Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Félagsfundurinn 11,4
This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Kjartansson 17 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
11.04.2007 at 22:58 #200110
Mér langar til að koma hérna inn hve athyglisvert var það sem Magnús í Tækninefnd sagði um það sem tekið var fyrir í kastljósi hér fyrir stuttu og fannst mér þá sérstaklega skýrsla slyssinns sem hann nefndi þar sem ekkert var sett út á Patrolinn í jenni nema að farþegar patrols hefðu getað slasast minna ef boddý hefði ekki klofnað frá grind og fannst mér einnig að uppbygging og viðhald vega sé verulega ábótavant!! því það var jú sannað að vegurinn hefði átt þátt í þessu sorglega slysi milli patrolsinns og corollunnar. einnig er það rétt sem magnús sagði að við verðum að taka þátt í skoðunum á bílum okkar og benda á breytingar sem hafa verið gerðar og annað slíkt, ég held að það sé ekki nóg af fólki sem gerir það þegar í skoðun er komið
hvað finnst ykkur??
Davíð Raulari:D
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
12.04.2007 at 02:27 #587664
Sælir.
Upp úr 1985 átti ég Willis á 33" dekkjum. Þar sem ekki var til vottorð um breytingar á sectorarminum þurfti ég að fara með hann til Iðntæknistofnunar og láta röntgenmynda arminn og fá stimplað vottorð svo ég gæti fengið skoðun á bílinn.
– Er eitthvað svipað eftirlit í dag með bílskúrsbreytingum? Ef svo er hver framkvæmir það?
Magnús G.
12.04.2007 at 06:35 #587666Reglurnar sem Magnús vísar til eru enn í gildi. Það þarf að hafa vottorð um samansoðna eða smíðaða hluti í stýrisbúnaði.
-Einar
12.04.2007 at 09:43 #587668Mér fannst Magnús í tækninefndinni koma mjög vel fyrir og flytja gott mál á fundinum í gær. Ég er sammála honum að mestu leyti.
Í gildi eru reglur sem settar voru fyrir um 20 árum og þær hafa margsannað gildi sitt. Bæði setja þær að mínu mati hæfilega þröngan ramma utanum beytingar til að tryggja nægileg gæði á breytingum en gefa um leið rými til þróunar sem er nauðsynleg ef þessi stórkostlega samgöngutækni (sem íslenskar jeppabreytingar vissulega eru) á að blómstra áfram. Sjáiði bara, þessar 20 ára gömlu reglur rúma 49 tommurnar undir stóru trukkunum sem eru heldur betur að virka þannig! Svona á þróun að vera.
Í reglunum er alveg skýrt að öll sérsmíði og breytingar á stýrishlutum skuli fá tegundarvottun frá Iðntæknistofun (ITÍ) og sérsmíði skuli skoðuð hjá ÍTÍ. Það tel ég nægja og bendi á áratuga jákvæða reynslu og slysarannsóknir því til stuðnings.
Vissulega er hægt að bæta eða þróa eitthvað í þessu, en ég tel ekki þörf á neinni uppstokkun. Og það er okkar hlutverk í f4x4 að koma með tillögur að slíku.
Hins vegar á að ræða slíka hluti yfirvegað og komast að niðurstöðu innan f4x4 og með tækninefnd. Þá umræðu á ekki að hefja í beinni í Kastljósinu.
Snorri.
R16
12.04.2007 at 19:08 #587670Það er hægt að finna reglur um breitingar á stýrisgang í Fróðleikur á síðunni. Einar ættlar að setja link á skýsluna á þráðinn.
Kveðja Magnús.
12.04.2007 at 21:24 #587672Eflaust eru reglurnar um stýrisbúnaðinn góðar og gildar en tilhvers er gegnumlýstur og stimplaður stýrisarmur ef fjöðrunarstýfurnar eru soðnar saman út í bílskúr. Ef hásingarnar fara eitthvað annað en þeim er ætlað er ekki gott að segja hvert bíllinn fer.
Stjóni
12.04.2007 at 23:02 #587674Þeir sem þekkja til í vélhutafræði vita að mun meira álag er á stýrihluta heldur en fjaðrafestingnar og fjaðrastífur. Í það minnsta er það mun vandasamaraverk að gera stýrisgang þannig úr garði að nann haldi vel heldur en fjaðrastfífur og festingar.
Þetta fundu tveir vélaverkfræðingar með framhaldsmenntun í vélhlutahlutafræði út á sínum tima og ég sé ekki betur en að þetta hafi alveg staðist. Ég bendi á að í árdaga löglegra jeppabreytinga þá kom dáldið fyrir að stýrisarmar væru að gefa sig. Vélverkfræðingarnir okkar sem einnig voru þá sérfræðingar á þessu sviði hjá iðntæknistofnun, tóku þá höndum sAman við þá sem framleiddu slíka arma og þróðuðu gerð þeirra þannig að þessi vandi varð brátt úr sögunni.
Annars má rita laNGar ritgerðir um það hvers vegna jeppabreytignar eru að ganga svona vel án "ofurskriffinsku" í formi þungs og kostnaðarsams eftirlitskerfis.
Ég vara bara við þeirri hugsun sem virðsti vera stutt í hjá mörgum að telja launsina á því að stöðva gamlan breyttan bíl með haugryðgaðar boddýfestingar og boddylift, fær athgusemd í skoðun. fera nanað og fær skoðun á þess að laga (skv kastljósinu), láta sér detta í hug að koma í veg fyrir að svona geist aftur með því að láta röntgenmyunda suður á nýjum fjaðrafestingum.
Nei, förum ekki að spinna í huganum af takmarkaðri þekkingu nema hjá okkru sitji vélaverkfræðingur með master í vélhlutafræðum til að leiðrétta okkur þegar við förumútaf sporinu. það reyndist okkur hinum í gömlu tækninefndinni allavega vel þegar við vorum að koma þessu á koppin fyrir um 20 árum í harðvíturgri og langvinnri barráttu (sem einn daginn væri gaman að rifja upp og setja á blað).
Snorri
R
16.
12.04.2007 at 23:23 #587676Mér finst þetta bílskúrstall dáldið heimnskulegt. Ef við myndum banna þær myndum við stopa þróunnina á jeppabreitingum. Ég held að þeir sem eru með breitingaverkstæðin hafi allir byrjað að breita sjálfir í skúrum. Allar þær nýungar í jeppabreitingum koma frá mönnum óteingdum breitingaverkstæðana. Einnig er ég ekkert visum að suður á þessum verkstæðun séu eithvað betri en hjá öðrum, einig eru suður frá framleiðundum oft ansi skrítnar. Ef menn eru með skynsamlega lausn hvernig betur mætti hag skoðun á suðum og festingum er þetta þráðurinn til að tjá sig. Eru mörg dæmi um það að men séu að missa fjöðrunarkerfið undan eftir að hafa farið í gegnum skoðun?
Kveðja Magnús.
12.04.2007 at 23:40 #587678Sæll "gamli" ;o)
En getur þú ekki verið sammála um að það séu klárlega nokkrir breyttir bíla (og væntanlega óbreyttir líka) sem eru á ferðinni ? Ég hef farið í túra með mönnum á bílum sem ættu bara alls ekki að vera á númerum.
Það má klárlega laga þessar reglur sem eru til í dag, færa þær til nútímans, enginn er að tala um einhverjar kollsteypur, bara að koma á blað því sem við þekkjum sjálfir. Bara td eitthvað á þennan máta:
Skylda sé að allir bílar sem eru breyttir fyrir x tommur eða meira, skulu hafa stýristjakk.
Í öllum breyttum bílum sem eru hækkaðir upp meira en x cm, skulu vera með x margar upphækkaðar boddýfestingar….
Fullt er til af svona þekktum staðreyndum sem fínt er að koma inn í skoðunarferilinn. Og auðvitað er það rétt að framfarirnar og hönnunin fer fram heima í skúr, enginn er að tala um að banna þær, bara að það sé vel gert og þær séu teknar út á réttan máta.
Við vitum allir hvað gerist þegar einhver tekur sig til og vill banna breytta jeppa og apparatið fer í gang gegn okkur. Á slíku hef ég engann áhuga, vill gera hlutina vel svo ég fái að njóta sportsins áfram. Sjáið bara hvað gerðist í kringum Hvannadalshnúk, þar gleymdum við okkur smá og misstum spón úr aski okkar.
kv
Palli
12.04.2007 at 23:53 #587680Koma oft nýjungarnar frá skúraköllunum, því það eru þeir sem hafa tíma og áhuga til þess að prófa sig áfram. Að færa þessar breytingar eingöngu inn á breytingarverkstæðin væri því mikil afturför að mínu mati. En hvað skoðanirnar varðar, bæði breytingarskoðanir og skoðanir almennt. Þá eru þær nú ekki, þannig eðlis að hægt sé að ábyrgjast bíl eftir skoðun. Og hefur Palli allt aðra viðmiðun til þessara hluta. Þ.a.s vegna rallsins. En í rallinu er það þannig að bílarnir eru skoðaðir fyrir hverja keppni. Og minnist ég þess t,d að maður gat lent í skoðun 13 sinnum á ári, ef þannig stóð á. Þ.a.s almenna skoðun og síðan 6 skoðanir fyrir keppni og síðan 6 keppnisskoðanir hjá LÍA auk þess voru stundum sérstakar hjálmaskoðanir. Við megum ekki gleyma því að oft er tekið verulegt á jeppunum okkar. Og brjótum við oft hluti sem almenningur getur notað árum saman á vandræða. Samanber mótor, drif, öxl, grindur, gírkassa, milliskassa ofl ofl. Því þætti mér ekkert óeðlilegt að við gengjum í gegnum ýtarlegri skoðun en fólksbílar eða óbreyttir jeppar. Enda er nú bróðurpartur okkar þannig þenkjandi að við eru jú bara fegnir, ef einhver sér einhverju ábótavant í jeppanum sem okkur hefur sést yfir, ekki satt.
Við viljum jú hafa hlutina í lagi, til þess að lenda síður í því að koma heim í spotta, langar leiðir.
Ég tek undir með Snorra að því má ekki gleyma sem ávannst í árdaga klúbbsins og þarf auðvita að halda því til haga. Það var vinna fárra manna, sem er enn grunnurinn af því sem við erum að gera í dag. Grundvallar markmiðin eru nákvæmlega þau sömu og eru grundvallar, markmið klúbbsins. Ferðafrelsið og frelsið til þess að aka um á breyttum jeppum. Og þá skiptir höfuð atrið að fá að breyta þeim sjálfir, því í huga margra er það einn af grundvöllum jeppamennskunnar að fá að grúska í skúrnum. Við eigum því að vera hagsmunafélag jeppamanna fyrst og fremst og þá er frelsið til athafna grunnurinn að 4×4. Kv Ofsi
13.04.2007 at 01:22 #587682enginn að tala um neina kollsteypu í þessum málum eins og fram hefur komið. Frumkvöðlarnir í þessu starfi meiga vissulega vera stolltir með að hafa komið þessu á koppinn á sínum tíma. Þó er ég sammála Jóni "Ofsa" að mér þætti ekki neitt að því að við þyrftum að fara í ítarlegri skoðun en nú er gert með okkar breyttu jeppa, sérstaklega ef þeir eru farnir að eldast.
–
Vonandi eru flestir svo þenkjandi að vilja hafa öruggt farartæki til að ferðast á.Góða nótt
Magnús G.
13.04.2007 at 08:28 #587684Já Palli og fleiri, ég hef ekkert á móti sjálfsgagnrýninni umræðu sem rífur okkur upp úr farinu. Ég er hins vegar ekki viss um að rétti vettvangurinn til að hefja hana sé Kastljósið í beinni.
Betri vettvangur er að loka ca 20 manns á vegum f4x4, stjórn, tækninefnd og fyrrverandi tækninefndarmenn etv fleiri, inni eina kvöldstund og ræða málin mjög opið, varpa ýmsu fram og kryfja. Þetta var gert fyrir nokkrum árum og allir sem þar voru komu held ég mun upplýstari frá því.
Og þá að jeppunum sjálfum, það er jú aðalatriðið:
Varðandi þróun á "umhverfi" jeppabreytinga, þá sé ég að Palli er með sömu eða svipaðar hugmyndir og ég hef gengið með lengi. Regluramminn er til og skoðunarferið er í gangi. Hins vegar eru hlutir sem reynslan sýnir að ganga ekki eða illa, en núverandi reglur taka ekki beint á. Dæmi eru t.d. þessi klassísku með hrútshornið í gamla HiLuxinum og færslan á stýrisenda togstangar niður fyrir sektaorsarm í Patrol. Til eru lausnir á báðum þessum vandamálum sem flestir nota en þeir sem vilja geta skorast udnan að nota þær eða vita ekki af þeim. Hvað er til ráða?
Hugmyndin er að í stað þess að segja hvernig "eigi að breyta" tilteknum tegundum bíla þá sé tekinn saman listi yfir ráðstafanfir sem við teljum að eigi að gera í sértökum tilvikum. Dæmi, ef Toyota með hrútshorn fer á 38" eða stærra, þá sé settur stýristjakkur eða aðrar ráðstafnair gerðar til að taka álag af hrútshorninu. (aðrar ráðstafanir gætu líka verið að setja stýrisarm og aðra stýrisvél, eigandinn hefur frelsi til að leysa á nokkra vegu).
F4x4 getur verið leiðandi í að gera svona "undantekningalista".
Þegar þessi hugmynd var rædd, þá sáu menn einhverja annmarka á lagaumhverfi kringum þetta, ég er þó mun hrifnari af hugmyndum í þessum tón heldur en stífari forskrift að breytingum, eða erfiðara viðurkenningarferli á breytingu (sem ég tel að geti stöðvað alla þróun).
Snorri
R16
13.04.2007 at 08:40 #587686Fram hafa komið valinkunnir menn á vegum f4x4 og fullyrt að þeir viti um marga bíla sem ættu ekki að vera á götunni.
Hvernig væri nú að f4x4 skipi hóp, (eða tækninefndina), sem myndi safna saman upplýsingum um þessa tilteknu bíla og kryfja hvað var að í raun. Það þarf að gæta nafnleyndar þeirra sem lenda í slíkri "krufningu" og þarf því að vinnast sem trúnaðarmál.
Þegar fyrir liggur hvaða atriði þetta eru, þá er hægt að velta fyrir sér hvað þyrfti hugsanlega að að laga í "breytingaumhverfinu".
Ályktanir væru þá byggðar á staðreyndum.
Snorri
R16
13.04.2007 at 10:08 #587688um gerð og búnað ökutækja er að finna þær reglur sem gilda um breytingar á jeppum
Þessa reglugerð er að finna á vef Umferðarstofu, http://www.us.is
Ég hvet alla sem eiga breyttan jeppa til að kynna sér þessa reglugerð.Hjalti R-14
13.04.2007 at 15:12 #587690ég er á því að það væri mjög sniðugt það sem mér skildist einhvernveginn á snorra en þ,a,s loka menn F4x4 saman inn eina til tvær kvöldstundir eða svo og þar að segja tækninefnd nýja og gamla sem og aðra menn sembúa yfir reynslum á breytingum reglugerðum og sv fr og setja saman lista yfir hvað þarf helst að varast og athuga við breytingar í helstu tegundum bíla sem er verið að breyta og skella svo listanum hér inn á netið og þá geta menn haft hann í huga sem einhverskonar gátlista ef þeir eru að breyta sínum bílum og finnst mér að það væri mjög sniðugt ef að klúbburinn hefði svona gátlista þar sem hann er leiðandi í breyttum jeppum og og viljum við jú öll að okkar jeppar sem og jeppar annara á götunni og í ferðum séu í lagi almennilega skoðaðir og vel smíðaðir. einnig er hægt jafnvel að fá fagmann jeppabreytinga af einhverju breytingarverkstæðinu til að sitja þennan "fund" og hafa sitt til málanna að leggja sem fagmaður eins með vélverkfræðinga og menntaða menn á hinum ýmsu sviðum sem þessu tengjast. við höfum aðstöðuna í mörkinni til að halda sæmilega mannaðan "fund" og ræða þessi mál
þetta er þess virði að spá í finnst mér
Kv Davíð Karl
13.04.2007 at 19:27 #587692Ég held að menn verði að hugsa vel til framtíðar þegar men huga að setja nýar reglur.T.d ef við setjum reglu að 44“ jeppar þurfi stýristjakk, þá útilokum við að nýir jeppar fari á svoleiðis dekk því að í framtíðini verða allir jeppar komnir með tanstangarstýri. Og við svoleiðis búnað er ekki hægt að setja stýristjakk og mér er sagt að það þurfi ekki.
Kveðja Magnús.
13.04.2007 at 21:14 #587694Þetta er þörf og góð umræða meðal okkar félags og skemmtileg, það er nú samt alveg stór furðulegt hvað ég er alltaf sammála Snorra þó ég hafi ekki hæfileika til að koma upp með sömu hugmyndir og hann en hvað um það þá verðum við að fara varlega í allar öfga-hugmyndir í þessu efni og vanda vel til vinnu!!!
Ég segji bara áfram Snorri.
kv:Kalli hugmyndasnauði
14.04.2007 at 10:40 #587696Sælir félagar.
Kannski ætti þessi þráður að vera betur kominn undir innanfélagsmál, en ég læt gossa…
Það er bara eitt í stöðunni, þeas að stjórnin fái núverandi tækninefnd til að klára þessi mál. Ég man þessa sömu umræðu fyrir nokkrum árum, þegar BÞV var formaður og þá ætlaði þáverandi tækninefnd að koma með tillögur (og væntanlega er þetta enn á dagskrá og oft rætt síðan)
Kannski eru menn bara mikið uppteknir við annað, en hér er á ferðinni þannig mál, sem þolir ekki mikla bið í viðbót. Því skora ég á núverandi tækninefnd að klára þessi mál, til þess er hún kosin. Og um leið geta þeir einfaldlega kallað til menn, boðað þá bestu á einn fund og biðja þá um að hafa með sér tillögur. Síðan að vinna úr þeim hugmyndum sem þar koma og senda frá sér í nafni klúbbsins til þeirra sem ráða.
Það eru til þrenns konar fyrirtæki / félög / einstaklingar og stundum er sagt á þennan hátt:
Þeir sem tala um að láta hlutina gerast.
Þeir sem heyrðu af því að eitthvað hafi gerst.
Þeir sem hafa ekki hugmynd um að eitthvað gerist.
Þeir sem láta hlutina gerast (og þar eigum við að vera, nú sem fyrr).Kv
Palli
14.04.2007 at 10:49 #587698[url=http://jeppi.klaki.net/Breytingar:38t3gcsq]Hér er wiki[/url:38t3gcsq] þar sem menn geta sett inn upplýsingar sem varða breytingar á einstökum tegundum bíla. Tækninefnd mun sjá um að ritstýra því efni sem þarna kemur inn, en til þess að þetta þjóni tilgangi sínum, þá þurfa fleiri að leggja málinu lið. Hver sem er getur sett efni þarna inn, eins og er þurfa menn ekki að skrá sig sérstaklega inn, þó mælt sé með því að menn geri það.
-Einar, tækninefnd
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.