Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Fellihýsi
This topic contains 19 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 14 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
08.05.2010 at 21:57 #212623
Sælir félagar
Eru einhverjir sem geta miðlað reynslu sinni af fellihýsum, hvað er gott og hvað er vont og hvernig hafa þessi sem eru á stærri dekkjum reynst ?
Eru þau nógu öflug fyrir íslenska fjallvegi ?
Er ömurlegt að draga þetta?
Hvað er maður lengi að koma sér fyrir í þessu?Með kveðju
Kristjón
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
09.05.2010 at 00:50 #693196
Sælir,
Fleetwood trónar á toppnum með endursölu og gæði… svo segir markaðurinn..
stærri dekk hjálpa… en flexitorar eiga ekki heima á íslenskum fjallavegum, þú verður alltaf að smíða fjöðrun undir þá með ýmist fjöðrum, gormum eða loftpúðum til að þetta virki almennilega.
Coachmen, viking hafa staðið sig vel, heyrt misgóðar sögur af Palomino hinsvegar.
kv
Gunnar
09.05.2010 at 09:01 #693198Það er nú svo að skoðanir manna á þessu verða trúlega ævinlega jafn skiptar og hvað bílana varðar. Fellihýsin hafa auðvitað ýmsa kosti og þessi nýrri hafa margt fram yfir þau eldri. T.d. sést varla nýtt eða nýlegt fellihýsi nú orðið nema með galvaniseruðum undirvagni, sem að mínu mati er nánast algjört skilyrði. Fjöðrunarbúnaðurinn er svo saga út af fyrir sig. Flexitorafjöðrun er að minni reynslu ekki fyrir okkar vegi. Við eigum hjónin einn af árgerð 1997 (!) sem við höfum dregið um flesta þjóðvegi og talsvert af fjallvegum, þ.m.t. nokkra hringi um Vestfirði, Fjallabak nyrðra, Kjalveg og fleira. Við gáfumst fljótt upp á flexitorunum og tengdasonur okkar, Árni Páll á Eldshöfða 15, smíðaði nýtt sett undir vagninn með blaðfjöðrum og rafmagnsbremsum, en vagninn var upphaflega bremsulaus. (Palomino Colt). Stórir, fjórhjóladrifnir fólksbílar eins og t.d. Pajero eiga ekki í neinum erfiðleikum með að draga þetta, hvað þá jeppar. Fellihýsi hafa það fram yfir hjólhýsi að taka á sig minni vind, sem er ótvíræður kostur, bæði út frá eyðslu og eins m.t.t. hliðarvinds, sem er víða vandamál hérlendis eins og fólk þekkir. Einn galla myndi ég sérstaklega taka út úr varðandi fellihýsi við akstur á malarvegum, en það er að þau eru alls ekki rykþétt. Það hefur oft ergt konuna mína í tjaldstað. Svo verður að segjast eins og er, að þegar einhver vindur er, þá getur blaktið í tjalddúknum haldið fyrir manni vöku, auk þess sem öll umhverfishljóð berast auðvitað miklu greiðlegar inn í fellihýsi en hjólhýsi, en eins og fólk þekkir þá er stundum ónæðissamt á tjaldstæðum þar sem margt er um íslendinga og tillitsleysi okkar við náungann verður líklega aldrei lagað.
09.05.2010 at 09:02 #693200P.S. – Gleymdi því sem ég ætlaði að skrifa um tegundir. Að mínu mati eru þau dýrustu best, þ.e. Coleman. Dauðsé eftir að hafa ekki keypt eitt slíkt á sínum tíma.
09.05.2010 at 09:53 #693202Hvað með "jeppafellihýsin" eins og Starkraft RT11 ?
Ef ég man rétt eru þau með stuttar og stífar fjaðrir sem ætti að gefa vonda fjöðrun.
09.05.2010 at 10:58 #693204Já, þú ert að meina þessi sem eru jafnvel sum með smá palli fyrir eitt og annað. Hef bara séð þau tilsýndar en þekki þau ekki. Okkar fellihýsi var upphaflega á 12 tommu smáskífum og algjörlega ómögulegur andskoti. Árni Páll setti það á 14" felgur með 6 boltum, og það er samskonar gatakerfi og á venjulegum 6 bolta japönskum jeppafelgum, þannig að það er í sjálfu sér lafhægt að setja undir það 15" felgur. Það var með ólíkindum, hvað það var miklu betra að hafa þetta aftaní eftir að blaðfjaðrirnar og stærri dekkin komu til sögunnar. Reyndar má segja að rafmagnsbremsurnar hafi líka haft ómetanleg áhrif til hins betra varðandi "aksturseiginleika" vagnsins. Hinsvegar vildi Árni Páll frekar að við settum loftpúða undir vagninn og ég sé alltaf eftir því að hafa ekki farið að hans ráðum, en það var nokkuð mikið dýrara á þeim tíma og við horfðum of mikið á verðmuninn.
09.05.2010 at 12:18 #693206Hef skoðað nokkur af þessum húsum og þekki til ansi margra tegunda.
Fleetwood (hét áður coleman) virðist bera höfuð og herðar yfir aðra keppinauta í gæðum (enda frá USA þar sem menn eru ekki að spara járnið). Taka svoleiðis hús og setja undir það loftpúðafjöðrun og þá ertu kominn með frábært ferðatæki. Ég var með svoleiðis 12 feta hús og fann aldrei fyrir því aftaní (að vísu á Ford) og fjöðrunin frábær. Þessi uppsetning er held ég eins góð og hún getur orðið miðað við tjald á hjólum. Ég skoðaði þessu háfættu gulu hús dálítið og leist vel á þau – innrétting að vísu ekki jafn vönduð en allt frekar massíft og traust og ætti vel að henta til ferða á hálendinu, að maður tali nú ekki um ef að fjöðrunum er skipt út fyrir loftpúða.
Ég er í dag með til þess að gera lítið Polar hjólhýsi og búinn að setja loftpúða undir það. En ef ég ætlaði að bakka til baka niður í eitthvað sem fer betur í vindi þá myndi ég skoða A-húsin. Þau sameina kosti fellihýsis og hjólhýsis að vissu marki og þau sem að ég hef komist í kynni við eru ansi öflug.
09.05.2010 at 18:32 #693208Ég er algjörlega sammála Benedikt Magnússyni, ekki síst þetta með A-hýsin. Vinafólk okkar á einmitt svoleiðis hús, sem var breytt hjá sama aðila og okkar og sett undir það loftpúðar. Það er ljómandi gott tæki og hefur flesta kosti þessara "tjaldfellihýsa" en fáa af göllunum.
09.05.2010 at 20:27 #693210Er með nýlegan Ægis-tjaldvagn sem ég setti undir 15" felgur og loftpúða og þetta er bara snilld. Orginal flexitorinn, þótt hann sé rosalega góður og sterkur og allt, er bara í besta falli fyndinn í samanburði við loftið (og eyðileggur svo allt útilegudótið manns, keyri maður eitthvað á fjallvegum).
Með loftpúðunum fer vagninn ekki að hreyfast fyrr maður er farinn að keyra á slóðum með ofanýburð með kornastærð á stærð við fótbolta. Eiginlega keyrir maður bara eins og enginn sé vagninn aftaný.
09.05.2010 at 23:23 #693212sælir
ég hef alltaf verið með tjaldvagn þangað til í fyrra en þá keypti ég mér 9feta Coleman (Fleetwood) Redwood. Þessi tegund af hýsum eru þrælsniðug því annar vængurinn er með framlenginu sem breytir þeim væng í King size rúm. Þetta er þrællétt hýsi (500 kg) og ekkert mál að draga þetta á Patrolnum. Ég veit um engann sem er á annað borð með jeppa sem kvartar yfir þyngd á fellihýsum nema kannski 14feta hýsunum. Hýsið mitt er á örstuttum fjöðrum sem fjaðra ekkert og á einhverjum hjólbörudekkjum sem eru einungis nothæf í malbikskeyslu, það eina sem ég hef gert er að vippa fjöðrunum upp á rörið til að hækka það aðeins. Félagar mínir eru allir með Fleetwood eða Palomino og þau hafa öll reynst ágætlega. Viking hefur það orð á sér að vera Ladan í fellihýsaflórunni en ég hef ekki skoðað þau sjálfur.Félagi minn setti fyrir mörgum árum rör, 13" fólksbíladekk og fjaðrir undan Willys undir svona svipað hýsi og ég er með og er búinn að fara með þetta út um allt, mjúk og fín fjöðrun, ekkert síðri en loftið, þrælvirkar. Það sem loftið hefur framyfir fjaðrir er að það er hægt að lækka hýsið niður í "rétta" hæð (uppstig eins og áður og fortjald ekki á lofti).
Þegar hýsið er komið á réttan stað þá er maður ca 15 mín að opna það, svo er þetta bara spurning um hvað þú ert með mikið dót og hvernig þú kemur því fyrir.
kv/AB
09.05.2010 at 23:32 #693214svo má bæta við að kunningi minn átti svona Starcraft offroad hýsi og var frekar ósáttur við það, sagði það níðþungt (grindin er eins og hún sé byggð fyrir kjarnorkuárás), enga fjöðrun og innvolsið ekkert merkilegt miðað við allan peninginn. Honum fannst miklu meira vit í því að fá sér bara venjulegt flott hýsi og smíða alvöru fjöðrun undir það, hentaði betur almennt fyrir íslenska vegi og ófærur.
11.05.2010 at 10:11 #693216Ég hef átt Fletwood E1 frá árinu 2005 og látið það finna fyrir því á vegleysum upp um fjöll og firnindi. Það er á 15" felgum og með blaðfjöðrum. Fyrst þegar ég mældi loftþrýsting þá var hann um 40-50 psi og mátti alveg við því að lækka og nú hleypi ég úr til að mýkja það aðeins. Grindin undir vagninum er mun öflugri en í venjulegu fellihýsi og í því liggur munurinn, auk þess sem það er hærra en samt fara hjólin upp í hjólskálarnar og því þarf ekki stiga upp í það. Að öðru leyti er þetta allt saman dótið og innréttingin er sú sama eða svipuð og öðrum vögnum aðeins spurning um lit á gardínum.
13.05.2010 at 18:54 #693218Hverjir eru í því að setja loftpúða undir svona dót og hvað ætli sé líklegur kostnaður við það?
13.05.2010 at 23:24 #693220Ódýrast er að brenna þetta sjálfur undir Annars eru flestir í þessu. Ertu með fellihýsi?
14.05.2010 at 00:15 #693222Nei ég er ekki með fellihýsi en er mikið að velta fyrir mér öllum möguleikum, er kominn með höfuðverk og svima af þessu. Kannski endar maður bara í gamla tjaldinu.
Ég hef ekki tæki eða nennu í að fara breyta fjöðruninni sjálfur.Kristjón
14.05.2010 at 10:53 #693224Er með 10 feta Fleetwood hýsi árg 2004 og við erum búin að þvælast mikið með það og ekkert sérstaklega haldið okkur frá malarvegum og þ.h. Orginal kemur það með örstuttum helstífum fjöðrum og 13" felgum. Ömurleg að draga þetta á eftir sér á möl en sleppur á bikinu. 2008 var það svo loftpúðavætt og þvílíkur munur. Enn á sömu felgum og nú bara þrumar maður áfram eins og maður treystir bílnum og hýsið fylgir manni eins og tryggur hundur.
En eins og áður var minnst á er rykið sem berst inn frekar pirrandi. Búinn að reyna allt að ég held til að loka á það en hefur ekki borið árangur. En þar kemur Víking sterkur inn, áttum svoleiðis fyrst og það rétt rykaði inn um hurðina og ekkert meira. Svolítið svekktur útí Fleetwood að þessu leiti. En toppgræja að öðru leiti.
Svo er Fleedwood eins og Toyota, heldur sér vel í verði og alltaf hægt að selja þetta fljótt og örugglega og eins og staðan er í dag er alveg himinhátt verð á hýsum í dag. Fengi meira fyrir það í dag en ég borgaði fyrir það 2004 sem er nátturulega klikkun, en svona virkar markaðurinn víst.
Tekur mig um 10-15 mín að setja það alveg upp en svolítið lengur að pakka því saman, en það er hverrar mínútu virði að eiga við þetta.Kv
Pétur
14.05.2010 at 11:26 #693226Hefur einhver reynt að yfirþrýsta húsin til að halda rykinu úti? Svona eins og rútukallarnir gera til að halda ryki út úr lestunum á rútunum?
Kv
Rúnar
14.05.2010 at 12:59 #693228[quote="runar":2w6k3931]Hefur einhver reynt að yfirþrýsta húsin til að halda rykinu úti? Svona eins og rútukallarnir gera til að halda ryki út úr lestunum á rútunum?
Kv
Rúnar[/quote:2w6k3931]Nú vaktiru upp forvitni mína?
Hvernig er þetta framkvæmt ?
14.05.2010 at 13:06 #693230Í rútunum er einfaldlega settur upp loftlásari sem blæs stöðugt hreinu lofti inn í lestarnar. Þar sem engin er svo útgönguleiðin fyrir loftið, þá myndast yfirþrýstingur í lestunum. En þar sem lestarnar eru svo náttúrulega ekki alveg loftþéttar þá blæs stöðugt út loft um allar glufur og hindrar þannig að rykugt loft (eða vatn) komist inn. Einfallt í raun en sennilega vandamál að fá aðgang að hreinu lofti kringum fellihýsið..!
kv
Rúnar.
14.05.2010 at 16:19 #693232Það var spurt um hverjir séu að setja loftfjöðrun eða breyta fjöðrun undir fellihýsum. Mér er náttúrulega málið skylt, en Bílaverkstæðið að Eldshöfða 15 sími 567 3444 skipti um fyrir mig og fjölda marga aðra. Það skemmir allavega ekki að tala við þá feðgana og fá tilboð.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.