This topic contains 53 replies, has 1 voice, and was last updated by Baldvin Zarioh 16 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
19.10.2007 at 12:03 #201007
Var að fá rukkun upp á 6.245,-
Á félagsgjaldið ekki að vera 6.000 ?
kv Steini -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
27.10.2007 at 09:30 #600468
Þetta er spurning sem alltaf er verið að spyrja að og við alltaf að svara. Svo það er kannski alveg eins gott að reyna að svar því einu sinni ýtarlega. Við getur byrjað á því að segja að það sem nýliðar fái fyrir aurinn séu u.þ.b 100 manns í stjórn, nefndum og deildum sem vinna í sjálfboðavinnu fyrir nýliða. Auka fjölmargra annarra félagsmanna sem vinna að félagsmálunum. Svo mætti snúa þessu við og segja hvað geta félagsmenn gert fyrir klúbbinn og ekki eingöngu ætlast til þess að hann geri eitthvað fyrir þá.
Ferðaklúbburinn 4×4 er hagsmuna klúbbur jeppa og ferðamanna. Sem hefur það að megin markmiði að standa vörðu um það að fá að ferðast um ísland á breyttum jeppum.
Ferðaklúbburinn stendur fyrir þessu í grunnin og stefnir því í eina ákveðna átt. Til þess að halda þessum markmiðum sínum þarf oft að taka krók fyrir keldu og er það gert meðal annars með því veiða upp fleiri félagsmenn á leiðinni með ýmsum leiðum og einhverju sem hentar fleirum. Því reynir klúbburinn að vera með af afþreyingu
sem hentar fjöldanum.Gunnar segir að það séu kuldalegar móttökur að rukka hann um félagsgjaldið með þessum hætti þá er ég nokkuð samála og væri t,d eðlilegra að skipta árinu upp í einingar og láta nýja félagsmenn sem ganga í félagið að hausti einungis greiða ¼ eða 1/3 eftir því hvenær á árinu þeir gerast félagsmenn.
En við skulum skoða hvað Gunnar fær fyrir 10.000 karlinn. Gunnar og fleiri verða þó að gera sér grein fyrir því að það er alltaf huglægt mat hvers og eins. Samanber einsog þeirra sem leggja peninga í kolefnisjöfnun til þess að slá á slæma samvisku, og svona svipað og þegar hægt var að kaupa sér syndaaflausn á sínum tíma.
1) Umhverfismál.
Ferðaklúbburinn berst gegna utanvegarakstri og góðri umgengni og virðingu við náttúruna. Þetta er gert með ýmsu móti t,d með landgræðsluferðum inn í Þórsmörk og áður baggaferðir. Einni með því að stika hálendisvegi sem er besta aðferðin til þess að fá ferðamenn til þess að aka eftir slóðum. Stikur í þessum ferðum greiðir klúbburinn og fær enga styrki til þess. Nú þegar landgræðsluverkefninu starfinu er lokið í Þórsmörk, mun klúbburinn að öllum líkindum taka þátt í Hekluskógarverkefninu.
Klúbburinn er með tengsli inn í fjölda félaga, stofnana ofl. Klúbburinn er t,d aðili að SAMÚT ( samtökum útivistafélaga ) sem hefur verið öflugt apparat í málefnum hálendisins, og er klúbburinn t,d með fulltrúa í svæðisráði Vatnajökulsþjóðgarðar
Klúbburinn hefur skipað sér þann sess að hann er oft hafður með í ráðum vegna ýmissa hálendismála.2) Fjarskiptamál
Ferðaklúbburinn rekur fjarskiptakerfi, með vhf endurvörpum. Og er kerfið eign félagsins.
Félagsmenn fá því aðgang að fjölda talstöðvarása 4×4 með félagsaðild. Og þeir sleppa við það að greiða tíðnigjöld til Póst og fjarskiptastofnunar sem var um 2400 kr á ári. Því nú greiðir Ferðaklúbburinn þessi gjöld fyrir félagsmenn. Einnig veitir félagsaðild, félögum rétt á því að nota Tetrakerfið.3) Hjálparsveit
Hjálparsveit Ferðaklúbbsins aðstoðar félagsmenn við það bjarga farartækjum félagsmanna til byggða. Einnig hefur sveitin aðstoðað félagsmenn með varahluti á fjöllum. T.d í gegnum hjálparnet sveitarinnar.4) Tímaritið Setrið
Félagsritið Setrið kom út u.þ.b einu sinni í mánuði hér áður fyrr. Ýmsar breytingar hafa orði í þjóðfélaginu sem hafa gert það að verkum að blaðið hefur ekki getað keppt við aðra fjölmiðla, og hefur því verið farið út í það að gefa það sjaldnar út og þá vegleglegra í þau skipti þegar blaðið er gefið út á annað borð. Setrið mun að öllum líkindum fara í dreifingu í næstu viku og verður blaðið eða handbókin um 70-80 síður samkvæmt síðustu heimildum.5) f4x4.is
Ekki þarf svosem að hafa mörg orðu um vefsíðu klúbbsins en rekstur hennar er ekki frír og uppfærsla á vefnum gerist ekki að sjálfum sér. Heldur sér 5 manna vefnefnd um að halda lífi í vefsíðunni. Auk þess má benda á að fjölmargar deildir eru með vefsíður sem allir geta nýtt sér. Eins hafa verið ýmsar undirsíður í gangi samanber vegasíðan kaki.net.6) Afþreying
Er með ýmsum hætti. T,d ef hreinlega er talið upp það sem er á dagskrá.
Árshátíð 4×4, Þorrablót, Mánudagsfundir í FÍ salnum, opin hús flest fimmtudagskvöld, Sumarhátíð, auk þess eru fundir og uppákomur hjá 10 deildum víðsvegar um landið sem eru opnar öllum.7) Ferðir
Landgræðsluferð, 2-4 Nýliðaferðir, Fjölskylduferð, Stórferðir annað til þriðja hver ár, Ferðir Litlunefndar ( Nýliðanefndar ) Þorrablótaferðir, Vinnuferðir á vegum skálanefnda.
Auk annarra ferða og allra ferða hinna ýmsu deilda.8) Skálar
Ferðaklúbburinn rekur eftirtalda skála sem eru alfarið í eigu félagsins eða í umsjón klúbbsins. Setrið, Sultarfit, Skiptabakkaskála, Álkuskála, Réttartorfu, Þeistareyki, Austara og vestara Símahús, Fell, Í þessa skála greiða félagsmenn lægra félagsgjald en aðrir.9) Afslættir og samningar
Ferðaklúbburinn hefur gert samninga við fjölmörg fyrirtæki sem veita félagsmönnum ýmis fríðindi og afslætti af ýmsu tagi sem of langt mál er að telja upp, en hægt er að skoða það nánar hér á síðunni. Þessi afsláttarkjör félagsmanna munu einnig batna verulega í vetur enda er verið að vinna í því á fullu.10) Slóðamál.
Ferðaklúbburinn 4×4 hefur tekið mikinn þátt í öflun gagna til kortagerðar á síðustu árum. Og hefur klúbburinn oft og einstaklingar innan hans lagt mikið af mörkum til þess að bæta þekkingu margra á þessum málum. T,d gerðu félagsmenn það mögulegt að hálendiskort Máls og Menningar komst á koppinn. Og hefði það hvorki orðið fugl né fiskur án aðstoðar félagsins. Einnig er klúbburinn með samning við Landmælingar íslanda og felur hann í sér að afla gagna um slóðir á íslandi. Sem nýttur verður í gagnagrunn þeirra til þess að efla þekkingu fjölmargra aðila á slóðakerfi landsins einnig aðstoða klúbbfélagar við kerfisbundnar mælingar á slóðakerfinu. Þess má geta í þessu sambandi að þessi grunnur er notaður af viðbragsaðilum og auðveldar því störf þeirra.11) Ýmislegt
ég er örugglega að gleyma mörgu, en hér hefur ekkert verið minnst á tæknimál, en klúbburinn hefur oft komið að málefnum sem varðar jeppa breytinga í gegnum tíðina og ýmsum reglugerðarbreytingum. Hér mætti sennilega lengi telja til ólíka þætti starfsins og mætti ljúka þessari upptalningu á því að klúbburinn kom mikið við sögu í kærumálum um meintan utanvegaakstur á liðnu ári. Og er ekki vafamál í mínum huga að það hafði mikið að segja um lokaniðurstöður þeirra mála.Nú er hægt að reikna og leggja mat á það hvort krónurnar séu of margar eða of fáar. Sem félagsmenn greiða, persónulega finnst mér það svona svipað reikningsdæmi og þegar menn eru að reina að setja verðmiða á náttúrunna. Þ.a.s að einn hektari náttúru kosti þetta eða hitt, það eitt í sjálfum sér að reina er með ólíkindum.
Kveðja ritari Ferðaklúbbsins 4×4.
27.10.2007 at 09:47 #600470Ertu ekki til í að draga þetta aðeins saman, og byrta bara samantekt úr þessu ritmáli. Það nennir ekki nokkur kjaftur að lesa svona romsu.
Góðar stundir.
27.10.2007 at 09:49 #600472þú átt ekki að lesa þetta, þú kannt þetta
Svo má bæta því við að þessi pistill er einungis til þess að plata Gunnar til þess að borg klúbbnum 10450 kr. he he. Og aurarnir fara ekki í fjarskiptanenfd
27.10.2007 at 21:38 #600474mjög flott langlokusvar
og er ég þakklátur fyrir að einhver hafi nennt að taka sér nokkra kukkutíma í að svara þessu svona ytarlega
þessi klúbbur er greinilega búin að gera góða hluti í gegnum tíðina .
ég er samt á þeirri skoðun að fyrir þá sem eru að koma inn svona seint á árinu ætti að vera hægt að rukka menn fyrir næsta félagsár og deila síðan það sem er eftir af þessu ári og bæta því við greiðsluna
þannig að kanski í mínu tilviki þá hefði ég verið að borga ca 7250 fyrir 14 mánuði ég er ekkert að horfa í þessa aura.´ég er í öðru félagi þar sem var frekar hart tekist um þessi mál og var þessu breitt á þennan veg og hafði það mjög jákvæð viðbrögð.
kv Gunni
27.10.2007 at 22:45 #600476Ég hef ekki nokkra trú á öðru en að það sé hægt að leysa svona mál eins og rætt er um hérna, án þess að neinn verði ósáttur eftir.
Það er nú bara alveg eðlilegt að nýliðun sé einna helst á haustin, er það ekki?
Kannski ætti að rukka hálft árgjald seinni helming ársins, sem næmi þá hálfu árgjaldi eða svo…en það flækir náttúrulega hlutina.Það er auðvitað ekki nema eðlilegt að fólk spyrji hvað er verið að greiða fyrir, og því er jú svarað hér að ofan.
Ég er einn þeirra sem hef ekki tekið beinan þátt í starfi klúbbsins nema þá helst á þessum miðli hér. Við það, og félagsgjaldið, er ég bara miklu meira en fyllilega sáttur.Sérstaklega vil ég benda á allt það starf sem fólk tekur að sér í sjálfboðavinnu í þágu sportsins.
Það er ekki nema sjálfsagt að þeir sem vilja, nenna og hafa tíma til, séu með einhverja fjármuni milli handanna við þær framkvæmdir sem ráðist er í á vegum klúbbsins. Svo geta legátar eins og ég notið þess að vild!Auðvitað er ég ekki að leggja til einhver himinhá félagsgjöld, ég er bara miklu frekar hissa á hvað er hægt að framkvæma fyrir þessa aura.
Kannski fáránlegur smanburður, en bensínlíterinn kostaði að mig minnir eitthvað um 70 krónur þegar ég fór að skrölta fyrst á eigin jeppa…hvað kostar hann núna? Hvernig hafa félagsgjöldin þróast? Sennilega hafa þau lækkað í þeim samanburði, þrátt fyrir óeðlilega hátt gengi krónunnar…
Bara pæling.
kv
Grímur
28.10.2007 at 17:57 #600478Það er gott mál að setja þetta í fastari skorður. Það þarf líka að taka tillit til þess að virkni er ekki jöfn yfir árið, t.d. eru sumarhátíð (í júlí) og árshátíð (í nóv) alltaf mikið niðurgreiddir atburðir svo það gæti þurft að taka tillit til slíkt þegar gjöld fyrir hluta úr ári eru ákveðin. Væri áhugavert að fá dæmi t.d. um hvernig þetta er gert í öðrum félögum. Ég t.d. fór á námskeið hjá ÍRA í byrjun árs og fékk svona "fyrsta árið frítt" og svo full rukkun á næsta (námskeiðið kostaði reyndar tæplega þrefalt árgjaldið… en var hverrar krónu virði).
Og góður punktur Grímur, ég er held ég ekki með neinar upplýsingar um gamalt bensínverð en það væri gaman að bera þetta tvennt saman. Hins vegar skoðaði ég um daginn vísitölu neysluverð (af vef Hagstofu) og félagsgjöld og það hefur ekki orðið raunhækkun á þessum gjöldum á þessari öld. Reyndar… er undirtala í neysluvísitölu t.d. fyrir dísel og bensín, væri kannski hægt að grafa sig í gegnum einhverja útreikninga fyrir það þegar maður er í stuði, góður punktur.
28.10.2007 at 19:00 #600480Ég ætla að vona að það séu Íslenskir radóiamatörar en ekki Irish Republican Army 😉
28.10.2007 at 19:07 #600482Hmm, var ferð mín til Dublin um daginn ekki dálítið dularfull ;)? Guinness er samt ferlega góður.
28.10.2007 at 21:44 #600484Ég tók mig til og reiknaði þróun félagsgjaldsins frá því að neysluvísitalan er skráð á Hagstofuvefnum sem er þá frá 1989. Það kemur í ljós að ef félagsgjöldin hefðu fylgt eftir vísitölunni til dagsins í dag ættu þau að vera kr. 6.175.-
Það er vert að geta þess að 1989 var enginn starfsmaður hjá ferðaklúbbnum, fjarskiptakerfið var ekki komið og ekki var klúbburinn að leigja sér félagsaðstöðu.
Kv.
Barbara Ósk
gjaldkeri 4×4
02.05.2008 at 21:25 #600486það er voða vitlaust að borga 245 kr til landsbankans . ef men vilja vera í felaginu þá borga men bara galdið stein þeigjandi og hljóðalauts að vissu marki . en að vera að stykja banka það er ut í hött
02.05.2008 at 22:18 #600488ég veit ekki hvað þú varst að drekka en að minu mati er ég að fá "my full price worth" fyrir mína félagaaðildsborgun
03.05.2008 at 23:48 #600490en þar sem eg er alls skáður þegar þetta var skrifa og hef ekki smakað í 3 mánuði en er með eithvað sem heitir lesbilda þá tek eg þetta sem móðgun
04.05.2008 at 00:22 #600492Þetta var aulafyndni hjá mér og ég afsaka að þetta hafi komið svona illa út hjá mér. Mér finnst bara ekki mikið mál að borga eitt 250kr seðilgjald á ári, það var það eina sem ég var að reyna að segja.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.