Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Felgur!!
This topic contains 36 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 22 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
07.12.2001 at 20:49 #191218
AnonymousSælir félagar….
Heyrðu…ég er að fara að setja aðrar felgur undir jeppan minn og vantar smá upplýsingar…
hann er á 38″ mudder á 12″ felgum og er það ekki alveg að ganga upp og ætla ég að fara á breiðari felgur. Ég á eitt sett af 15,5″ breiðum felgum og er ég að spá í það hvort það sé ekki alveg alltí lagi að nota svoleiðis á 38″ ég meina dekkin eru 15,5″ breið…þá hlýtur að vera í lagi að vera á svona breiðum felgum eða hvað?
Vonast ég til að menn með einhverja reynslu af svona svari þessu…
Kveðja
Snake!! -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
14.12.2001 at 21:07 #457970
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Er kominn á breiðu felgurnar og líkar bara vel…Jeppinn er MIKIÐ flottari og mér fannst hann betri að keyra…er reyndar ekki búinn að keyra hann nema einhvern 1-2 kílómetra ennþá….en fer meira um leið og ég er búinn að laga drifskaftið! Það þarf víst að hafa það í lagi þannig að maður fái ekki úr honum við að sitja undir stýri á ferð..*hehe*..
En að sjá bílinn á þessum felgum er ROSALEGUR munur…..útlitslega séð breyttist hann úr því að vera jeppi og varð JEPPI!!!
Ég er sáttur enn og bíð bara eftir snjónum!!…
Og ef ég verð ekki sáttur þá verð ég bara að gera eins og sumir segja…fara bara á 10" breiðar felgur…það er örugglega snilld….sérstaklega fyrir jeppa sem er um 2 tonn…þá er örugglega flotið í toppstandi….(NOT)
Flotið fæst úr breiddinni á bílnum ef maður hefur það ekki á lengdinni…það er sko alveg á hreinu!
Kv
Snake
14.12.2001 at 21:10 #457972Kæri Snake
Hvernig í ósköpunum færð þú það út að bíllinn hjá þér fljóti meira eftir því sem það er breiðara á milli hjóla. Þetta er eitt mesta bull sem ég hef nokkurn tíma heyrt á mínum 13 ára jeppaferli. Heldur þú að ef þú stendur í snjó að þú sökkvir minna ef það er gleiðara á milli lappanna á þér. Hinsvegar gæti þetta virkað ef þú ert að keyra yfir snjóbrú eða slíkt.
Ég er búinn að prófa flestar felgubreiddir (10"-16") og í dag er ég með 10" allann hringinn á stuttum LandCruiser og þessi bíll hefur verið kallaður litli bigfoot vegna þess að mönnum þótti ótrúlegt hvað hann dreif oft mikið og því vil ég að miklu leyti þakka mjóum felgum.Með von um minnkandi felgubreidd
Hvati
14.12.2001 at 21:26 #457974Stutti Cruiserinn minn er 2,35 tonn þegar hann er tilbúinn í ferðalag þannig að þú ættir að tala varlega. Bíllinn hjá þér er kannskiörlítð betri í hliðarhalla á útvíðu felgunum og þú getur jafnvel lagt betur á bílinn en þú slátrar líka legum miklu fyrr. En mér finnst málið ekki snúast um hvort felgurnar eru inn- eða útvíðar, nákvæmlega jafn mikið flot, heldur breiddin á þeim. Mér sýnist þetta nú vera farið að snúast um lúkkið á bílnum hjá þér, ekki getu hans.
15.12.2001 at 21:05 #457976Hvað duga dekkin lengi hjá þér undir krúsernum?
Ég er ekkert að reyna að vera leiðinlegur en maður hefði haldið að 38" dekk á 10" felgu myndi fara frekar illa á köntum þegar er verið að hleypa úr niður í ca. 2 pund. Mín reynsla á þessu er sú að ef að 38" er á 14" breyðri felgu þá bælist dekkið síður þegar er mikið hleypt úr og felgukanturinn er ekki að hamast eins mikið á dekkinu. En það er kanski bara ég, akandi um á 36" og 12" breiðri felgu.Fjallakveðja REX
16.12.2001 at 02:17 #457978
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Breiðari felgur eru eru betri flottari og aldrei verri
16.12.2001 at 19:11 #457980
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Hvati!
Fórstu aldrei í skóla??? Ertu virkilega svo "blindur" að þú skilur ekki að breiðari bíll er með MEIRA flot en mjórri bíll???!!…Og þú breikkar náttúrulega bílinn með því að vera með ÚTVÍÐAR felgur…Og ef þú sérð ekki að þetta breytir bílnum meira heldur en bara útlitinu þá er ekki alveg í lagi með þig.
Hvar lærðir þú "common sence" eða hefur þú aldrei lært það??..Það segir sig bara sjálft að breiður bíll flýtur betur..
Kv
Snake
16.12.2001 at 22:01 #457982
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Blessaður Snake varðandi felgurnar hefur 14" fyrir 38" komið best út fyrir mig (bíllinn er 2 tonn) en það var annað sem ég var að spá í, þú segir að breiðari bíll fljóti betur en mjór. Hver eru rökin fyrir því, dæmi þú ert með bíl sem er með 1m sporvídd tekur svo dekin undan honum og setur undir bíl með 2m sporvídd, snertiflöturinn er alveg sá sami þangað til þú kviðsetur drusluna. Þetta er allavega minn skilningur þannig að nánari útskýringar væru vel þegnar.
Með Kveðju og ósk um gleðileg hvít jól
Surf
16.12.2001 at 22:02 #457984Skelfilega ertu vitlaus snake. Ef þú spyrð einhvern með greindarvísitölu yfir 75 um þetta mál, að þá á hann eftir að svara þér eins. Af þessum skrifum þínum að dæma hefur þú einstaklega litla reynslu af fjalla- og jeppamennsku og ættir af þeim sökum ekki að vera tjá þig mikið um þessi mál. Hvort sem þú hefur 1 metra eða 2 á milli dekkjanna á bílnum hjá þér að þá er snertiflöturinn alltaf sá sami. Ég ætla að biðja þig um að opinbera ekki heimsku þína svona á almannafæri og að nefna þessa vitleysu ekki við nokkurn mann. Annars höfum við félagarnir skemmt okkur mikið yfir þessu sem þú ert að segja og þú hefur opnað augu okkar fyrir því að það eru ekki til takmörk fyrir heimsku. En ég ætla nú samt að óska þér gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með von um að þú sjáir nú að þér og breytir þessari skoðun þinni sem er algjört einsdæmi. Annars nenni ég ekki að standi í orðaskaki við svona foráttu vitleysinga þannig að þetta verður mitt síðasta bréf í þessari umræðu.
kv
Hvati
17.12.2001 at 12:02 #457986
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég verð sennilega bara að sætta mig við það að vera heimskur vitleysingur og ílla gefinn. Þetta hlýtur að vera satt þar sem að svona vel máli farinn maður segir það.
Því ekki getur verið að ég hafi gáfur á við svona góðan penna.
Kv
Snake
17.12.2001 at 13:59 #457988
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir allir,
Ég reyndi að senda póst hér fyrr í morgun en hann virðist ekki hafa komist alla leið svo ég endurtek innihaldið að mestu hér.
Ég segi nú bara eins og Salómon gamli, þið hafið báðir rétt fyrir ykkur (Snake og Hvati) en hvor með sínum hætti. Það er rétt að flotflötur dekks eykst ekki við það að færa það lengra frá hinum dekkjunum og það gefur alltaf sama flot hvar svo sem það er staðsett (nema sem varadekk). En hægt er að auka flotgetu/drifgetu jeppa með því að færa dekk utar eða aftar. Sem dæmi má nefna fullhlaðinn "orginal" 80 Cruser sem er með þyngdardreyfinguna 60% aftan og 40% framan. Með því að færa aftur hásinguna aftar fæst næstum 50/50 þyngdardreyfing. Sömu dekk, sami bíll jafn þungur, en flýtur sammt mun betur og drífur meira vegna þess að þyngdin dreyfist jafnar á dekkin.
Eitthvað álíka gerist en þó í minna mæli þegar farið er af innvíðum felgum á útvíðar, sérstaklega ef bíllinn er hár og mjór. Þyngdarpunkturinn færist til, þyngdin jafnast betur á dekkin, bíllinn verður rólegri í öllum hreyfingum og stöðugri og því flýtur hann og drífur betur.Kveðja
Siggi_F
17.12.2001 at 14:33 #457990
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þakka þér fyrir félagi…Það er þetta sem ég er að tala um….Eitthvað varð ég að gera til að fá breytingu á þyngdardreifunguna og þar sem að það var og er ekki inní myndinni að færa hásingarnar eitt né neitt….er þetta það eina sem ég get gert….
Og hvað er hægt að gera annað en að prófa sig þá áfram þannig að maður öðlist REYNSLU???..hún kemur ekki af sjálfri sér án breytinga.
Kv
Snake
17.12.2001 at 15:38 #457992
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það að ásaka og segja að einhver sé heimskur lýsir kunnáttu þeirra sjálfra til mannlegra samskipta.
Ekki hef ég kallað einn eða neinn heimskan og ráðist á þá persónulega eins og sumir hér inni og þar af leiðandi hagað mér eins og barn.
Þó svo að ég hafi grínast með skólagönguna…þá virðist sem að ég hafi ekki haft rangt fyrir mér í þeim efnum.
En svona er þetta víst. Mannskepnan er víst misjöfn hvar og hvaðan sem hún er!
Kv
Snake
17.12.2001 at 18:56 #457994Það er rétt SNAKE
Við erum öll misjafnlega af guði vangefin
og þá sumir sérstaklega meira en aðrir.(nefnum engin nöfn)
18.12.2001 at 00:56 #457996
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
snake eins og þú veist best sjálfur eiga allir í skóginum að vera vinir og ég er með lausnina gefðu bara hvata vini þínum 13" breiðar felgur í jólagjöf .fjallakveðja BOLI.gleðileg jól.
27.11.2002 at 01:05 #457998Er ekki best að vera með felgur sem ná alveg á milli beggja stúta á hásingu, þá er hægt að komast af með tvö dekk og jafnvel eitt ef maður er á mjög stuttum bíl.
Ég held að ef bíllin er nógu breiður þá hljóti hann að fljóta mikið betur því að helmingurinn er á þurru en hinn á snjó (þá á ég við ef ekið er í hliðarhalla og við miðum við snælínuhæð) passa sig bara á að fara ekki með bæði dekkinn upp fyrir snælínu. Og ekki sakar að hann sé nógu djöfull langur því þá notar maður bara framdekkin í snjóakstur og hin eru ennþá á upphafsreit ekki satt??
27.11.2002 at 01:23 #458000
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er margt að athuga varðandi kosti og galla. Kostirnir geta verið meira flot í ákveðnu færi. Gallarnir eru helzt mun meiri áreynsla á legur og öxla, ef öll breikkunin er út. Flugferðir verða hásingunum hættulegar, legur haugslitna og ef affelgast er ekki fyrir hvern sem er að redda því á staðnum nema með startspray aðferðinni. Mér sýnist 12 – 13 tommurnar komi svona jafnbest út og menn sleppi við mörg vandamál. Hef sjálfur prófað 10, 12 og 16 tommu felgur á 38 tommum án þess að finna afgerandi mun á drifgetu.
Kveðja, Kolli
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.