This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 21 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Heilir og sælir félagar. Ábending til stjórnar.
Einhverstaðar sá ég á spjallinu um daginn að það væru dræmar heimtur á félagsgjöldum (aðeins um 300 af 1000) í janúar.
Ég gekk í klúbbinn á síðasta starfsári og gekk nokkuð vel að greiða félagsgjöldin. (enda ekki hægt að komast í nýliðaferð án þess að vera búinn að gera upp). Síðan tók nokkra mánuði að fá félagsnúmer. Í fyrra var ég svo kominn með 2 félagsnúmer. Engan fékk ég greiðsluseðilinn í haust og fór að grenslast fyrir. Fékk nú loks seðilinn sendann á nýja númerinu en get ekki með nokkru móti fengið að greiða seðilinn í banka (eins og krafist er til að fá stimpil og skírteinið gilt). ég er búinn að fá uppl. hjá félaga um reikn.nr. o.fl. en ekkert gengur. Það vantaði nefnilega allar uppl. á seðilinn nema nafnið mitt og félagsnr.
Ef eins er farið um fleiri félaga og greiðsluseðla er ekkert skrítið þó að gjaldið skili sér illa.
En örvæntið ekki – Reynt verður til þrautar að koma félagsgjaldinu til skila.
Með ferða og félagskveðju. Einar R-2900
You must be logged in to reply to this topic.