Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Felguboltar í Patrol
This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Björn Þorri Viktorsson 23 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
10.01.2002 at 17:39 #191256
AnonymousÉg er með Patrol 2001 sem ég ætla að fara láta breyta fyrir 44″ og ég er með Weld Racing felgur sem ég ætla reyndar að nota á 38″.
Málið er að það „passa“ bara orginal Patrol felgur undir. Svo ég veit að menn eru að renna náinn svo allar aðrar felgur passi undir.
Síðan hef ég verið að heyra það að felguboltarnir undir Patrolnum hafi verið að brotna.
Getur þetta verið að því að allur þunginn á bílnum liggi á boltunum, vegna þess að stýringin á náunum sé farin eða er þetta bara að því að boltarnir séu ekki nógu sterkir.
Endilega látið mig vita ef þið hafið eitthvað um þetta segja.Steini
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
10.01.2002 at 18:34 #458336
.
10.01.2002 at 19:51 #458338Sælir
Það er eina vitið að láta renna af nöfunum þegar jeppinn fer í breytingu og það skiptir ekki máli hvort brúnin sé rennd niður því felguboltarnir halda þessu öllu saman og aðal atriðið er að herslan sé nægjanleg og jöfn og tekið sé á af og til. Ef þú ættlar bara að vera á 38" þarftu ekki endilega að stækka boltanna en það er ekki verra að vera með sverari bolta svo menn þurfi ekki að bæla neitt í þessu. Ég er að keyra bæði á 38" og 44" en hef ekki enn farið í að skipta út boltum en maður er alltaf með auga á þessu en ég er reyndar bara á orginal stálfelgum. (sem ég tel mun betri en aðrar felgur) Hinnsvegar hefur mér sýnst að í flestum tilvika þegar menn eru að brjóta bolta hafa þeir ekki verið hertir nægjanlega og brotnað þessvegna.
Svo er bara að vona að það fari að snjóa……
Hlynur
10.01.2002 at 21:17 #458340
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hvar fást almennilegir felguboltar og rær á skikkanlegu verði?. Ég ætlaði að skipta um rærnar um daginn og fannst nóg um þegar stykkið af þeim kostaði tæpar 300kr.
kv Svenni
11.01.2002 at 11:48 #458342
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er nýbúinn að vera í svipuðum málum. Sleit felgubolta á 38" dekkjum (reyndar Parnelli-Jones sem eru víst mun þyngri dekk en önnur). Ég kenni því nú að hluta til á kæruleysi af minni hálfu, þ.e. að vera ekki nógu duglegur að fylgjast með herslu o.fl. En ef þú horfir á orginal Patrol bolta við hliðina á Land Cruiser boltum þá er Patról dótið hlægilegt í samanburði. Mér var líka tjáð af Fjallasporti að það væri búið að mæla báðar þessar tegundir bolta og að Toyota boltarnir væru um helmingi sterkari.
Það kom síðan í ljós að það þurfti ekkert að öxuldraga bílinn til að bora fyrir nýju boltunum. Málið er bara að finna rétta stærð af bor og láta svo vaða. Óli vinur minn gerði þetta á "no time". Boltarnir sitja mjög vel á eftir. Ég get komist að því hvaða stærð af bor við notuðum í þetta ef það hjálpar.
Það er reyndar eitt að varast við þessa leið, en það fer aðeins eftir felgunum sem þú notar. Ég veit um strák sem lenti í vandræðum af því að hálsinn á boltanum (vona að það skiljist hvað ég meina) sem er þykkari en sá hluti sem er með skrúfganginum er lengri hjá Toyota en í Patról boltunum og þurfti hann að leysa málið með "spacer-um". Sá var með stálfelgur en ég er með þykkari álfelgur hjá mér og þar var þetta ekki vandamál. Ég á reyndar Weld felgur líka sem ég ætlaði fyrir 44" síðar meir og var einmitt að spá í hvort ég mundi lenda í vandræðum með þær felgur.
Varðandi þessar Weld felgur þá hafa þær farið undir Patról, en til þess að það gengi þurfti einmitt að renna aðeins af nöfunum. Mér skildist að það hafði verið einfalt mál – leyst heima með slípirokk.
Ég áður en þú byrjar mundi kanna það hvað er til af boltum hjá Toyota. Ég keypti nánast um heila sendingu (þurfti að bíða í nokkra daga) þegar ég fór í þetta og kláraði rærnar.
Svo er víst hægt að nota ameríska bolta frá Bílanaust líka en ég lagði ekki í það.
Kveðjur – Ragnar
11.01.2002 at 12:32 #458344Eftir að hafa horft á 44" dekk á 90km hraða í 50 metra hæð yfir jörðu, þá tel ég verulega skynsamlegt að skipta út litlum og sætum felguboltum fyrir stóra og groddalega felgubolta.
Álfelgur vs Stálfelgur. Á stálfelgum kemur felgan við nafið á örfáum punktum, eða á mjóum hring fyrir utan felguboltahringinn. Þegar felgan er hert að, spennist miðjan örlítið að nafinu, og virkar eins og spenniskífa fyrir felguboltana.
Álfelgur eru með flat sæti, og hafa ekki þessa spennu. Með álfelgum er því hættara að felgurærnar losni. Losni felgurærnar þá brotna boltarnir. Sama gildir um stálfelgur þar sem búið er að fræsa úr felgubotninum til að gera felguna réttari, þ.e.a.s. þær geta misst þennan spennueffect og þá eiga rærnar til að losna. Ég er búinn að missa tvær Land-Cruiser felgur (sem ég tel sterkustu og bestu fáanlegu stálfelgur!) út af svona fræsingu
Svo er það hin hliðin. Ef felgurær eru ofhertar geta felguboltarnir tognað of mikið og misst styrk. Þá eiga þeir einnig til með að brotna..!
Lausnin er því að setja bara það stóra bolta í svo að þú getir svínhert þá án þess að hafa nokkrar áhyggjur. Svínvirkar

Ég spáði svolítið í þetta með nöfin, en hætti því er mér var bent á að orginal felgurnar sitja ekkert á þeim. Veit svo sem ekki hvort það er satt eður ei.
Kveðja
R2018 (orðinn þunglyndur af snjóleysi).
11.01.2002 at 12:42 #458346Eldri gerðir af Toyotum nota felgubolta af sömu stærð og Patrolinn notar, og á 44" dekkjum hafa Toyoturnar einnig verið að brjóta boltana. Nýjustu Land-Cruiserarnir eru aftur á móti með verulega stærri og sverari bolta (en nota bara 5 í staðin fyrir 6).
Þá held ég að Rover noti sverari bolta, og væntanlega þá nokkuð sterka einnig.Það eru til amerískir boltar (9/16 að stærð held ég) í ýmsum gerðum, sem er mjög algeint að séu notaðir til skiptana. Eru reyndar hundleiðinlegir, erfitt að fá rærnar til að skrúfast rétt upp á boltana.
R2018 (jafn þunglyndur og áður..)
11.01.2002 at 19:21 #458348Roverinn er algert smjör eg færi í ameriku bolta undan econoline eða einhverju álíka.
Með von um að þetta hjálpi og það fari að snjóa.Með jeppakveðju Ari
11.01.2002 at 21:44 #458350Sælir Steini og Ari.
Endilega ekki blanda saman ammmmerísku dóti í þetta japanska sem hægt er að nota. Hvernig heldurðu að þér gangi að selja Datsunin ef þú nefnir að það sér snefill af FORD í honum??? Það hrökklast auðvitað allir frá, enda almennt ekki jákvætt ef menn gera þær kröfur að komast klakklaust á leiðarenda…
Þessir FORDdómar mínir eru ekki brot á stjórnarskrá;-)
Hafið það gott um helgina!!
BÞV
11.01.2002 at 23:09 #458352Sælir
Maður veit nú ekki hvort er verra að nota þetta ammmmmeríska eða Toyotu dót til að bæta þessa frábæru bíla sem Datsun er með sínum örfáum göllum. Enda þráasat ég við og er kominn í 50 þús á fyrstu boltum og hryllir við að þurfa að setja eitthvað annað en orginal í Datsuninn hjá mér…..
Ég fer að leita mér að annari eyja þar sem snjóar…
R2208
12.01.2002 at 11:30 #458354Sæll Hlynur og gleðilegt ár.
Ég verð að viðurkenna að ég er orðinn langþreyttur á snjóleysinu líka. Ef þú ferð úr landi, skal ég koma með og hjálpa þér að leita!
Annars hef ég lengi spáð því að allt verði komið á kaf í snjó um 25. janúar. Vonum bara að það rætist…
Með ferðakveðju,
BÞV
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
