Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Felgu vandræði
This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Hallgrímur Sigurðsson 17 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
12.02.2007 at 20:37 #199664
Sælir félagar,hvernig er best fyrir mig að bregðast við því að dekkin hjá mér spóli á felgonum hjá mér? það má ekkert hleypa úr né taka á því þá verður bíllinn ókeyrandi eftir að á malbikiðð er komið. Kv.Ingvar
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
12.02.2007 at 21:16 #580160
Nokkur ráð sem hafa gefst vel á 38" dekkin:
1. Soðinn kantur á felguna
2. Fimm umferðir af ætigrunn málaðar á innanverðan kanntinn á felgunni. Með þessu fæst gott sæti fyrir dekkið.
3. Líma síðann dekkið á felguna. Límið nær að éta sig fast við grunninn.
Ég veit um menn sem hafa gengið frá þessu svona á 38" bílum og þeir hafa aldrei verið að affelga né að spóla inni í dekkinu.
Ef þetta virkar ekki hjá þér þá er bara að fara út í eitthvað eins og beatlock.
12.02.2007 at 21:16 #580162Best er að láta valsa felgurnar hjá þér út í rétta stærð fyrir dekkið. Vandamálið er að felgurnar eru aðeins of litlar fyrir dekkin. Með völsun fæst rétt stærð á felgunum og þú munt eiga mjög erfitt með að affelga eftir á.
[img:33mi6zq7]http://www.mmedia.is/gjjarn/images/vals102.jpg[/img:33mi6zq7]
Eins og þú sérð er búið að valsa þessa felgu öðru meginn og kanturinn því mun hærri og betri.
Þetta færðu gert hjá G.J. Járnsmíði hjá honum Guðmundi. s: 564 2195
[url=http://www.mmedia.is/gjjarn/Vals.html:33mi6zq7][b:33mi6zq7]hér geturðu lesið þér til um hvernig völsunin er gerð hjá G.J. Járnsmíði.[/b:33mi6zq7][/url:33mi6zq7]Önnur leið er að fara í bedlock, en sú leið er mun mun dýrari og vandræði með skoðun.
kv
Gunnar Ingi
12.02.2007 at 21:19 #580164Gunnar, þú nefnir vandræði með skoðun í sambandi við Beadlock? Þetta er eitthvað sem ég hef aldrei heyrt áður… hefurðu heyrt af því að menn komist ekki í gegn með kantklemmur á felgunum?
kv. Kiddi
12.02.2007 at 21:23 #580166Já mig minnir að ég hafi hitt einhvern sem var með svona beadlock og þeir í skoðuninni voru ekki alveg par sáttir. Reyndar held ég að það hafi verið einhver smíði á þeim, þ.e.a.s ekki original á felgunni.. (eitthvað með D.o.t. merkingar eða álíka)
En þetta gæti nú bara verið eitthvað bull í mér og kannski bara einstakt atvik. Þeir eru nú misjafnir eins og þeir eru margir þessir annars ágætu skoðunarmenn okkar.
kv
GUnnar
12.02.2007 at 23:41 #580168Ég er bara með 35"dekk hjá mér DC FC II en á 12"felgum, ég var búinn að heyra það nefnt einhversstaðar með svona völsun,mér finnst nefninlega ekki nauðsinlegt að fara í það róttækar aðgerðir á ekki stærri dekkjum að nota beatlock.Málið er að bæði felgurnar og dekkin er nýtt síðan í desember,og hefur bara ekki verið til friðs síðan það fór undir. Kv.Ingvar
13.02.2007 at 08:46 #580170Þetta er orðið mjög þekkt vandamál nú til dags hjá allmörgum fyrirtækjum, m.a. Michey Tohmpson og Nitto að dekkin standa ekki mál lengur, eða þau eru orðin of víð fyrir standard felgur í dag. Mudderinn og GH eru með mun minni hring og passa því betur. AT dekkið glímdi við þetta á byrjunarstigunum en þau eru núna mjög þröng á felgur og góð í þeim efnum.
Ekki veit ég neina ástæðu afhverju þeir smíða dekkin svona illa, nema þá að þau fara auðveldara upp á felgurnar við minni þrýsting. Sem segir sér sjálft að þau fari auðveldara af felgunum !!…
Þetta er nú samt bara eh sem við jeppamenn verðum að sætta okkur við ef að við viljum kaupa dekk af Mickey tohmpson, nitto , og jú eða Irok dekkin einnig.
Ég sá eitt nitto Grapler dekk vera sett á standard 14" breiða stálfelgu sem virtist vera ný, dekkið small á í 5 psi…. ekki gott mál. Ef dekk eiga að tolla án þess að þurfi að líma eða sanda þá mega þau ekki fara á fyrr en í 20 psi.
Ég veit líka að með felgur, þá valsast þær með tímanum við notkun og ummálið minnkar, og ekki bætir það stöðuna okkar.
Ein álfelga sem ég veit um, var völsuð hjá GJ járnsmíði og ummálið jókst um 2 cm og þá var hún nothæf undir irok og hefur eigandinn ekki affelgað né spólað í felgunum síðan.
Jæja, þetta er leiðindavandamál, en ég ráðlegg þér að valsa þær (þ.e.a.s. ef þú ert ekki með steyptar álfelgur, því það er ekki hægt að valsa þær). Ég er með valsað hjá mér og ekki límt, ég hef aldrei affelgað á þeim.
þú þarft hvort eð er að taka dekkin af felgunum, sama hvaða ráð þú notar, þannig að eilífðar lausn er ekkert verri heldur en tilraunir við límun og dótarí sem kann og kann ekki að virka og þú eyðir bara meiri peningum þegar upp er staðið, ég tala nú ekki um hvað það er leiðinlegt að geta ekki notað bílinn í snjó og vera alltaf skítsmeikur við að affelga.
kv
Gunnar
13.02.2007 at 09:50 #580172Heyrði af mönnum sem lentu í bölvuðu brasi við að koma nýjum 44" DC dekkjum upp á svona nýjar fínar valsaðar felgur. Voru í bölvuðu brasi með þetta og enduðu á því eyðileggja eitt dekkið.
Greinilega gleymst að láta alla hlutaðeigandi vita að það er búið að þrengja hringina á nýjustu stóru gleðigúmíhringjunum.
Fyrir önnur dekk er þetta án efa algjör snilld.Sel það ekki dýrara en ég heyrði það.
kv
Rúnar.
13.02.2007 at 19:11 #580174Langar að þakka fyrir þær upplýsingar sem ég hef fengið hérna frá ykkur,En hvernig er það,núna hef ég heyrt um að menn séu einnig að nota svarf af einhverju tagi í lími?veit einhver hvernig eða hvort það er eitthvað að virka?
Kv.Ingvar
13.02.2007 at 20:30 #580176Ég hef líka heyrt að menn setji bara sand í grunninn áður en hann er borinn á felgukantinn. Gæti verið sniðugt að gera það og líma líka. Hvering lím eru menn annars að nota í svona lagað?
Kv.
Ásgeir
13.02.2007 at 20:50 #580178Sæll Ingvar.
það sem að ég hef gert er að fá mér vel blauta tusku af Whitesprit (Terpentínu) og nudda vel á bæði felgu og dekk þar sem að dekk og felga snerta hvort annað. þetta verður ótrúlega stamt svona. Nota ekki lím eða neitt annað. þetta svínvirkar, allavegana hjá mér, ég hef aldrei affelgað, 7-9-13. hvort sem ég sé með soðinn kant eða ekki.
Kv. Halli
ps. veldu þér einhvern stað á dekkjunum td. staf í nafni eða eitthvað annað, láttu ventlana vísa á þetta merki (eins á öllum felgunum) ef þú affelgar eða spólar í felgu getur þú lagað (ballenserað)þetta sjálfur með því að snúa ventlinum á merkið.
Alveg brilliant.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.