This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurlaugur Þorsteinsson 18 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Það er margt sem maður verður var við þegar maður situr í forsvari fyrir félagasamtök og ég er svo sem ekki að gera þetta í fyrsta skipti en samt koma þessir hlutir manni alltaf jafn skemmtilega á óvart.
Nú hefur frá síðasta aðalfundi verið unnið mjög mikið og gott starf hjá klúbbnum.
Það var farin Landgræðsluferð í Þórsmörk þar sem stór hópur tók þátt…
Það var haldið vetrarslútt í þakgili þar sem fjöldi manna var með.
Það hefur verið ýtt úr vör stórátaki í umhverfismálum þar sem 4×4 klúbburinn á stóran þátt.
Stjórn hefur tekist það markmið sitt að fá skipaða nefnd um slóðamál á hálendinu þar sem við eigum fulltrúa.
Hjálparsveitin hefur farið fjölda leiðangra og komið á laggirnar hjálparneti á landsvísu ásamt því að þróa áfram samning okkar við flugbjörgunarsveitina.
Það var haldin sýning í Laugardalshöll þar sem við tóklum þátt og hepnaðist mjög vel – undir stjórn Hjálparsveitar.
Skálanefndin o.fl. sáu um gæslu á torfærukeppni og höfðu upp úr því þónokkra aura sem notaðir verða í skálann okkar.
Og síðan í gær var stórt aukablað um umhverfisátakið okkar í Blaðinu þar sem m.a. ég og Skúli skrifuðum greinar og 4×4 klúbburinn var rækilega kynntur
Og eflaust er ég að gleyma einhverju.
En það sem er magnað að það er varla minnst á þessa hluti sem vel eru gerðir og þá miklu vinnu sem fer fram í sjálfboðastarfi fyrir klúbbinn.
En hins vegar um leið og mönnum finnst á sig hallað – með því að veita nýjum félögum smávægilegan afslátt þá verður allt vitlaust…Ég var búinn að gleyma því hversu miklar smásálir leynast meðal allra félaga og fara á límingum ef einhver fær hugsanlega eitthvað örlítið meira en þeir sjálfir – jafnvel þó það sé gert til að auka hag heildarinnar….
Þetta er æðislegt…
Góða helgi
Benni
You must be logged in to reply to this topic.