This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 22 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Sælir allir saman.
Ég tók þá ákvörðun um daginn að ganga í þennan annars ágæta félagsskap og sendi inn þartilgerða umsókn á netinu og fékk
nokkrum dögum seinna sent málgagn félagsins það er að segja
Setrið og fannst mér margt fróðlegt að sjá þar.
Nú eru liðnar nokkrar vikur og ég er ekki farinn að sjá rukkun um félagsgjaldið ennþá. Það sem mér finnst skrýtnara er að sama dag og ég sendi inn mína umsókn sendi annar aðili inn umsókn og fékk Setrið á svipuðum tíma og ég en fyrir tveimur vikum síðan fékk hann rukkunina um félagsgjaldið.
Það sem ég var að spá í er opna húsið hjá Bílanaust, ég og buddan mín viljum ólm komast þangað. Þarf ég ekki að sína gildandi félagsskírteini til að fá inngöngu? Endilega ef einhver getur fundið skýringar vinsamlegast látið mig vita.
Það skal reyndar fylgja sögunni að við tveir skráðum okkur í sitthvora deildina ég í Suðurlandsdeild en hann í Reykjavíkurdeild ef það skiptir einhverju máli.Kær jeppakveðja til allra
Gunnar Már
You must be logged in to reply to this topic.