Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › felguboltar
This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
05.01.2004 at 08:45 #193390
AnonymousSælir mig langaði að spurja hvort maður þurfi að rífa öxla úr toytou d cap að framan til að skifta um felgubolta eða nær maður að skifta um þá án þess að taka öxlana úr??
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
05.01.2004 at 16:03 #483350
Öxlarnir mega bara vera á sínum stað…þú tekur bara driflokurnar og bremsudælurnar(losar helst ekki slöngurnar) af, skrúfar rærnar af nástútnun og þá á draslið að koma framaf. Ég man hins vegar ekki hvort diskarnir eru festir við nafið með felguboltunum eða sér boltum, en það sérðu auðvitað strax og þetta er komið út á gólf.
Ég mæli eindregið með því að hafa slatta af tuskum og einnota hönskum við þetta bras (ekki tvist), bæði til að hlífa lúkunum fyrir feitinni (pjatt kannski segja sumir) og ekki síður til þess að maður sé ekki að bera sand og drullu í legurnar.
Alveg ótrúleg bylting, verð ég að segja, þegar ég fattaði að nota svona hanska, kassinn fæst á ca 500 kall í Rekstrarvörum (glærir ópúðraðir vilyl-hanskar, ekki nota latex, þeir detta strax í sundur í feiti og olíu), þvílíkur vinnusparnaður að þurfa ekki að skafa endalausa drullu af sér og ná jafnvel að svara í símann áður en hann hringir út….nóg um það.
En svona fyrir forvitni sakir, af hverju þarftu að skipta um felgubolta? Losnaði uppá eða var hert of mikið?
Svo er annað tengt þessu sem ég hef lengi velt fyrir mér, það er með smurningu á felguboltum. Af hverju stendur alls staðar að það MEGI EKKI smyrja felgubolta? Þetta hljómar svo voðalega órökrétt þar sem ósmurðir boltar rífa oft gengjur og herðast falskt….kann einhver skýringu á þessu eða er þetta kannski til að feiti/olía berist ekki í bremsur?
kveja
Grímur R-3167
05.01.2004 at 19:29 #483352
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er nú nebblilega þannig að þetta er einhver tíska hjá togaíogíta mönnum að smyrja ekki felgubolta, þetta er bara til þess að eiðileggja þá, gengjurnar rifna og eiðileggjast og ef maður er nú svo flottur að nota átaksmæli til að herða að felguboltum verður að smyrja boltana, svo þeir nái að herðast rétt, semsagt ósmurðir boltar herðast ekki jafn mikið og smurðir.
Ég held að menn séu almennt ekki að smyrja þessa bolta og halda að það sé minni hætta á að þeir losni en það er ekki svo, endilega smyrja þessa bolta!
06.01.2004 at 01:56 #483354Ég hef oft heyrt hjá mönnum meira segja reyndum fjallamönnum að ekki megi smyrja felgubolta því að þá geti þeir losnað. En það er bara bull. Það hefur til dæmis aldrei losnað dekk af hjá mér þó að ég sé óspar á feitina og ekki heldur hjá pabba en hann hefur líka alltaf smurt sína bolta. Og það er alveg rétt að ef maður smyr ekki boltana þá geta gengjurnar skemmst og rifnað
06.01.2004 at 01:57 #483356og já ég er togaogýtamaður
06.01.2004 at 07:23 #483358Dekkjasérfræðingurinn sem ég tek mark á (hann er bara einn) setur alltaf aluslip á felgubolta. Hann fullyrðir að rétt hertur felgubolti losni ekki af sjálfsdáðum en þetta tryggi að það sé alltaf hægt að losa boltana, því þeir geti annars bitið sig ansi mikið fasta og orðið erfitt að losa þá úti á þjóðvegi með venjulegum felgulykli, því maður er nú ekki alltaf staddur rétt hjá dekkjaverkstæði þegar dekk verður loftlaust hjá manni. Hinsvegar er hann með fyrirvara gagnvart því að nota venjulega feiti á boltana, því í hana vilji setjast óhreinindi. Aluslip (og copaslip) fylgi minni hætta í því efni. Best sé að nota grafít. Ég held þetta komi bifreiðategundum ekkert við, ég er búinn að eiga Willys, Scout, LandRover, UAZ Rússa, Lada Niva, Bronco, Toyota og Mitsubishi (gleymi vafalaust einhverjum) og ég held það sé enginn merkjanlegur munur hvað þetta snertir. Konan mín hefur ekið á hinum ýmsu afbrigðum Volkswagen frá 1966 og þar er þetta jafnvel enn brýnna, þar sem boltinn skrúfast inn í bremsuskálina/flangsinn.
kv.
06.01.2004 at 07:52 #483360
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ja hérna það tók smá tíma að fá svör hehehe sem ég þakka fyrir, en ég er búinn að skifta um þá báðum meginn. Felguboltarnir kubbuðust bara í sundur öðrumeginn dekkið hékk bara á einum bolta. Og ástæðan að þeir brotnuðu er vitlaus hjólastilling hann var of útskeifur og var keyrður aðeins of lengi svoleiðis. En ég þakka samt svörin, betra er seint en aldrei hehe. P.s það er spáð skemmtilegu veðri annaðkvöld svipað og var um daginn skafrenningur og skemmtilegheit.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.