Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Félagsgjöld
This topic contains 55 replies, has 1 voice, and was last updated by Þorgeir Egilsson 17 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
30.04.2007 at 19:38 #200235
Ég var að lesa Setrið yfir hádegismatnum áðan og staldraði aðeins við smá texta. Tillaga stjórnar um að hækka félagsgjaldið í 6000.
Nú spyr ég afhverju?
Og svona til að minna á það, hvað er maður að fá fyrir félagsgjöldin?
Kv
Snorri Freyr -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
02.05.2007 at 18:25 #590002
Hvað með þá sem að eiga VHF og hafa verið að borga af því 2400 af hverju halda þeir ekki því fyrirkomulagi áfram nema það rennur til klúbbsins og ég er viss um að þeir kjafta svo frá hinum sem að eru með "ógreiddar" rásir. Þá þurfa þeir ekki að gráta þessa raunlækkun og staðin fyrir að fá 6000 þá fær klúbburinn 8.400 kr. frá þessum einstaklingum og allir ánægðir.
kv. stef. (sem að á ekki vhf)
p.s. svo hef ég spurt um það áður hvort að seðilgjöldin séu innifalin eða ekki í ársgjaldinu… vil fá loka verð ekki – (mínus) vsk
02.05.2007 at 18:58 #590004Siggi – þarna fannstu lausnina.. Ég held meira að segja að það sé eitt sæti laust enþá. Annars fer þetta að verða spurning um að einhver í stjórninni geri sér ferð með blaðið til þín – póstuburðarmaðurinn virðist allavega vera of hræddur við hundinn til að koma nálægt lúgunni hjá þér… Áttu annars ekki hund ?
Stefanía – það er alveg ljóst að fjöldi og umfang þeirra hagsmunamála sem þarf að berjast í eru ekki í neinu hlutfalli við félagsmenn – það mætti ferkar segja að þau væru í hlutfalli við jeppaeign/ferðaáhuga landsmanna.
En ég þykist nokkuð viss um það að á næsta kjörtímabili verði ráðist í gríðarmikla kynningu á klúbbnum – það hefur verið markmið hjá þessari stjórn að efla klúbbinn og reyna að auka félagafjöldan og það hefur tekist bærilega á þessu ári – enda hafa nokkrir bæst við í hverri viku. En hins vegar á klúbburinn nú mörg góð sóknarfæri sem við höfum verið að búa að í vetur og verður hægt að nýta í markaðssókn næsta vetur og spilar stærra húsnæði og fjölgun stöðugilda þar stóra rullu. Þannig er ég þess fullviss að þrátt fyrir að félagsgjöld verði hækkuð þá eigi eftir að fjölga enn meira í klúbbnum á næsta ári en verið hefur í vetur.
Svo má líka benda á að í núverandi lagabreytingatillögum eru breytingar á þá leið að þeir félagsmenn sem komnir eru á eftirlaun fá fría aðild að félaginu svo lengi sem þeir segja sig ekki frá því eða falla frá.
Einnig eru aukafélagar skilgreindir í breytingatillögum, en þeir hafa verið óskilgreind stærð til þessa. Þar er rætt um að þeir eigi að greiða 25 % gjald á við aðalfélaga og að aukafélagi geti einungis verið maki eða barn aðalfélaga. Það væri kannski til að gera mönnum þetta léttbærara ef að við breyttum þessu þannig að aukafélagar greiddu ekki neitt. Þannig myndi félagsgjaldið í raun gilda fyrir tvo – þar sem að það ætti við.
Ég reyndar geri ráð fyrir að slík tillaga muni berast til breytinga á fyrri breytingatillögu og ég er ekki frá því að ég sé hlyntur slíku – enda er það klúbbnum til framdráttar að fá aukafélaga skráða í félagaskrá.En nóg raus í bili – ég verð að fara að semja langa ræðu fyrir aðalfundinn.
Benni
02.05.2007 at 19:06 #590006Seðilgjöld eða annra kostnaður vegna innheimtu er að sjálfsögðu ekki innifalinn í félagsgjaldi. Enda er það fullkomlega óeðlilegt að það fyrirkomulag sé á hlutunum.
Innheimtukostnaður á hvern aðila síðastliðin áramót var að mig minni 275 kr. Þá var klúbburinn búinn að fá um 70 % afslátt af þessu gjaldi fyrir félaga sína – ég tel það vera nokkuð gott framlag til lækkunar fyrir félagsmenn.
En það er mín skoðun að fyrir næstu útsendingu greiðsuseðla eigi að gefa félagsmönnum kost á að millifæra félagsgjaldið beint á reikning klúbbsins án kostnaðar – þannig er öllum sem vilja frjálst að greiða u.þ.b. mánuði áður en greiðsuseðlar verða sendir og losna við þann kostnað sem slíkri innheimtu fylgir. Hinir sem kjósa að bíða eftir seðlinum verða einfaldlega að greiða kostnaðin sem af því hlýst sjálfir.
Ég hef að vísu ekkert um þetta að segja þegar þar að kemur en ég legg þetta þó til við næstu stjórn – enda er þetta einfalt í framkvæmd og gefur öllum valmöguleika á að losna við gjöldin til bankanns.
Benni
02.05.2007 at 19:43 #590008mér finnst alveg verulega merkilegt að lesa þennan þráð. 6.000 er lækkun á mínu heimili þar sem maður losnar við blóðpeninginn sem hefur farið til Póst og fjar. En mér finnst alveg magnað að enginn hafi tjáð sig um gjaldið fyrir aukafélagann.
Væntanlega verða þá sendir úr 2 seðlar með tveim seðilgjöldum ?
það er alveg fullt af hjónum sem eru virkir félagar í klúbbnum og eru að vinna hellings vinnu fyrir hann á nú að fara að borga fyrir að fá að eyða öllum tímanum í þágu klúbbsins ?
Allavega segi ég nei takk og borga ekki 2 seðla.
1 gjald sem gildir fyrir 2
aukafélaginn gæti fengið RA og VA og svo framvegis svo sama númer og aðalfélginn þannig að hann teldi í félagaskránni
Kveðja Lella
02.05.2007 at 20:03 #590010Lella – það yrðu auðvitað ekki sendir tveir seðlar – bara hærri upphæð á þennan eina þar sem það ætti við….
Benni
02.05.2007 at 20:52 #590012annað mál, það hafa komið hér fram gildar og góðar ástæður fyrir hækkun á félagsgjaldinu og vegur þar þungt aukinn kostnaður vegna skrifstofuhalds og fyrirsjáanlegt að auka þurfi hlutfall starfsmanns og svo vhf gjaldið.
hvað finnst mönnum þá um skilagjald deildanna ?
er eðlilegt að 1/4 hluti félgasgjalds deilda renni til móðurfélagsins sem ber allan kostnaðinn af rekstri klúbbsins ?
þetta dugar ekki fyrir vhf-leyfinu á hvern félagsmann í deildum.
ætti að snúa hlutfallinu við ?
eða rukka hverja deild fyrir stöðvar sem skráðar eru á félagsmenn þeirra deilda ?
það eru örugglega til dæmi um að menn hafi gengið í klúbbinn og borgað einu sinni félagsgjald til að fá rásirnar og síðan aldrei borgað meir og er þetta á kostnað klúbbsins í dag.
Kveðja Þorgeir
02.05.2007 at 20:54 #590014já en ef Þorgeir fær bara að vera aukafélagi annað hvert ár, þá þýðir það eintómt vesen, því ekki get ég borgað lægri upphæð en er á greiðsluseðlinum.
Eða hvað ?
Lella
02.05.2007 at 21:33 #590016Lella –
Það er hér eftir sem hingað til skylda félagsmanna að tilkynna um veru sína í klúbbnum – ef þeir ekki láta vita um úrsögn tímanlega er eðlilegt að þeir greið heimsenda gíróseðla, eða a.m.k. kostnað vegna þeirra.
Benni
03.05.2007 at 10:34 #590018Mig langar að vita hvað ég hef "grætt" mikið á félagsaðild á síðasta ári?
Ég hef aldrei á æfinni komið í Setrið, ég hef ekki farið í ferðir með 4×4 í tvö ár ,í minni heimabyggð er hlegið að mér ef ég rétti fram félagsskírteinið í shell sjoppunni og mér tilkynnt að þetta virki bara á höfuðborgarsvæðinu,
þeir afslættir sem skírteinið gefur er ekkert mál að ná sjálfur, meira að segja fæ ég oft meiri afslátt en þessi 10-15% sem er mjög algengt hjá klúbbnum.
Ég fæ sömu afsláttarkjör út á debetkortið mitt í dýranaust eða N1 eða hvað sem það heitir.
Jú reyndar þá les ég spjallið öðru hverju og skrifa örsjaldan en ég sé ekki að ég sé að græða neitt og reikna fastlega með að ef félagsgjöldin hækka þá segi ég mig úr klúbbnum.
Kveðja Gunnar Már
03.05.2007 at 11:03 #590020Mér finnst það grunnstarf sem unnið er í klúbbnum réttlæta að fullu félagsgjöldin. Það starf sem þar er unnið snýst fyrst og fremst um að vera öflug hagsmunasamtök fyrir okkur sem finnst gaman að ferðast um hálendi Íslands að sumri sem vetri. Það er og hefur verið gífurlega mikil vinna við að ná fram því ferðafrelsi sem við njótum sem og möguleikunum að breyta og ferðast um á breyttum jeppum.
Hagsmunasamtök eins og ferðaklúbburinn 4×4 er rödd jeppamanna út á við og það er ástæðan fyrir því að ég borga mín félagsgjöld með mikilli ánægju.
Það að póst og fjarskiptastofnunin ákvað að breyta sínum reglum, er ekki eitthvað sem klúbburin ákvað. Eftir því sem ég veit best, beitti stjórnin sér gegn þessum breytingum, án árangurs. Þetta þýðir að klúbburinn situr uppi með feitan reikning sem þarf að borga. Þetta legst inn í félagsgjaldið, sem mér finnst fullkomlega eðlilegt. Þannig getur hvaða félagi sem er fengið sér vhf stöð og nýtt rásir klúbbsins ef hann vill, sér að kostnaðarlausu.
Afslættir á vegum klúbbsins, heimasíðan, ferðirnar, skálarnir og fundirnir eru að mínu mati bara bónus, enda er ég ekki í klúbbnum til að "græða" peninga, heldur til að styrkja mína eigin jeppahagsmuni.
Ég skil ekki hvað liggur að baki því að fólk sé að kvarta yfir því "þurfa" að borga nokkra þúsundkalla á ári fyrir það að aðrir, svo sem stjórn nefndir og deildir, gæti hagsmuna þess í því áhugamáli sem það hefur ákveðið að sinna.
Ég hef amk ekki séð eftir fjögurþúsundogtvöhundruðkallinum og mun heldur ekki sjá eftir sexþúsundkallinum. Vonast hinsvegar eftir enn öflugra starfi og enn ákveðnari hagsmunagæslu.
Með aðalfundarkveðju,
Ólafur M.
03.05.2007 at 13:09 #590022Af hverju að greiða félagsgjald. Tja ég veit það ekki en……….
Það er ekki alltaf sýnilegt, það sem menn eru að fá fyrir félagsgjaldið. Ég gæti bent á nokkra þætti sem eru ósýnilegir fyrir almennan jeppa og ferðalanga.Þegar Gunnar Már fer út á Shell að versla. Þar sem hann fær ekki afslátt, en bara hlátur.
Þrátt fyrir það að eigendur Shell hafi gert við okkur samning, sem útibústjóri þessa umrædda útibús vill ekki hlíta. Skyldu eigendur Shell vera ánægðir með þessa starfsmenn ef þeir vissu af þessu ?.
En ósýnilegi hlutinn. Gunnar Már ákveður að kaupa sér landakort á bensínstöðinni. Og velur hann eitthvert kort Máls og Menningar. Þá er hann að njóta ósýnilegrar vinnu félagsmanna í Ferðaklúbbnum 4×4. Eftir að Gunnar Már er búinn að kaupa kortið. Þá leggur hann á fjöll á sýnum óbreytta jeppa. En kemur sér í vandræði ( af því að hann kann ekki að lesa kort ) og þarf aðstoð björgunarsveita. Samskipti björgunarsveitanna fara fram á endurvarpa 4×4. Sem fjarskiptanefnd 4×4 var nýbúinn að endurbæta með nýjum rafgeymum sem kostuðu 4×4, 100.000 kr. Og í ferðina lögðu félagar í fjarskiptanefndin fram jeppana sýna endurgjaldslaust og greiddu meira segja eldsneytið sjálfir. Svo hægt væri að bjarga Gunnari síðar ef hann kæmi sér í vandræði. Síðan þegar Gunnar kom loks heim úr hremmingum. Þá sagði hann frá hremmingunum á f4x4.is. Sem rekinn er ókeypis fyrir ferðafólk.
Hann setur líka inn myndir á vefinn. Sem Haffi í vefnefndin er búinn að vera að endurbæta fyrir hann á kvöldin. Það gæti líka hafa farið svo fyrir Gunnari að hann hafi ekki fengið hjálp frá björgunarsveitum, heldur þyrfti hann að skríða í skjól næst skála. Gunnar var heppinn. Þar sem hann komst í Árbúðir ( Gunnar var líka heppin að finna stikurnar eftir umhverfisnefndina og rataði því í Árbúðir ). Þar sem Gunnar var blautur og hrakinn. Kom sér vel að Litlanefndin hafði keypt gas á ofnana. Þegar Gunnar tók að hressast komst hann á kamarinn sem 4×4 hafði keypt í fyrra fyrir hann. Og ekki var verra að Sefán í Árbúðanefndin hafði komið með wc pappír síðast þegar hann var í vinnuferð í Árbúðum. Þegar Gunnar kom heim. Þá ákvað hann að kaupa sér vhf talstöð, svo hann gæti látið vit af sér ef hann lenti í hremmingum aftur. Gunnar hringdi því á skrifstofu klúbbsin og spjallaði við starfsann klúbbsin um það hvernig hann bæri sig að, í því að fá sér vhf talstöð. Starfsmaðurinn ætlaði að senda Gunnari nokkur tímarit af Setrinu, þar sem Sigurður Harðarsson skrifaði greinar um fjarskiptamál. Gunnar ætlaði síðan að lesa greinarnar inn Þórsmörk, nánar tiltekið í grónu brekkunum í Merkurrananum sem umhverfisnefndin hefur eytt 15 árum í að græða upp, svo mýkra væri undir rassa kinnunum á Gunnari. Gunnar var líka að velta því fyrir sér ef hann eða farþegar hans, hefðu slasast. Þá hefði verðið gott að hafa verið búinn að fara á námskeið í skyndihjálp hjá Lellu og hjálparsveitinni. En þau voru víst búinn að leggja á sig mikla vinnu með Flugbjörgunarsveitin til þess að koma svona námskeiðum á legg, svo hefði hann geta beði hjálparsveitina um það að ná í jeppann er það hefði þurft að skilja hann eftir. Gunnar velti því líka fyrir sér hvort hann hefði átt að vera á breyttum jeppa. En það er víst hægt að fá að aka um á breyttum jeppum eftir að ferðaklúbburinn og tækninefndin komu því frelsi á hérna í fyrndinni. Svo gæti jafnvel farið svo að hann gæti fengið lán í gegnum Landsbankann, en formaður 4×4 gerði samning nýverið við þá og kom til umræðu að útfæra samninginn og lána sérstaklega félagsmönnum til jeppakaupa. En eftir smá vangaveltur lagðist Gunnar í grasið og hugsaði, nei 4×4 er einskis virði og tómir blóðpeningar að styrkja þenna jeppalýð.
03.05.2007 at 14:50 #590024Góð svör Ofsi. Það er nefnilega þannig með flest alla sem skrifað hafa á þennan þráð að þeir eru allir að lofa afslættina í hástert.
Núna hef ég það á hreinu hvert þessir peningar fara og get allveg hugsað mér að borga áfram þó svo að ég noti lítið sem ekkert af sýnilegri þjónustu.Kveðja Gunnar Már
03.05.2007 at 23:05 #590026Ég væri alveg til í að borga 10000 kr í félagsgjöld og hef ég samt aldrei farið í ferðir á vegum klúbbsins og ekki á ég vhf stöð þó ég ætli reindar að eignast svoleiðis
en ég vil eiga möguleikan á því að geta farið á fjöll ef mig langar til án þess að brjóta einhvern haug af lögum
sem einhverjir náttúruverndarsinnar verða búnir að loka hálendinu með ef eingin berst fyrir því að halda því opnu fyrir almenningi punktur
kv Hilmar
04.05.2007 at 12:32 #590028Eitt svona spursmál til Stjórnar,þessi hækkun sama hver hun verður kemur hun til með að vera látin ganga jafnt yfir allar deildir klúbbsins?Hafa stjórnir landsbyggða deilda rétt og eða leyfi til að áhvaða Félagsgjaldið í sína deild alfarið sjálfir?
Vonast eftir góðum svörum frá Stjórn
Kv Víðir L
Stjórnarmaður Húsavíkurdeildar Ferðaklúbbsins 4×4
Gambri4x4
04.05.2007 at 16:16 #590030Félagsgjaldið er ákveðið á aðalfundi þannig að það gildir yfir félagið í heild enda komin löng hefð fyrir því að deildir eru með sama gjald og samþykt er á aðalfundi.
Þorgeir
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.