FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Félagsstarf

by Benedikt Magnússon

Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Félagsstarf

This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Sigurlaugur Þorsteinsson Sigurlaugur Þorsteinsson 18 years, 10 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 07.07.2006 at 13:02 #198222
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant

    Það er margt sem maður verður var við þegar maður situr í forsvari fyrir félagasamtök og ég er svo sem ekki að gera þetta í fyrsta skipti en samt koma þessir hlutir manni alltaf jafn skemmtilega á óvart.

    Nú hefur frá síðasta aðalfundi verið unnið mjög mikið og gott starf hjá klúbbnum.

    Það var farin Landgræðsluferð í Þórsmörk þar sem stór hópur tók þátt…

    Það var haldið vetrarslútt í þakgili þar sem fjöldi manna var með.

    Það hefur verið ýtt úr vör stórátaki í umhverfismálum þar sem 4×4 klúbburinn á stóran þátt.

    Stjórn hefur tekist það markmið sitt að fá skipaða nefnd um slóðamál á hálendinu þar sem við eigum fulltrúa.

    Hjálparsveitin hefur farið fjölda leiðangra og komið á laggirnar hjálparneti á landsvísu ásamt því að þróa áfram samning okkar við flugbjörgunarsveitina.

    Það var haldin sýning í Laugardalshöll þar sem við tóklum þátt og hepnaðist mjög vel – undir stjórn Hjálparsveitar.

    Skálanefndin o.fl. sáu um gæslu á torfærukeppni og höfðu upp úr því þónokkra aura sem notaðir verða í skálann okkar.

    Og síðan í gær var stórt aukablað um umhverfisátakið okkar í Blaðinu þar sem m.a. ég og Skúli skrifuðum greinar og 4×4 klúbburinn var rækilega kynntur

    Og eflaust er ég að gleyma einhverju.

    En það sem er magnað að það er varla minnst á þessa hluti sem vel eru gerðir og þá miklu vinnu sem fer fram í sjálfboðastarfi fyrir klúbbinn.
    En hins vegar um leið og mönnum finnst á sig hallað – með því að veita nýjum félögum smávægilegan afslátt þá verður allt vitlaust…

    Ég var búinn að gleyma því hversu miklar smásálir leynast meðal allra félaga og fara á límingum ef einhver fær hugsanlega eitthvað örlítið meira en þeir sjálfir – jafnvel þó það sé gert til að auka hag heildarinnar….

    Þetta er æðislegt…

    Góða helgi

    Benni

  • Creator
    Topic
Viewing 4 replies - 1 through 4 (of 4 total)
  • Author
    Replies
  • 07.07.2006 at 13:23 #555962
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Ég vil taka undir það sem Benni segir hér um starf klúbbsins undanfarnar vikur. Kálfurinn með Blaðinu í gær var sérlega flottur, og sýndi klúbbinn í réttu ljósi.
    En það er alveg óþarfi að tala um Verkfræðininn og (hinn ímyndaða) vin hans í fleirtölu, ég hef nefninlega ekki orðið var við að málflutingur hans hafi fengið hljómgrunn hér á vefnum, hvorki nú né aður.

    -Einar





    07.07.2006 at 13:51 #555964
    Profile photo of Tryggvi R. Jónsson
    Tryggvi R. Jónsson
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 2648

    Starfið hefur að mér finnst verið öfugt undanfarið og það sem ég hef mætt í hefur verið með allra besta móti. Það má auðvitað alltaf gera betur og myndi vildi ég hafa séð fundargerð aðalfundar á netinu (fyrir þá sem ekki komust á fundinn auk landsbyggðardeildanna) m.a. til að taka allan vafa af úrslitum kosninga og öðrum málum sem kosið var um.

    Það að bítast um einhverja örfáa þúsundkarla sem eru ígildi innan við 20L af díselolíu getur ekki talist gagnrýni þ.e. rýni til gagns.

    Góða helgi félagar! Planið er að sinna ferðahlutanum í sér um helgina og renna sér norður Kjöl á morgun og ná áframhaldandi rigningu á NA-landi 😉





    07.07.2006 at 14:28 #555966
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Sennilega rétt hjá Eik þetta með fleirtöluna, að vísu er það Verkfræðingurinn og vinur hans og aukasjálf Jóhannes (eða hver er annars aukasjálfið í þessu tvíeyki?) en þeir félagar teljast reyndar í eintölu.
    En það má reyndar nota nöldrið í honum (þeim) til að leiðrétta misskilning sem hugsanlegt er að fleiri hafi. Það hefur engum slóðum verið lokað á hálendinu í tengslum við þetta slóðaverkefni, hvorki fyrir afskipti okkar né eftir. Kortið eins og það stendur núna er eða kannski frekar var hugsað til leiðbeiningar en er engin heimild um hvað sé lokað og hvað sé opið. Hins vegar liggur það fyrir að á næstu árum á að fara í gegnum það hvaða slóðir eru opnar og hverjar ekki og að þær upplýsingar verði á þessu korti og væntanlega aðgengilegar eftir fleiri leiðum. Það sem var verið að tryggja núna er að 4×4 taki þátt í þeirri vinnu sem er mjög mikilvægt fyrir klúbbinn, félagsmenn, alla landsmenn sem ferðast um hálendið og ekki síst fyrir þetta starf sem slíkt.
    Kv – Skúli





    07.07.2006 at 17:44 #555968
    Profile photo of Sigurlaugur Þorsteinsson
    Sigurlaugur Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 1915

    Ég get tekið undir með Verkfræðingnum varðandi það að heilbrigð gagnrýni á störf stjórnar er af hinu góða,en þetta eins og hann setur það fram er varla gagnrýni,mætti frekar flokka þetta undir eitthvað annað.Mér finnst ekkert merkilegt við að spyrja um þennann afslátt,en tek undir með Benna varðandi markmiðin og fjölgun félaga,eins það að stjórnin var kosin á aðalfundi til þess að sjá um málefni klúbbsins og hefur þar afleiðandi fullann rétt til slíkra ákvarðanna og verður svo að standa með verkum sínum eða falla,sennilega flokkast þessi skoðun mín undir það að vera einn af þessum "heiladauðu" en frekari útlistanir á okkur í þeim hóp læt ég fjósamanninn um
    Kv Klakinn





  • Author
    Replies
Viewing 4 replies - 1 through 4 (of 4 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.