This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Ásgrímur Stefán Reisenhus 20 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar,
Ég lenti í því leiðindaróhappi í vetur að dekkjaverkstæði sem ég fór með bílinn á herti ekki nógu vel á öðru aftur dekkinu með þeim afleiðingum að það smám saman losnaði og minnstu munaði að illa hefði farið. Þegar ég tók eftir því hvað var að hékk dekkið á aðeins einum bolta og þá búið að slíta alla hina, þannig að götin á felguni eru flest skemmtilega vel fræst og engin leið að nota hana eins og hún er. Þannig að ég var að spá hvort að einhver viti um eitthvað verkstæði sem gæti lagað svona. Þetta er stálfelga, nánartiltekið krómuð Wite Spoke felga. Ég ætla ekki að nefna dekkjarverkstæðið hér þar sem ég hef leyst öll mín mál við viðkomandi verkstæði og sé ekki ástæðu til þess að setja svartann blett á það þar sem aðeins voru um mannleg mistök að ræða. En eins og ég segi þá er ég í smá vandræðum með þetta og myndi glaður þiggja allar upplýsingar.
Kveðja
Otti S.
You must be logged in to reply to this topic.