This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Góða kvöldið spjallverjar.
Ég gekk í þetta ágæta félag fyrir um það bil einu ári síðan
og mér gekk frekar erfiðlega að fá félagsskírteini, tölum ekki um hvernig gekk að fá að borga félagsgjaldið :-).
Nú hefur mér skilist að þeir sem ekki verði búnir að borga félagsgjaldið fyrir áramót fái ekki janúarhefti Setursins,
það er eitthvað sem ég vil ekki að gerist hjá mér.
Mér er bara spurn hvenær fæ ég gíróseðilinn svo að ég geti borgað hann og hvers vegna í ósköpunum er þetta svona mikið vesen? Maður les póst eftir póst þar sem menn eru að spyrja að þessu.
Ég er sjálfur í Suðurlandsdeild en þekki vel til eins sem er í Reykjavíkurdeild og það er allavegana einn mánuður ef ekki meira síðan hann fékk sinn seðil og borgaði hann.
Ég nota „félagsskírteinið“(gíróseðilinn) mikið í því skyni að fá afslátt og er skemmst frá því að segja að ég er búinn að spara talsvert mikið meira en þessar 3500 krónur sem félagsgjaldið er.Með von um skjótar úrbætur.
Gunnar Már
X-5661
You must be logged in to reply to this topic.