Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Félagsgjöld
This topic contains 55 replies, has 1 voice, and was last updated by Þorgeir Egilsson 17 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
30.04.2007 at 19:38 #200235
Ég var að lesa Setrið yfir hádegismatnum áðan og staldraði aðeins við smá texta. Tillaga stjórnar um að hækka félagsgjaldið í 6000.
Nú spyr ég afhverju?
Og svona til að minna á það, hvað er maður að fá fyrir félagsgjöldin?
Kv
Snorri Freyr -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
01.05.2007 at 20:58 #589962
2 gistingar í Setrinu gáfu þér strax 1000 kr til baka.
Einnig geri ég ráð fyrir því að bílinn þinn noti bensín eða dísel og með því ð nota félagskortið á Skeljungsstöðum færðu afslátt, ásamt smurningu.
Og eins og formaðurinn okkar hann Benedikt benti á hér að ofan kostar að passa upp á okkar hagsmuni, reka vhf kerfið, skálana, starfsmann og félagsaðstöðu.
kv
Agnes Karen
Gjaldkeri
01.05.2007 at 21:06 #589964að þú nýtir þér ofta það sem 4×4 og allir félagarnir bjóða upp á. T,d er þú búinn að nota þjónustu f4x4.is 282 sinni. auk allra þeirra skipta sem þú hefur komið inn á síðuna til þess að lesa spjallið eða skoða myndir. Þannig að þetta er ekki alveg svarthvítt. Einnig er nú mikilvægt atrið sem ekki má gleyma, að við ækjum sennilega ekki á breyttum jeppum í dag, nema fyrir þá vinnu sem Snorri Ingimars ofl lögðu á sig á sínum tíma til þess að fá að breyta jeppum. Þannig að það má lengi telja upp kosti þess að ferðaklúbburinn 4×4 hefur starfað í 24 ár til hagsbóta fyrir jeppa og ferðamenn.
01.05.2007 at 21:18 #589966Hvað á eiginlega að gera við alla þessa peninga.???
kv:Kalli smáaðspekúlera.
úps.einu núlli of mikið
01.05.2007 at 21:21 #589968Verð nu að segja að 6000 kr er alveg off.Finnst að hámark sé 5000 kr,þetta er væntanlega eitthvað sem kemur til með að ganga jafnt yfir allar deildir ekki rétt?Þá er það smá spurning hvað maður gerir við VHF stöðina ef maður skildi hætta í klubbnum? því væntanlega má ég ekki hafa 4×4 rásirnar í henni ef ég er ekki í Klúbbnum,,,,,
Víðir L
Þ412Gambri4x4
01.05.2007 at 21:26 #589970Eins og Hlynur benti á hér að ofan, þá er þetta tillaga. Og það er aðalfundur sem hefur síðasta orðið um það. Enda fer aðalfundur með æðsta vald klúbbsins. Síðast þegar félagsgjaldinu var breytt, þá komu fram margar hugmyndir og varð núverandi gjald loka niðurstaðan í þeim viðræðum.
01.05.2007 at 22:20 #589972
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Í mínu tilfelli er þetta lækkun frá því nú í ár, en þá borgaði ég kr. 4.445,- vegna árgjalds í Ferðaklúbbnum og kr. 2.400,- árgjald til Póst og fjar. vegna VHF stöðvar sem er í jeppanum. Þetta gerir alls kr. 6.845,- . Þannig að ef tillagan um 6.000,- verður samþykkt þá er ég að fá það sama fyrir minna.
Síðan á ég eftir að kaupa a.m.k. 3000 lítra af eldsneyti á tímabilinu og með félagsaðild á kost á að kaupa það 1 – 2 krónum ódýrara en ég á kost á annars staðar. Þannig að þar gæti ég náð þessum krónum til baka, ef það væri málið.
ÓE
01.05.2007 at 22:27 #589974Mér finnst alveg magnað að lesa það hér að mönnum finnist þetta of mikil hækkun.
Ef að Klúbburinn hefði ekki staðið vörð um okkar hagsmuni undanfarin ár þá er harla ólíklegt að við værum að stunda þetta sport eins og við gerum í dag. Og ég er þess fullviss, sérstaklega eftir þetta starfsár sem er að líða, að ef við ekki stöndum vaktina áfram og af meiri krafti en áður þá er þess ekki langt að bíða að við fáum á okkur boð og bönn sem skerða ferðafrelsi okkar verulega.
Forsenda fyrir því að hægt sé að standa vörð um okkar hagsmuni af einhverri alvöru er að hafa fólk í fullri vinnu við þetta. Ég hef, ásamt öðrum í stjórninni verið að vinna undanfrið ár fyrir klúbbinn með okkar hefðbundnu vinnu. Flestir eru þannig settir að þeir geta ekki verið frá sinni föstu vinnu á daginn, en hins vegar er það einmitt á þeim tíma sem sinna þarf flestum fundum, t.d. gagnvart ríkinu. Ég er þannig settur að ég stjórna mínum tíma sjálfur og því gat ég farið frá þegar hentaði – en það er ekki sjálfgefið að svo sé alltaf. Auk þess er til mikils ætlast að ætla formanni að gefa 20 – 30 tíma vinnu á viku við að sinna störfum sem góður framkvæmdastjóri gæti allt eins gert.
Ég hef stýrt mörgum félaga- og hagsmunasamtökum í gegnum tíðina og Ferðaklúbburinn 4×4 er lang tekjulægsta og undirmannaðasta félagið sem ég hef komið nálægt – en gegnir samt hagsmunagæslu fyrir gríðarlega stóran hóp.
Svo er gaman að segja frá því, úr því að menn minnast á það að þeir hafi greitt atkvæði með 5.000 kr í tillögunni. Þá sat ég að spjalli með nokkrum af upphafsmönnum klúbbsins í fyrra og þeir voru allir á því að það ætti að hækka félagsgjöldin upp í a.m.k. 10.000 og hætta að reka klúbbinn með sníkjum og afsláttarhugsun eins og gert hefur verið hingað til. Og ég er algerlega sammála þeim – enda greiddi ég atkvæði með "hærri upphæð"
En svo ef maður skoðar þetta aðeins frá annari hlið,þá er verið að leggja til hækkun upp á 1.800 kr frá því sem nú er. Þetta samsvarar um 15 lítrum af eldsneyti – já eða tveim bjórkippum
Ég hef ekki trú á því að það sé nokkur heilvita maður sem mun segja sig úr klúbbnum vegna þessa – viðkomandi hefur þá fallið illa í stærðfræði því að afsláttur af eldsneyti á fjölskyldubílinn einan ætti að duga til að endurgreiða árgjaldið.
Benni
01.05.2007 at 22:31 #589976Ég styð 6000kr hækkunina sem er lækkun á mínu heimili
kv Gísli Þór
01.05.2007 at 22:32 #589978En Gísli hvar eru myndirnar af cherokeeinum sem þú lofaðir mér???
01.05.2007 at 22:35 #589980Ef þú hefur áhuga.
kv Gísli
01.05.2007 at 22:55 #589982njé ekki rétti tíminn núna, maður er að byggja á fullu. Samt væri nú allveg til í kvikindið en ég verð nú kominn með allmennilegan skúr um áramót og þá fer maður í smíða-gírinn og býr til flottan Jeep. Væri samt gaman að fá myndir af bílnum þínum á fjöllum.
01.05.2007 at 23:00 #589984Þetta var vel orðað og allt það, hjá formanninum.
.
En ég er samt hræddur um að fólki vaxi þessar krónur í augum, sérstaklega þegar komið er að því að borga og fólk kannski varla að ná endum saman.
.
Það er mín tilfinning að hér í klúbbnum sé fullt af fólki, kannski stærrstur hluti sem er ekki með VHF, fer aldrei inn í Setur eða aðra skála sem félögin eiga, hefur aldrei farið á árshátið eða mætt á opið hús eða komið á nokkuð af þeim samkomum sem 4×4 hefur staðið fyrir eða farið í ferð sem 4×4 hefur staðið fyrir.
En þetta fólk vill samt vera í ferðafélaginu 4×4, ef það getur fengið að vera með fyrir hófleg gjöld.
.
.
Þessi klúbbur er að rúma ansi breyðan hóp "ferðalanga" með mismunandi áherslur og kröfur til félagsins.
.
Það er kannski rétt sem komið hefur fram áður að það sé þörf á 3-þrepa félagsaðild, t.d.
.
2500kr. fyrir að fá að nota heimasíðuna (auglýsingar og spjall) og VHF
5000kr. fyrir að fá að nota heimasíðuna (auglýsingar, spjall og myndaalbúm), VHF, afslætti í verslunum og mæting í opið hús.
10-15.000kr. fyrir að fá að nota heimasíðuna, VHF, afslætti í verslunum, mæting í opið hús, verulegur afsláttur í skála, ferðir og skemmtanir.
.Kv. Atli E.
01.05.2007 at 23:37 #589986Fyrir þá sem yfir höfuð fara eitthvað á fjöll á jeppanum sínum er þessi hækkun hrein lækkun því sama hvort ferðast er að vetri eða sumri er VHF stöð með aðgang að endurvörpum eitthvað sem menn ættu að vera með í bílunum. Fastur út í á í júlí og þá getur VHF stöðin komið þér í samband við aðra jeppa í næsta nágrenni sem koma umsvifalaust og redda málinu.
Það getur hins vegar verið að einhverjir greiði núna félagsgjaldið sem eiga kannski óbreyttan jeppa og fara í einstaka tjaldferð yfir Kjöl og um Fjallabak í góðra vina hópi, en finnst þessi hækkun yfir mörkum þess sem þeir eru tilbúnir til að styrkja klúbbinn. Ég veit ekki hvað það er stór hópur, en efast um að hann sé einhver 20% félagsmanna.
Ég hef efasemdir um þrepaskipta félagsaðild. Annars vegar er líklegt að þetta myndi flækja allt utanumhald töluvert. Hins vegar og það sem er mikilvægara þá finnst ekki rétt að búa til svona uppskiptingu á félagsaðild í svona klúbb. Allir félagsmenn eiga að vera jafnir gagnvart klúbbnum í svona félagsstarfi, þó svo menn séu mis virkir í starfi. Með því að setja upp fyrirkomulag þar sem þú færð mismunandi réttindi eftir því hvað þú borgar mikið, er komin upp sú staða að sumir félagsmenn eru ekki jafn miklir félagsmenn og aðrir og þá er kominn upp mórall sem ég held að sé klúbbnum ekki hollur.
Styð tillögu stjórnar heilshugar.
Kv – Skúli
02.05.2007 at 00:12 #589988Ég sé því miður ekki að það gengi upp að vera með þrepaskipt félagsgjöld eins og Atli nefnir.
Þá þarf að vera með 3 tegundir af félagssk….
Það er ekki víst að fyrirtæki samþykki þennan máta, því þá þarf að innleiða hvern starfsmann inn í nýja kerfið, einnig hver á að fylgjast með hver er með fullan aðgang að skálanum þ.e.a.s. fullan aðgang eða engan…
Vinna starfsmans upss….
kv
Agnes
02.05.2007 at 09:07 #589990Auðvitað á að hækka félagsgjöldin.
Ég væri bara fjandi sátt þó ég þyrfti að borga 10.000 kr. Við erum að fá svo rosalega mikið í staðinn. Ef menn eru virkir í klúbbnum og eru að ferðast um á fjöllum, nánast hverja helgi(sem er nú ekki það ódýrasta), þá hljóta menn að geta borgað örlítið meira í félagsgjöld.
Það eru jú við félagsmenn sem fáum þetta allt aftur í vasann. Hærri gjöld þýðir einfaldlega fleiri kostir og valmöguleikar fyrir okkur = Betri klúbbur.
Ég held að það sé akkúrat það sem við viljum.
–
Takk Benni fyrir þitt frábæra starf og framlag til klúbbsins. Margir mættu taka sér þig til fyrirmyndar.–
Smellum svo X við Grimmhildi Jóakims
X-A
Verðugur fulltrúi á ferð, konan sem gerir góðu hlutina.
Kveðja úr sveitinni
IMV
02.05.2007 at 15:25 #589992styð hækkun gjaldsins og finnst sniðug hugmynd með rautt gult og grænt eða hvað það nú var. flott að geta sett eina upphæð og fá fría gistingu í skálum félagsins, en þá yrði líka að koma í veg fyrir það sem menn stunda núna að gista og borga ekki…
02.05.2007 at 16:34 #589994Ég er hlynntur hækkun á félagsgjaldinu því ég veit að það kemur til baka í einhverju formi. 10000 kr hefðu verið í lagi mín vegna.
Agust
02.05.2007 at 16:50 #589996Ef þið viljið fá svona skiptingu gult,grænt,blátt og þó það væru líka allir hinir litirnir í regnboganum…Þá yrði að hækka gjöldin ennþá meira því þið sennilega gleymið að spá í öllum þeim tíma sem færi í að halda utan um þetta. Sennilega yrði fyrst þá að hækka verulega félagsgjöldin. Ef einfalda ætti þetta með tækninni og kaupa einhvers konar græju(tölvu) til að halda utan um þá væri það dæmi upp á fleiri milljónir og hver annar en við myndum borga það ??
Sé ekki annað en að menn séu alveg komnir hringinn og aftur á byrjunar reit því það þyrfti þá hvort sem er að hækka félagsgjöldin.
Hvernig væri að velja einfaldleikann og hækka gjöldin ….málið dautt
02.05.2007 at 18:00 #589998Nú langar mig aðeins til að tjá mig um þessi félagsgjöld. Mér finnst þessi hækkun upp í 6.000 kr. svo sem vera í lagi. 6.000 kr er töluverður peningur fyrir mig. Ég er ekki að nota þessa afslætti. Ég hugsa að á þessum sl. 4 árum sem að ég hef borgað í þennan klúbb hafi ég gist í Setrinu 4-5 sinnum. Ég held hins vegar að ég sé ekkert eins dæmi með þetta. En hvað um það þetta er mitt val. Ég er svolítið þreytt á að heyra hvað ég er að græða ofboðslega. Málið er að ég kýs að borga í þennann klúbb af því að ég vil styrkja hann allt hitt sem kemur (ekki) er svo bónus. Þess vegna vil ég segja við þá sem að eiga nóg af peningum látið þið klúbbinn fá frjáls framlög umfram 6.000 kr. ég er viss um að þið getið fengið nöfnin ykkar einhversstaðar birt á netinu með kærri þökk.
P.s. nú er ég að spöglera minnkar umfang hagsmunamálanna ef að það fækkar í klúbbnum? (er ekki að segja að það muni fækka, bara að spöglera).
Kv. stef.
02.05.2007 at 18:17 #590000þar sem að ég er með vhf stöð.
ég þarf að greiða 2300 kall til ust fyrir að fá að skjóta gæs í túninu hjá foreldrum mínum, það er péningur sem ég get ekki séð að komi mér nokkurstaðar til hagsbóta.
það er margupptalið í þessum þræði allt sem er mér til hagsbóta fyrir félagsgjald í f4x4 og sé ég ekkert eftir því að greiða minna en ég áður gerði fyrir veru mína í félagsskappnum. ég er samt í hópi með þeim sem aldrei hef notfært mér skála félagsinns, fer mjög sjaldan í ferðir og aldrei farið á árshátíð eða sumarhátíð. þó sé ég fram á að geta fljótlega minkað við mig vinnu og farið að sinna áhugamálinu betur.
af öllu því sem upp hefur verið talið að sé inni í félagsgjöldunum er þó fréttaritið setrið til bölvaðra vandræða fyrir mig, því af einhverjum ástæðum fæ ég bara aldrei setrið og er ekki búin að sjá neitt af því sem út kom nú í mánuðinum frekar en önnur setur sem komið hafa út á þeim þremur árum sem ég hef verið í klúbbnum. ég hef margoft imprað á þessu og fengið samúð og afsökunarbeiðnir, en samt fæ ég aldrei setrið. undarlegt! ég var meira að segja að spá í að bjóða mig fram í ritnefnd þar sem að þar vantar kandidata, það gæti verið eina leiðin fyrir mig að fá þetta ágæta rit að skrifa það sjálfur.
seturslaus siggias
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.