FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Felgur fyrir 44″

by Elías Þorsteinsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Felgur fyrir 44″

This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Oddur Örvar Magnússon Oddur Örvar Magnússon 20 years, 4 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 20.01.2005 at 10:28 #195295
    Profile photo of Elías Þorsteinsson
    Elías Þorsteinsson
    Participant

    Sælir félagar

    Nú fara 44? dekkin að koma og margir að spá í felgur, jafnvel láshringi og annað slíkt.
    Hafa menn einhverjar skoðanir á felgubreidd fyrir þessi dekk og þá væri gaman að fá einhver viðmið og reynslu manna.

    Austfirðingar hafa keyrt að ég held almennt á breiðari felgum en við hinir og spurningin er, hverjir eru kostirnir?, og þá einnig hverjir eru gallarnir?

    Kveðja.
    Elli.

  • Creator
    Topic
Viewing 7 replies - 1 through 7 (of 7 total)
  • Author
    Replies
  • 20.01.2005 at 13:58 #514028
    Profile photo of Oddur Örvar Magnússon
    Oddur Örvar Magnússon
    Participant
    • Umræður: 59
    • Svör: 410

    Sælir.

    Á sameiginlegum fundi Húsavíkurdeildarinnar og Austurlanddeildarinnar sem var hérna í haust urðu ýmsar umræður um þessar felgubreiddir.

    Meðal annars sem kom þar fram var sú skoðun manna að gúmmí sem stæði uppá röð gerði ekkert gagn. Var þetta reifað á ýmsan máta og reynsla austurmann var sú að eftir því sem felgan væri breiðari því betra. Þeir hafa meðal annars komist að því að t.d. 38" dekk færi best á 16" felgu og 44" dekk færi best á 18" felgu. Ástæðan fyrir þessu væri það að dekkið krumpaðist ekkert (eða minnst) með þessum felgubreiddum og því færi minna vélarafl í að snúa dekkinu ef það krumpaðist ekki. Og þá væri það flotið, því meira af gúmmíinu sem væri á jörðinni því betra, og að það þyrfti ekki að hleipa eins mikið úr t.d. 44" dekki til að það gæfi sama flot og t.d. 44" dekk á 16" felgu.

    Hvað mig sjálfann varðar þá er ég farinn að spá í felgur og ég mun setja mín 44" dekk á 18" breiðar felgur. Svo sannfærður var ég eftir spjallið við greifana að austan.

    Nú annað sem kom fram í spjallinu líka var efnið sem sett er í breikkunina, eða tunnuna eins og þeir kölluðu efnið sem sett er í felguna eftir að hún er skorin í sundur. Eftir því sem þynnra efni er sett í tunnuna því léttari er hún. Þetta er rökrétt, og þeir voru búnir að láta reikna stirkleika efnisins sem dygði til þess að tunnan væri sterk. Minnsta þykkt sem má setja í tunnu er 0,9 mm. Ha….já ha. Við vorum náttúrulega vantrúaðir á þetta en þá var tekið dæmi um bjórdós……sem óvart var til þarna á staðnum. Og þeir sýndu hvernig styrkleikinn væri í dósinni uppá kant og á hlið. Eftir þá yfirferð gátu menn svona almennt……kannski viðurkennt spekina um að 0,9mm mundi duga í tunnuna. En til þess að vera vel yfir öllum viðmiðunarmörkum þá væri 1,5-2 mm nóg. Ég man nú ekki nákvæmlega muninn á felguþyngdinni þegar 2mm stál er notað eða 3-4 mm. Þetta voru einhver 6-8 kíló sem felgan var þyngri með stáli uppá 3-4 mm.

    En hvað um það, það koma til með að fara 2 mm í mínar felgur. En varðandi beatlokk og svoleiðis er ég enga ákvörðun búinn að taka um. En það kom fram hjá einhverjum hérna á spjallinu um daginn að hann hefði límt dekkin á felgurnar með einhverju dúkalími eða flísalími og sá hinn sami hefði verið með þetta í eitt ár án þess að affelga eða að dekkið hefði snúist í felgunni.

    Kveðja Oddur Örvar Húsavík …Þ-450 4X4





    20.01.2005 at 16:33 #514030
    Profile photo of Bjarni Gunnarsson
    Bjarni Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 78
    • Svör: 1462

    Ég myndi nú nota þykkara en 2mm, prófaðu bara að pota í hliðina á bjórdós… það er einmitt í hliðina, reyndar innanverða, sem þú setur felgubotninn og þar reynir mest á felguna.

    Bjarni G.
    p.s. ég er að selja alvöru 18,5" breiðar felgur ef þú hefur áhuga 😉 (sjá auglýsingar)





    20.01.2005 at 17:17 #514032
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    settu 17 25/32" breiða sérð ekki eftir því
    kv catman





    20.01.2005 at 18:32 #514034
    Profile photo of Ólafur A. Hallgrímsson
    Ólafur A. Hallgrímsson
    Participant
    • Umræður: 24
    • Svör: 385

    Sælir. Léttari bílar svo sem Hilux geta notað mjórri felgur. En annars eru reymskífur yfirleitt settar framan á vélar og þar virka þær fínt
    kv

    Óli Hall





    20.01.2005 at 19:01 #514036
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég er alveg sammála Óla með reimskífurnar. Er sjálfur búin að keyra á 18 tommu breiðun felgum í 4 ár og efnisþykktin í þeim er 1,5mm. Þær hafa verið undir 2,3 tonna landcruiser og aldrei komið brestur í þær. Bíllin var óstöðvandi á þessum skóbúnaði og ég vil sjá annað!!





    21.01.2005 at 16:44 #514038
    Profile photo of Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Participant
    • Umræður: 124
    • Svör: 2697

    Þarf nokkuð að vera að spara efnisþykktina til að spara, hvað, í mesta lagi 30kg á væntanlega hátt í 3ja tonna bíl?

    -haffi





    21.01.2005 at 17:43 #514040
    Profile photo of Oddur Örvar Magnússon
    Oddur Örvar Magnússon
    Participant
    • Umræður: 59
    • Svör: 410

    Sælir…

    Ég er með bíl uppá 2470 kíló. Ef ég kemst hjá því að bæta við þyngdina þá geri ég það. Hann flýtur betur léttari. Ég er búinn að tína úr honum allskonar óþarfa hluti og ætla ekki að þyngja hann meira. Bara þessi 44" dekk þyngja hann nóg, svo það er um að gera að hafa felgurnar eins létta og kostur er. 30 kíló er mikið að burðast með í hverri ferð ef maður getur verið laus við það.

    Kveðja Oddur Örvar Húsavík……..Þ-450





  • Author
    Replies
Viewing 7 replies - 1 through 7 (of 7 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.