Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Felgubreidd.
This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón Ebbi Halldórsson 21 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
16.06.2003 at 22:27 #192654
Nú vantar mig ráð hjá spekingum síðunnar. Þannig er að ég er nýlega búinn að festa kaup á jeppa sem er 2.2 tonn í breytingarskoðun. Þar sem snjór var víða af skornum skammti með vorinu hef ég ekki reynt hann við allar aðstæður enn, en mín tilfinning er að hann mætti fljóta betur. Hann er á 38? og samkvæmt mælingu á dekkjaverkstæði eru felgurnar 13og1/2? á breidd. Nú er bíllinn kominn á sumardekk og fyrir liggur að smíða nýjar felgur fyrir vetrardekkin. Spurningin er á ég að hafa þær breiðari og þá hvað mikið. Hvað græði ég og hverju tapa ég ? Erfitt að segja eða hvað ?
Kveðja Jón Ebbi.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
16.06.2003 at 22:38 #474272
Þetta er góð breidd á felgum og ég persónulega er mest fyrir þessa breidd (13,1/2") eftir að hafa prufað margar felgur. Þessi þráður fer fyrst að verða skemmtilegur þegar félagar okkar af austurlandi fara að tjá sig um felgubreidd, en þeir eru mjög mikið fyrir breiðar felgur og eru trúir sínum skoðunum…
Hlynur
16.06.2003 at 22:47 #474274ég er alveg sammála með felgubreiddina, 13,5" er mjög góð felgubreidd, sjálfur var ég að festa kaup á 14" felgum undir Patrolinn hjá mér, var með hann á 12" felgum og virkaði mjög vel á þeim en býst við betri virkni á nýju felgunum. En ég verð að segja að ég mundi sjálfur ekki vilja fara lengra en 14" undir bílinn hjá mér, hættan á affelgun er mun meiri og ég tel að það mundu koma fleiri gallar en kostir við að hafa breiðari felgur en 14" á 38" dekkjum. Er þetta ekki bara spurning um að kaupa Ground Hawg og hleypa betur úr????
Kveðja Axel Sig…
17.06.2003 at 01:08 #474276láttu breiddina á felgunum vera 15,5"sem er breiddin á dekkinu,þannig færðu mesta flotið útúr dekkunum að mínu mati
17.06.2003 at 01:30 #474278Sæll Ebbi.
Mín reynsla er sú, að þessi "14 saga sem ég féll sjálfur fyrir í denn, sé bara kjaftasaga… Ég samþykki hiklaust að bíllinn verður "vörpulegri" á breiðari felgum, en ég sé ekki marktækan mun á drifgetu á 12,5 eða 14" felgum almennt (auðvitað geta aðstæður verið mismunandi). Flestir sem hafa skoðað þetta öfgalaust, hafa áttað sig á þeirri staðreynd að því meira sem þú tosar dekkinu út á breiddina, þá minnkar þú flatninginn á lengdina. Það gæti skýrt minni ávinning með breiðari felgum. Allt snýst þetta að lokum um að hámarka snertiflöt hjólsins við undirlagið (snjóinn).
Ég sá einu sinni félaga minn setja "44 hjól á "20 breiðar felgur og hann dreif ekki rassgat fyrr en hann mjókkaði þær.
Ferðakveðja,
BÞV
17.06.2003 at 01:47 #474280Sem viðmið: ( ef á að nota bílinn , annarstaðar en á malbiki)
33?dekk sumar 10? felga vetur 12? felga
35? ———— 12? ———— 13? ——
36? ————- 13?———– 14? —-
38?———– 14? ———— 16?——
44? ———— 16?———- 18?—-
þetta er best en svo verður hver að hafa sína sérvisku í friði og sætta sig við að komast minna en aðrir í þungu leiði.
Kveðja að austan.
Óli Hall.
17.06.2003 at 02:09 #474282Hvar er ormurinn langi, hann hefur skoðanir á þessu máli framar öllum öðrum og ef þú ert ekki sammála honum þá sendir hann þig bara í skóla aftur að læra dekkjafræði.
P.s.
BÞV hvar skrái ég mig í klúbbinn ykkar?
17.06.2003 at 10:27 #474284Sælir.
Mér kemur ekki á óvart að austanmenn mæli a.m.k. með "13 breiðum felgum fyrir "35 hjól. Þegar ég las þetta hins vegar, þá rifjaðist upp fyrir mér að svoleiðis felgubúnaður eyðilagði hliðarnar í "35 gangi sem ég átti einu sinni. Þær rifnuðu eftir nokkra notkun, eitthvað sem ég þekki ekki til á "35 dekkjum á mjórri felgum.
Ormurinn já, reyndar var það líka burðarþolsfræði, stöðugleikafræði og eitthvað meira skemmtilegt sem hann var að reyna að berja inn í hausinn á okkur… Ég les stundum þann þráð þegar mér leiðist
"Klúbbinn ykkar" Stebbi. Ef þú ert að tala um Ferðaklúbbinn 4×4, þá held ég að það eigi að vera hægt í gegnum síðuna. Ef þú ert að tala um PAJERO klúbbinn, þá er það formaðurinn, palli@flytjandi.is! Ég sé nefnilega að þú ert kominn á einn slíkan… Til hamingju með það!
Ferðakveðja,
BÞV
17.06.2003 at 10:30 #474286Sælir félagar.
Taflan hans Óla Hall. sýnir sömu niðurstöðu og við hérna á Hvolsvelli höfum komist að fyrir utan þetta með 44", það er sama hvaða felgum hún er á hún bara virkar ekki rassgat(svo ég noti orð Ragnars Reykás hér fyrir ofan), að minnsta kosti ekki í okkar landslagi sem er frekar ójafnt.
Svo er það þjóðsagan um affelgun sem ég skil ekki því við erum allir á 15-15,5" breiðum felgum og affelgun er óþekkt vandamál í okkar ferðahópi.
Kv. Smári.
17.06.2003 at 12:54 #474288Ég hef ekið á 12,13 og 14 felgum. Persónlulega hef ég ekki fundið neinn marktækan mun. Flotið minkar samt ekki við breiðari felgur. Álag á legur og stýri eykst hinsvegar eitthvað. Dekkjagerðin hefur miklu meira að segja en nokkruntíman felgurnar. Þar hef ég oft fundið verulega mikinn marktækan mun.
Er í dag á 14 felgum og Ground Hawk dekkjum og fíla þessa samsetningu í tætlur, þó svo að miðjan á dekkjunum nái ekki niður á malbikinu.
Einn kostur við breiðari felgur er að bílinn er pínulítið rásfastari á úrhleyptu en ef á mjórri felgum (dekkin böglast minna undir feglunni). Galli er hinsvegar að ef maður er brölta á mjög grýttum slóða þá er felgubrúnin í meir hættu á að beyglast á breiðari felgum.En ekki get ég séð hvernig breiðari felga á að stytta fótsporið þegar hleypt er úr. Er það ekki það sama og að segja að ummál dekksins styttist við breiðari felgu?
Rúnar.
17.06.2003 at 13:13 #474290Ég nota 36" dekk á 10" innvíðum felgum. Upphaflega var ætlunin að láta breikka felgurnar í 12-13", en eftir að hafa notað dekkin í tvo vetur er ég hættur við að nota breiðari felgur fyrir þessi dekk. Það sem réði úrslitum er að dekkin aflagast mun minna við kantinn á mjórri felgu, þegar mikið er hleypt úr. Mín reynsla að er að hliðarnar við kantinn er það sem fyrst gefur sig á dekkjum ef mikið er keyrt á þeim úrhleyptum. Ég er búinn að nota þessi dekk í tvo vetur á 10" breiðum felgum, enn sjást engin merki um að dekkin séu að springa við kantinn. Breiðari felgur myndu gefa lítið eitt meira flot, svipað og að létta bílinn um 200 kg, sem getur vissulega komið sér vel við vissar aðstæður.
Þar sem ég er á léttum bíl þá met ég meira kosti þess að vera laus við áhyggjur af því að ofbjóða hásingum, legum, stýrisgangi og dekkjum og að hafa bíl sem er með svipaða aksturseiginleika og óbreyttur bíll.
Þessi mynd gefur hugmynd um það hvernig dekkin hreyfast við kantinn:
[img:3u6wresl]http://www.klaki.net/~eik/gutti/vatnaj_03b/t/2003_0530_220523.jpg[/img:3u6wresl][url=http://www.klaki.net/~eik/gutti/vj03b.html:3u6wresl]Hér eru fleiri myndir[/url:3u6wresl]
17.06.2003 at 15:25 #474292BÞV.
Nú að sjálfsögðu er ég að tala um PAJERO klúbbinn ykkar.
18.06.2003 at 02:06 #474294
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er sáttur við þær felgur sem ég er með núna….og hana nú!
Kv
Snake
18.06.2003 at 02:31 #474296Gaman að sjá að þú ert lifandi…………………"vinur".
18.06.2003 at 10:07 #474298
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta er pottþétt leið til að fá fjör í vefspjallið, kasta fram spurningu um felgubreidd!!!
Það er nokkuð klárt mál að breiðari og sérstaklega útvíðar felgur auka álag á legur, stýrisgang o.fl. Auk þess vil ég meina að kubbarnir slitni meira á breiðari felgu vs. miðjan, allavega nema maður sé með þeim mun meira loft í dekkjunum. Þegar hliðarnar eru teygðar út þrýsta þær kubbunum meira niður. Ég hef verið á 14" og með ca. 20 pund og það er vel sjánlegur munur hvað kubbarnir slitnuðu hraðar. Hefði sjálfsagt verið hægt að komast hjá því með því að hafa meira loft í þeim, en bíllinn er bara svo mjúkur og þæginlegur á 20 pundum.
Ég tek líka undir með Rúnari að ég fæ ekki séð að lengd snertiflatarins styttist við breiðari felgu, þ.e. ef miðar er við að hleypt sé úr þangað til felgan er x cm frá jörðu Þá hlýtur lengd sporsins að vera sú sama hver sem felgubreiddin er (jörðin er þá lína sem sker hringin á tilteknum stað). Það er því líklegt að flotið verði eitthvað meira með breiðari felgu. En svo er spurningin hvernig dekkið leggst og hversu jafnt það "stígur í". Þetta sást vel á prófunum hjá Frey á AT405 dekkinu og fleiri dekkjum þegar hann fór með bílinn í göngugreiningu. Þar sást greinilega hvernig dekkin krumpast upp í miðjunni þegar mikið hefur verið hleypt úr. Einhvern vegin finnst mér líklegt að það fari fyrr að lyfta sér þar á breiðari felgu, en væri fróðlegt að sjá það í greiningatækinu.
Kv – Skúli H.
18.06.2003 at 20:56 #474300Ég þakka góða svörun og ótal góðar ábendingar.
Niðurstaðan er álíka afgerandi og vænta mátti, þó kom fram þetta með aukið álag á flesta slitfleti sem tengjast hjólunum, við aukna felgubreidd út á við.
Það mundi flokkast sem fórnarkostnaður ef annar ávinningur lægi fyrir, sem ekki er víst að sé. Einnig hljóta dekkin að vera viðkvæmari fyrir affelgun hvað sem hver segir þó að aksturslagið skipti eflaust mestu í því.
Hinsvegar verð ég að viðurkenna að ég er dálitið veikur fyrir kenningum þeirra austanmanna nær og fjær.
Kvað um það ætli ég melti ekki misjafnar skoðanir til haustsins.Bestu kveðjur.
Jón Ebbi.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.