This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Logi Ragnarsson 9 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Sæl veri þið.
Má til með að koma því á framfæri að mér fannst fundurinn í gærkvöldi alveg frábær í alla staði. Var reyndar aðeins of seinn en náði þó jólakaffinu með bakkelsinu sem var ekki að verri endanum (heimabakað nammi namm með kakó). Fylgdist í framhaldi af því með ótrúlega skemmtilegum fyrirlesti Friðriks og Guðna um smíðina á ofurtrukknum, þvílíkt metnaðarfullt verkefni sem ljúka á 1.maí í vor 😉
Húsnæðið er svo að segja fullbúið, meistaralega vel að verki staðið og eiga allir þeir að því komu mikið hrós skilið, þvílíkir snillingar – maður er bara orðlaus yfir dugnaðinum.
Bestu þakkir fyrir mig
Logi Ragnarsson
R-143
You must be logged in to reply to this topic.