgina. Er miklu frekar til í að fara frá Húsafelli og upp að Jaka og svo áleiðis upp á jökul og svo niður hjá Slunkaríki og inn á Kaldadalinn. Svo myndi ég þá yfirgefa ykkur við afleggjarann inn að Uxarhrygg (rétt neðan sunnan við Línuvegs-afleggjarann) og keyra Lundareykjadalinn áleiðis norður. Miklu þægilegri og hnitmiðari leið miðað við dagstúr.
Haffi
Er semsagt að hugsa að keyra bara malbikið upp að Húsafelli
19.01.2007 at 23:58 #576360Agnar, ég er mögulega til í að vera samfó á sunnudag. É g þarf reyndar aaaaaðeins að strjúka pattanum á morgun. Læt vita hér á morgun hvort ég verð með eða ekki.
-haffi
20.01.2007 at 00:01 #576362sæll Haffi
Væri ekki bara best fyrir alla að þú myndir hitta hópinn við afleggjarann inn í Lundareykjadal upp úr kl. 10 og og þú gætir síðan farið heim um Húsafell. Þannig er komið á móts við alla.
Kannski er ég að skipta mér af því sem mér kemur ekki við
kv
Aggi
20.01.2007 at 00:10 #576364endilega skifta sér af. Þannig þróast hlutirnir. Held bara að það sé betra að komast upp á jökul vestan megin frá. Þannig hefur það allvega verið þau skifti sem ég hef farið um þarna. En það má alveg skoða þetta líka. það má líka bara mætast við Lundareykjadal eins og AgnarBen talar um en fara bara Kaldadalinn upp að afleggara inn á Jaka og fara vestari leiðina upp og svo niður hjá Slunkaríki og svo myndi ég yfirgefa hópinn aftur við Lundareykjadal. Fengi þannig að keyra Kaldadálinn sem er örugglega ansi snjóríkur um þessar mundir.
Haffi
20.01.2007 at 00:20 #576366Er þá ekki kominn vísir að plani. Hittast á Þingvöllum kl. 9:30, fara Uxahryggina, hitta Haffa við vegamót í Lundar.dal, fara Kaldadal að Jaka og þar upp og sjá til hvar við komum niður.
Haffi þú vilt kannski frekar hitta okkur við vegamótin þar sem beygt er af Kaldadal upp að Jaka? Þ.e. koma að norðan framhjá Húsafelli.
Það er spurning hvað við verðum lengi uppeftir frá Þingvöllum, fer eftir færi.
P.s. veðurspáin er frábær fyrir sunnudaginn.
20.01.2007 at 00:21 #576368erum þið að tala um marga bíla og hve stóra? Aldrei að vita nema maður skelli sér með. Ég er á 35" Pajero. Haffitopp ert þú ekki á líka á 35" Pajero?
20.01.2007 at 00:34 #576370Mér lýst mjög vel á þetta, þyngvellir 9.30
Kv Bjarki
20.01.2007 at 00:44 #576372jú ég er á 35" Pajero Jens. Ég er einmitt kominn með felgurnar undir hann, þær sem ég keypti af þér. Ég held að það sé einmitt besta planið að ég hitti ykkur bara við afleggjarann upp að Jaka og svo sjáum við til. Skulum athuga hvað við drífum mikið og svoleiðis.
Ég verð þá við Húsafell klukkan rúmlega 10 á sunnudaginn.
Haffi.
20.01.2007 at 00:49 #576374Mér þykir menn vera helbjartsýnir á ferðatímann Haffi. Ef við leggjum af stað frá Þingvöllum um 9:30 þá verðum við aldrei komnir að Jaka fyrr en kl. 11 í fyrsta lagi ef allt er grjóthart, giska samt frekar á hádegi
20.01.2007 at 00:51 #576376já þá bíð ég bara. Ég er vanur að bíða, enda vinn ég hjá vegagerðinni
Haffi og Toppurinn
20.01.2007 at 00:54 #576378góður, muna bara eftir kaffinu !
20.01.2007 at 01:27 #576380Er líklegur á sunnudag en lofa engu. Bara fá á hreint hvar og hvenær.
Kv. Raggi
20.01.2007 at 03:48 #576382Veit ekki hvort þessi síða hefur ferið auglýst áður, en hér eru hún allavega, nokkuð flott: [u:1fr54t7i][b:1fr54t7i][url=http://www.belgingur.is/:1fr54t7i]Reiknistofa í veðurfræði[/url:1fr54t7i][/b:1fr54t7i][/u:1fr54t7i]
-haffi
20.01.2007 at 13:26 #576384væri til að kikja með ef laust er á sunnudag er á 38" cherokee endilega látið vita
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.