This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Theodór Kristjánsson 20 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Ég er búin að spjalla við nokkra aðila sem geta aðstoðað okkur sem erum að versla 44″ dekkin af Arctic Trucks. Það sem ég ræddi um við þá var að okkur vantar felgur, setja á felgur, breikka felgur, beadlock (maglock), míkróskurð, dekkjaskurð, negla dekk, jafnvægisstilla dekk og koll af kolli. Þeir eru allir til í að gera vel við okkur en taka það fram að þeir afslættir sem þeir munu bjóða okkur gilda eingöngu fyrir þá sem eru á 100% listanum.
1: Gúmmívinnsluna fyrir norðan. 20% afsláttur
2: Magga felgubreyti 10-15 % afsláttur (er að skoða nánar)
3: Gúmmívinnustofuna ??(tók mjög vel í þetta og er að skoða)
4: Bílabúð benna (eru að skoða málið en tóku jákvætt í það)Þeir sem ég á eftir að hafa samband við eru:
1:Hjólbarðahöllin
2 Fjallasportog fleiri.
Kveðja, Theodor
Ef menn eru með einhverjar hugmyndir um fleira mætti það koma fram.
You must be logged in to reply to this topic.