Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › felgubreidd
This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Kjartansson 21 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
06.11.2003 at 10:28 #193125
Ég var að velta fyrir mér hvaða breiðar felgur er of breiðar fyrir 36″ eg myndi segja að 13″ væri of breið en 12″ fín þar sem baninn á 36″ er yfirleitt 14,5″
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
06.11.2003 at 18:18 #479780
setja 14"-14 1/2 felgur undir ekki spurning
færð besta flotið þannig
kv HSB
06.11.2003 at 22:54 #479782Þið eruð að leika ykkur að sérlega eldfimu umræðuefni !!!!
10.11.2003 at 13:53 #479784ég mundi segja að 12-13 tomma væri málið svo að dekkin verði ekki of breið.Ef einhver hefur reynslu á þessu sviði endilega skrifa
10.11.2003 at 15:13 #479786En hvaða breidd á felgur hefur reynst best fyrir 38" á Hilux??? Er að spá í að breykka felgur hjá mér er með tölurnar 13"-13,5"-14" í huga.
Kv Snorri Freyr
10.11.2003 at 16:38 #479788Umræðu efnið er eldfimt það er satt, en þá er einmitt ennþá skemtilegra að velta því upp.
Ég var með gamlan 4runner á 33" í fyrravetur, fyrst var hann á 10" felgum, en svo skipti ég yfir á 12" og það kom heldur betur út (fannst mér)
Mér var eitt sinn tjáð að "góð þumalputtaregla væri að hafa felguna 1/2" mjórri en dekkið" þannig að ef dekkið er 38" Mudder sem er 15,5" þá (samkvæmt því) ætti felgan að ver 15"Ég tók einmitt eftir því í fyrravetur að þegar 33" (sem var 12,5" á breidd) var á 12" felgunni þá lagðist það betur þegar keyrt var úrhleypt, það kom ekki brot í dekkið við felguna eins og vill stundum gerast þegar keyrt er með mjög lítið loft í dekkjunum.
bíð spentur eftir fleiri commentum
Kv
Austmann
11.11.2003 at 00:23 #479790ég er á hilux og mér var sagt að vera bara´með 13´´ á 38 dekkjunum til þess að hlífa legunum í klafadraslinu. Svo er ég bara með 10´´ á 36´´ en við það minnkar dekkið og mjókkar og það er sko engin lygi, eg prófaði að stilla minum 36 lítið slitnum hliðina á sléttum 36 á 12 tommu felgum og þau voru stærri.
11.11.2003 at 03:05 #479792Sælir
Ég var að skipta yfir í 12" breiðar undir Súkkunni minni (Suzuki Sidekick) fyrir nokkrum dögum síðan. Ég er á 33" dekkjum og hafði nú verið varaður við þessu af hinum ýmsu aðilum. Mér var sagt að bíllinn yrði talsvert leiðinlegri (svagari) í daglegum akstri, en að vísu fengi hann meira flot í snjó og að það væri erfiðara að affelga, við lítinn sem engan þrýsting…
Niðurstaðan er allavega sú að bíllinn er ekkert öðruvísi í venjulegum akstri, hef ekið rúmlega 1000 km síðan ég skipti.
Svo ef að hann er þar að auki betri í snjó þá er bara ekkert slæmt um þetta að segja.Þannig að 12" eða 13" breiðar felgur fyrir 36" dekk er bara ekki nóg, af fenginni reynslu á mínum bíl þá færi ég hiklaust í 14" felgur.
Kveðja
Izeman
11.11.2003 at 10:19 #479794Samkvæmt minni reyslu, sem er kannski ekki mikil en einhver þó, þá eru legur ekki veiki pukturinn í hilux klafabíl. Einhvern veginn minnir mig að nástútarnir séu nánast eins hvort sem um klafa eða heila hásingu er að ræða, aðeins ,,offsetið" á nafinu er mismunandi.
Ég er sjálfur á XtraCab með klafa og gúmmífóðringar+stýrisgangur hefur verið mun meira í höndunum á manni heldur en legur.
Eina framhásingin sem ég veit til að hefur verið sérlega leiðinleg varðandi legur er DANA 44 framhásing í Scout, en þar er óeðlilega stutt á milli leganna. Þetta var oftast lagað með kynblöndum við Bronco framhásingu minnir mig…..
..og felgubreidd…jamm frekar viðkvæmt….en 12-13" fyrir 36" er nú frekar knappt…..eitthvað sem kaninn myndi kannski gera….við erum vonandi vaxnir upp úr svoleiðis barnaskap….er það ekki?kveðja
Grímur R-3167
11.11.2003 at 10:34 #479796Ég nota 10" breiðar felgur með 36×15.4 mudder dekkjum. Upphaflega planið var að láta breikka felgurnar í 12-13" en ég prófaði að setja dekkin á felgurnar áður, m.s. til að athuga hvort það væri eitthvað "hopp" í dekkjunum. Ég hef notað dekkin á þessum felgum og það er ekki á dagskrá að breikka felgurnar á næstunni.
[list:27rztxr7]Meðal kosta sem ég sé við 10" felgurnar:
[*:27rztxr7]Þetta er sú breidd sem framleiðandi dekkjanna mælir með.[/*:m:27rztxr7]
[*:27rztxr7]Miðja dekks er innar sem dregur úr álagi á legur og stýrisgang og dregur úr hættu á að hásíngar bogni.[/*:m:27rztxr7]
[*:27rztxr7]Minni hætta er á að það komi sprungur í dekkið við felgukantinn. [/*:m:27rztxr7]
[*:27rztxr7]Auðveldara er að koma dekkinu á felguna.[/*:m:27rztxr7][/list:u:27rztxr7]
Breiðari felgur hafa einn kost, það er hægt að fara aðeins neðar í þrýstingi , t.d. 1,8 pund í stað 2. Þetta getur gefið meira flot þegar á þarf að halda, en mín niðurstaða hefur verið að kostirnir vegi þyngra.-Einar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.