Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Felgur!!
This topic contains 36 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 22 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
07.12.2001 at 20:49 #191218
AnonymousSælir félagar….
Heyrðu…ég er að fara að setja aðrar felgur undir jeppan minn og vantar smá upplýsingar…
hann er á 38″ mudder á 12″ felgum og er það ekki alveg að ganga upp og ætla ég að fara á breiðari felgur. Ég á eitt sett af 15,5″ breiðum felgum og er ég að spá í það hvort það sé ekki alveg alltí lagi að nota svoleiðis á 38″ ég meina dekkin eru 15,5″ breið…þá hlýtur að vera í lagi að vera á svona breiðum felgum eða hvað?
Vonast ég til að menn með einhverja reynslu af svona svari þessu…
Kveðja
Snake!! -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
08.12.2001 at 00:02 #457930
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er alltaf talað um að vera ca:1.5-2 tommur undið breidinni á dekkinu 15.5 tommu þá 14 tommu felgur ég var með 38" mudder á 12" felgum og það var ok undir 1400 kg jeppa veit ekki hvað skeður á þyngri bil
Kveðja Gunni R2536
08.12.2001 at 00:05 #457932
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll.
Vertu nú skynsamur og notaðu 12" felgurnar þínar áfram vegna þess að 14" eða kannski þaðan af breiðari felgur gera ekkert gott fyrir flot í dekkinu. Ef felgan er 12" verður spor dekksins lengra eftir því sem þú hleypir meira úr en ef á 14 " felgu. Dekkið breikkar aldrei sama hvað þú hleypir mikið úr eða ropar eða bara hvað sem er. Baninn er og verður bara 15.5" á breidd. Það stendur líka á togleðurshringnum þínum að: recomended rim size 10".
Ameríkaninn er búinn að krota þetta á dekkin sín í mörg ár en Íslendingarnir hafa talið sig vita betur. Auk þess er mun minni hætta á að grjót rífi dekk ef það lendir á munstrinu og felgunni en á hliðinni og og felgunni eins og er líklegra á 14" felgu.
Sennilega verða margir mér ósammála því menn hafa reynt að bulla um að þyngri bílar fljóti betur á 14" en 12"felgum. Líklegt …..þyngri bilar fljóta alltaf minna og verða bara alltaf þyngri, þurfa bara stærri dekk. Það er sama og ekkert flot í hliðinni á dekkinu.Annars er bara best að láta ekki svona kálfa eins og mig vera að rugla í þér…..þú bara prófar þetta sjálfur.
Good luck.
08.12.2001 at 11:23 #457934
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hérna fyrir autann erum við mun oftar í púðursnjó en
liðið fyrir sunnan og þessvegna VERÐUM við að vera
með breiðar felgur. Auðvitað er meiri hætta ef maður lendir á
grjóti en hér fara menn upp í 16" felgur á 38" radíaldekkjum.
Að vísu þarf sérþjálfaða dekkjagaldramenn til að setja þau
á felgurnar.
En ef einhver er að lesa það sem kaninn er að prenta utaná
dekkinn gef ég ekki mikið fyrir hann. Íslendingar hafa
hleypt meira úr, hækkað meira upp og notað stærri dekk
en nokkur ameríkani myndi voga sér…
08.12.2001 at 16:38 #457936
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir aftur…
Ég er eins og er á 12" felgum og er bíllinn hund leiðinlegur á þeim…þetta eru vel innvíðar felgur og er bíllin "alltof" mjór á þessu…15.5" felgurnar sem ég á breikka sporvíddina á bílnum meira en 20 cm….og ég t´rúi ekki öðru en að það muni auka flotið í bílnum að breikka hana. Fyrir utan það að á þessum 12" felgum sem ég er á þá er ekki hægt að leggja fullt á bílinn þar sem að þær rekast í gormastífurnar fyrir það að þær eru svo innvíðar.
Ég ætla að prófa þessar felgur sem ég er með það hlýtur að gera það að verkum að ég þurfi ekki að hleypa eins mikið úr þeim og ef ég væri á 12".
Jæja það er bara að sjá til…Ef ég verð ekki ánægðari með breiðari felgur þá sel ég bara jeppan þar sme að ég er engan veginn ánægður með 12" breiðar felgur.
Takk
Kv
Snake
10.12.2001 at 10:05 #457938
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll. Hárrétt, úr því þú átt felgurnar er alltaf tilraunarinnar virði að skella dekkjunum á, skreppa upp á heiði (þegar sjórinn kemur aftur), hleypa úr og sjá hvað þetta gerir. Hins vegar þýðir talan 15,5 á dekkinu ekki breidd banans heldur mestu breidd dekksins sem er þá á belgnum. Munar kannski ekki miklu en örugglega einhverju. Gæti verið meiri affelgunarhætta og sjálfsagt kúnst að koma því á svo vel sé, en sbr. hér að ofan þá gera þeir þetta fyrir austan!
Bronco verður örugglega nokkuð vígalegur á þessu.
Kv. – Skúli
10.12.2001 at 12:28 #457940
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Skúli!!
Baninn á dekkinu er ekki 15.5 tommur..það veit ég…Ég var með Dick Cepek á þessum felgum en prófaði aldrei að hleypa úr…þannig að ég hef bara reynslu af að keyra á þessum felgum á malbiki..
Mikið rétt Bronson verður ruddalegur á þessum felgum…Hann er eitthvað svo "barnalegur" á 12" breiðum felgum..Og ég er ekki að fíla flotið…innvíðar og leiðinelegar..bilið á milli innri hlið dekkana er ekki nema 120cm eins og er en verður í kringm 140 cm á breiðu felgunum…Þannig að sporvídd bílsins eykst til muna og ætti það að hjálpa honum að fljóta betur…og ekki veitir af þegar það er svona stutt á milli hjóla!
Sjáumst á fjögglum…kanski með einum eða fleiri kögglum…*hehe*
kv
Snake
11.12.2001 at 08:51 #457942Snake: prufaðu að setja 12"öðru megin og hin tarna hinumegin og sjáðu muninn í snjónum þegar þú hleypir úr.
Annars ættir þú að færa miðjuna á 12" bara innar(nær bakhliðinni á felgunni á felguna þá verður þú flottur.Menn eru búnir að prufa þetta fram og aftur og eina sem þeir fá útúr stærri felgum er stærra vandamál.(Koma því á felguna í bráluðu veðri.) kveðja með von um að við sunnan menn fáum einhvern sjó.
11.12.2001 at 12:49 #457944
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Snake
Ég er með 38" dekk á 16.5" breiðum felgum og erum við allavegana 2 hérna fyrir vestan á svo breiðum felgum og höfum hvorugir ná að affelga enþá þrátt fyrir margar tilraunir. þú verður bara að passa að setja góðann kant innan við dekkið. þessi breikkun munar helling í floti og í stöðuleika og því segji ég undir með breiðu felgurnar, ekki spurning.
Kveðja að vestan
Bæsi
11.12.2001 at 21:00 #457946Ég ætla nú ekki að fara að predika neitt en ég er búinn að vera að keira á stórum dekkum í mörg ár ( kanski altof mörg) Mín reinsla er sú að breiðari felga meira flot ég nota 14"felgu á 38" á sumrinn og 15,5"felgu á 38" á veturnar ég ferðast mjög mikið á vetrum og ég hef aldrei lent í því að affelga!
En kostirnir eru ekki allir fengnir með breiðara felgu bíllinn verður ekki eins góður í akstri á vegum en mér er sama um það á meðann enginn fer framm úr mér á fjöllum. Þetta virkar vel hjá mér og mínum vinum.
12.12.2001 at 13:14 #457948
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er búinn að ákveða mig…ég set jeppan á 15.5" breiðar felgur á morgunn…og það er pottþétt að bíllin mun fljóta betur þar sem að millibilið á mill dekka breikkar úr ca: 125 cm í 140 – 150 cm….Það gefur auga leið að það mun breyta öllu. Og þar sem að jeppinn hjá mér er stuttur þarf hann að fá flotið annars staðar frá…
Takk fyrir inlegginn drengir…
kv
Snake
14.12.2001 at 02:33 #457950Þú ert ekki að fá neitt meira flot með breyðari felgum. Þegar þú hleypir úr ertu að langmestu leyti að lengja snertiflöt dekksins en ekki að breykka hann. Einnig ertu að auka viðnámið mikið þegar þú þarft að fara að skera snjóinn.
Þegar þú keyrir í snjó á full pumpuðu drífurðu ekki neitt þótt að bíllinn sökkvi lítið hjá þér. Ástæðan er sú að það er svo lítill hluti munstursins á dekkinu sem snertir snjóinn að það ræður ekki við að koma þér áfram vegna þess að það er svo mikið viðnám í snjónum. Þegar þú svo hleypir úr sekkur bíllinn í sjálfu sér ekkert minna í snjóinn en þú ert kominn með svo mikið munstur á jörðina að það nær að koma bílnum áfram. Þú færð ekkert auka munstur á jörðina með breyðari felgum bara aukið viðnám sem hægir á þér. Þessir örfáu sentimetrar eða millimetrar sem þú færð aukalega á breiddina tapast algjörlega og rúmlega það í auknu viðnámi.Ég veit að margir eru ósammála mér og segjast hafa prófað hitt og þetta en þú ert aldrei í eins færi tvo daga í röð og bílstjórarnir eru misjafnir þannig að erfitt er að gera einhvern nákvæman samanburð. Menn hafa alltaf þá tilhneigingu líka að finnast það stærsta og mesta alltaf best (í þessu tilfelli það breiðasta) en það er því miður bara ekki raunin. Þetta er bara einföld lógig sem hver og einn ætti að sjá ef hann spáir aðeins í þessu. En þetta þíðir auðvitað ekki að 3 tonna bíll eigi að fara á 35" dekk vegna þess að þau eru mjórri, dekkjastærðin verður auðvitað að ráðast af þyngd bílsin en reynið alltaf að hafa felgurnar eins mjóar og þið getið. Ég mæli með 10-12" að framan og 12" að aftan fyrir 38" dekk.
Kveðja
Hvati
14.12.2001 at 11:09 #457952
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þú segir að lógík segji allt sem segja þarf….Ok…Lestu þá þetta aftur…Bíllinn er á INNVÍÐUM 12" breiðum felgum. Þær felgur sem fara undir hann eru EKKI innvíðar…Þær breikka millibilið á mill hjóla um ca: 20 sentimetra….Ef þú sérð ekki að það mun breyta miklu í floti þá ert þú ekki með rétta LÓGÍK…
Og svo annað…Bíllinn breikkar um einhverja 25-40 sentimetra sem hlýtur líka að segja þér að þessi stutti jeppi sem ég er með MUN fá meira flot…Það er hreinlega eðlisfræði……Og þetta með að hleypa úr…ég skal ekki rengja þig í sambandi við það..það er hlutur sem verður að koma í ljós….En eins og þú sagðir sjálfur þá er eiginlega ekkert að marka þessa hluti þar sem að bílstjórar eru misjafnir…Þar af leiðandi er þetta hlutur sem MIG langar til að prófa og þar sem að ég er EKKI sáttur við jeppan á þeim 12" felgum sem ég er á þá ætla ég að prófa þessar breiðu felgur þar sem að ég á þær til….Ekki öðlast ég reynslu á þessum hlutum án þess að prófa þá sjálfur…eða hvað?
Og svo aftur annað…Hefur þú verið á breiðara en 12" felgum???
Og að vera á 10" felgum á 38" dekkum…Það er bara bull….Það hlýtur þú að sjá sjálfur….
Kv
Snake
14.12.2001 at 12:00 #457954
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
logigin á bakvið flot á dekkjum er að þegar hleipt er úr þá lengist flöturinn sem kemur við jörðu .best er að hafa mjó og há dekk því að þá næst langur flötur sem fer að virka eins og belti ef flöturin breikkar þá eikst mótstaðan gífurlega.og það skiptir engu máli hvort felgur eru innvíðar eða útvíðar,í þínu tilfelli er bíllin sennilega betri í akstri á innvíðufelgunum heldur en á útvíðum vegna þess að hann fylgir mikklubettu í slóð og hliðarhalla.eða ertu ekki á frekar stuttum bíl.Kv, IBG. Ps hann fær allavega ekki meira flot þó að heildar breidd á bílnum aukist nema hann sé sestur á bottnin
14.12.2001 at 13:34 #457956
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ef þú sérð ekki að bíllin verður betri í hliðarhalla með breikkaða sporvídd…þá ráðlegg ég þér að fara aftur í skóla og læra þyngdarlögmálið.
Þetta er hlutur sem segir sig sjálfur að ef þú ert með breiðari bíl er hann mun betri en sambærilegur bíll með minni sporvídd.
Kv
Snake
14.12.2001 at 15:20 #457958
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Bíllin verður ekki betri eða rásfastari í hliðarhalla á breiðari felgum hann þolir eithvað meiri halla áður en hann veltur en hann hvorki flítur betur eða verðu rásfastari með meiri sporvíd allavega ekki bíll sem er ekki nema ca 250 cm á milli fr og aft hjóla það segir sig sjálft að bíll sem er orðin jafn langur á alla kanta er ekki mjög rásfastur
14.12.2001 at 15:59 #457960Snake skrifaði
"Bíllinn er á INNVÍÐUM 12" breiðum felgum. Þær felgur sem fara undir hann eru EKKI innvíðar…Þær breikka millibilið á mill hjóla um ca: 20 sentimetra"
og það sem þið skiljið ekki er það að hann er að fara af innvíðum felgum á útvíðar og þar með að færa hjólin utar undir bílnum sem stækkar flötinn sem bíllin flýtur á í snjó.
Hann er semsagt að fara af pinnahælunum í strigaskó
14.12.2001 at 15:59 #457962
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það var nú það sem ég var að tala um…Að jeppin verði betri í hliðarhalla þar sem að hann þolir meiri halla…
En svo er aftur annað…sem ég er þegar búinn að segja….Maður öðlast enga reynslu af hlutunum nema þá að prófa þá sjálfur…Reynsla annara er ekki alltaf sú sama og eigin reynsla verður.
Svoleiðis er þetta nú!!!
Kv
Snake
14.12.2001 at 16:23 #457964Sæll snake,
þarf nokkur dekk á svona breiðar felgur, bara sjóða ´"skóflur" á felgurnar, ekkert gúmmý ekkert vessen,,:)
hafðu það sem allra bezt
kv
Jon
14.12.2001 at 18:11 #457966
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Jón!
Það þarf náttúrulega smá gúmmí svo að maður þurfi nú ekki að sitja með eyrnahlífar á ferð *hehe*…..
En nú er Jeppinn kominn á BREIÐU felgurnar og er hann ruddalega flottur á þeim…..Og það sem kom skemtilega á óvart er að það er betra að keyra bílinn á þessum felgum!
En nú á bara eftir að prófa jeppann í snjó!
Það verður gaman!!
Kv
Snake
14.12.2001 at 20:50 #457968Sæll Snake!! Ég er á 15,5 tommu og líkar vel eins og framm hefur komið! Kuningi minn og ferðafélagi er á 15" undyr Bronco 2 ( Ford að sjálfsögðu he he) Hann var á 12" tommu fyrsta veturinn eftir að við breitum bílnum og gekk bara vel að okkur fanst eða þannig. Seinni veturinn þegar hann setti hinar felgurnar undyr þá breittist bíllinn úr því að vera breittur jeppi í það að vera fjalla bíll hann komst hraðar yfir, getur næstum haldið í við mig, og drifgeta og flot og ferðahraði er miklu meiri. En við erum náturulega bara skrítnir hér fyrir austann en þetta er okkar reinsla og þú skalt bara prófa og dæma sjálfur um þetta það er langbesta viðmiðuninn.
Gangi þér sem best!!
Kveðjur að austann Ford!!
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.