Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › felgubreidd 44″
This topic contains 24 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðmundur Magni Helgason 19 years ago.
-
CreatorTopic
-
20.09.2005 at 21:42 #196285
ég er með patról ’98 sem er á 38″ en ég ætla að setja hann 44″ DC dekk spurningin er hversu breiðar eiga felgurnar að vera með maglock?
ég væri mjög þakklátur fyrir álit með reynslu. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
20.09.2005 at 21:47 #527268
18"
Kv.
Benni
20.09.2005 at 21:53 #527270Vá er það ekki einum of?
20.09.2005 at 21:55 #527272nei nei, bara temmilegt.
20.09.2005 at 22:42 #527274Spurning skyt henni hér inn….
er með 16" br felgur sem 44" var á
Hvernig kemur 38" út á 16" breiðum felgum (og útvíðum)
er það ekki einum of mikið af hinu góða. ?bjarki
20.09.2005 at 23:16 #527276Ég ákvað að hafa mínar felgur 17 1/2" miðað við utanmál á láshring og utanmál á felgubrún að innanverðu.
Dekkin krumpast vel þegar á þarf að halda og virðast koma ágætlega út við mismunandi loftþrýsting í dekki.
kveðja
Elli
21.09.2005 at 07:54 #527278Sæll Bjarki.
Ef þú ert með 38 Mudder þá er 16" alveg kjörin en ef þú ert með Super swamper þá er það of mikið, þekki ekki hvernig þetta er með önnur dekk.
Held reyndar að það væri í lagi að setja Ground Hawk á þessar felgur líka þar sem belgurinn á þeim virðist vera svipaður og á Muddernum.
Ég hef notað 15 – 15,5" breiðar felgur á Mudder í 13 ár og vil ekki hafa þær mjórri.
Kv. Smári
21.09.2005 at 18:52 #527280takk Elli. en ég var að spá í að nota 16" breiðar .
haldið þið að það breiti miklu með flot ? og þarf þá ekki að vera meira pláss fyrir dekkin ef notuð eru breiðari felgur ?
21.09.2005 at 19:41 #527282Sæll Kalli
Ég hef keyrt með nokkrum sem eru með 16" breiðar felgur og 44" DC án vandamála. Það er klárt að 16" reynir minna á framhjólalegur sem þarf að passa vel upp á í Patrol. (Það er dálítið stutt á milli leganna).
Öll breikkun á felgunni er að utanverðu ef þú ert með "orginal" Nissan felgur þannið að það breytir litlu með úrklippingar hvort þú verður með 16" eða 18" breiðar felgur.
Éf ég man rétt þá var Óli Hall með 18" undir sínum Patrol en hann lét síðan mjókka þær í 16 1/2" og að ég held er hann mjög sáttur við þá breidd.
Bestu kveðjur
Elli
21.09.2005 at 19:54 #527284Austanmaður sem lét mjókka felgur !!!! Hann hlýtur að hafa dottið ílla á höfuðið þegar það var ákveðið.
Er núna á ca 17" breiðum felgum fyrir 44", en var áður á 15,5" breiðum. Það er hægt að hleipa ca 0.5 pundum meira úr áður en brot kemur í dekkið, en hef ekki orðið var við að drifgetan hafi breyst eitthvað. Helstu gallar eru aukið álag á legur og stýrisgang, og svo passa dekkin ekki eins vel undir kantana og ausa drullu og skít upp um allan bíl.
21.09.2005 at 20:08 #527286Sælir Var búin að skrifa langan pistil um felgubreidd undir Patrol en gat með engu móti fengið þessa blessuðu síðu til að taka við honum.
Var með 18 felgur fyrir 44 en bíllin var alltof breiður á þeim felgum. Nota núna felgur sem eru 16 3/4 , það sleppur. Finn dálítinn mun á drifgetu í þungu færi, enda eru dekkin farin að fara í brot við ca 3psi á móti 1,5 til 2,0 psi á breiðari felgunum.
Er með 38 Grand havg á 16 það er bara snilld.
Kv að austan.
Óli Hall.
ps. tölurna eiga að vera TOMMUR er síðan samþykkti ekki merkið.
21.09.2005 at 20:40 #527288mig langar að vita hvers vegna GH og Mudder henta betur fyrir breiðar felgur heldur en Super swamper?
kv Ási
21.09.2005 at 21:40 #527290Sæll Ási.
Það hefur eitthvað með belginn að gera því þó að öll dekkin séu skráð 15,5" á breidd þá virðist Super Swamperinn vera belgminni en Mudderinn.
Ef ekið er á eftir bíl á Super Swamper á 16" breiðum felgum sérðu felgukantinn báðum megin við dekkið og dekkin líta út eins og þau hafi verið teigð út á felgurnar en þetta lítur ekki svona út á Mudder, þar felur belgurinn felgukantinn.
Félagi minn prófaði þessi dekk undir Hilux og virkuðu þau illa vegna stífleika, en aftur á móti komu þessi sömu dekk ágætlega út undir Landcruiser en þá voru þau á 12" felgum.
Kv. Smári.
21.09.2005 at 22:34 #527292takk fyrir
kv Ási
22.09.2005 at 04:02 #527294Ef dekk eru svo stíf að þau virka illa undir léttum bílum, þá fylgir því að það fer meiri orka í að aflaga dekkin og koma bílnum áfram. Þetta á enn frekar við undir þungum bílum en léttum. Þessi orka breytist í hita í dekkinu. Helsta ástæðan fyrir því að dekk hvellspringa, er talin að þau ofhitna þegar ekið er greitt á þeim úrhleyptum. Það er því ekki tilviljun að dekk eins og Mudder, sem eru með þunnar og eftirgefanlegar hliðar, bæði virka betur í snjó og hvellspringa síður en dekk þar sem hliðarnar eru efnismeiri.
-Einar
22.09.2005 at 09:48 #527296Er núna á ca 17" breiðum felgum fyrir 44", en var áður á 15,5" breiðum. Það er hægt að hleipa ca 0.5 pundum meira úr áður en brot kemur í dekkið, en hef ekki orðið var við að drifgetan hafi breyst eitthvað. Helstu gallar eru aukið álag á legur og stýrisgang, og svo passa dekkin ekki eins vel undir kantana og ausa drullu og skít upp um allan bíl.
Hver þá tilgangurinn með breiðum felgum, þvo bílhræið oftar og skipta um legur þegar maður skiptir um nærbuxur, ég bara spyr. Held að þetta séu trúabrögð og mjög erfitt að sanna hvort er betra.
22.09.2005 at 10:34 #527298Ef það er bara hiti sem veldur því að dekk hvellspringi, af hverju hvellspringa þá ekki flest öll dekk sem eru í kringum miðbaug og á heitari svæðum. Þar hljóta dekkin að hitna svo mikið í sólinni að það sé vart hægt að koma við þau.
Ég held að það sé ekki hitinn sem skemmir dekkin, heldur núningurinn sem veldur hitanum sem skemmir (nema hvort tveggja sé….) Allavega ekki bara hitinn, það getur bara ekki verið…..
kv
Rúnar.
22.09.2005 at 11:08 #527300Þar sem aflið í Patrol er alveg hroðalegt, spólaði ég alveg endalaust inn í dekkjunum. Fór með mínar ágætu 15 1/2" felgur og lét setja Magglock á þær, til að ná að nýta allt aflið. Við þessar breytingar urðu felgurnar næstum 17" breiðar, og drulla og skítur mokast yfir allan bíl.
Góðar stundir
22.09.2005 at 11:40 #527302Í umfjöllum um [url=http://www.firestone-tire-recall.com/pages/overview.html:d7u4yvpf]Ford Explorer/Firestone[/url:d7u4yvpf] málin kom fram að dekkin sprungu oftast í hita, t.d. í Texas og Venezuela þar sem hitastigið fer oft upp undir 40 gráður. Einnig kom fram aksturshraði og loftþrýstingur hefðu áhrif.
Hitastigið sem máli stkiptir er inni í dekkinu, þar sem gúmí er frekar góður einangrari, þá getur hitastigið þar verið verulega hærra en á yfirborði hjólbarðanns.
Flestir muna væntanlega eftir [url=http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/motorsport/formula_one/4109292.stm:d7u4yvpf]Formúlu 1 kappakstrinum í USA,[/url:d7u4yvpf] þar sem Micelin dekkin þoldu ekki samspil aksturshraða og lofthita.
-Einar
22.09.2005 at 21:49 #527304segðu mér nú eitt Eik hver er munurinn á hliðum á mudder GH og super swamper .
kv Ási
23.09.2005 at 10:32 #527306
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
18" + mag-lock, það er hressandi !
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.