This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Bjarki Viðarsson 17 years ago.
-
Topic
-
Félagsfundur var haldin í Mörkinni 7. janúar 2008 og hófst rúmlega 20:00. Á fundinn voru mættir um það bil 60-65.
Innanfélagsmál
- Námskeiðahald hjálparsveitar: Lella kynnti dagskrá námskeiða. 16. jan verður kvöldstund um MapSource/nRoute þar sem farið verður yfir notkun þess. Í febrúar verður verkstæðiskvöld með svipuðu sniði og hefur verið fyrir nýliðaferðir með töppun og öðrum skemmtunum. Í mars á að vera GPS og rötunarnámskeið, 2 kvöld og svo verklegt t.d. einn laugardagur.i Í apríl á að vera signámskeið þar sem notast verður við algengan búnað sem er að finna í jeppa.
- Kastaragrindur: Maggi í tækninefnd fór yfir kastaragrindarmálið. Er það orðið ljóst að þessi regla er frá og mun ekki taka gildi hér. Áttu tækninefndarmenn góðan fund með aðstoðarmanni samgönguráðherra (Patrol eiganda…) Róbert Marshall um þetta mál. Er Róbert tilbúinn til að mæta á félagsfund til að svara fyrirspurnum félagsmanna sé þess óskað.
- Önnur tæknimál: Einar, formaður tækninefndar fór yfir tilgang tækninefndar og hlutverk hennar í markmiðum klúbbsins. Staldrað var í þyngdarmálið og rakin ýmis dæmi þar sem leyfð heildarþyngd er aukin, ýmist með bréfi frá verksmiðju eða eftir öðrum leiðum, t.d. þegar bílar eru brynvarðir eða lengdir (limmar). Einnig kom hann inn á önnur mál s.s. tengsl félagsins við hagsmunaaðila á ýmsum sviðum, sjálfstæði hans, ákvarðanatöku og fleira. Einnig var talað um þær reglur sem gilda um breytingar sem eru frá árdögum klúbbsins og sannast hefur að þær standast tímans tönn.
- Stjórn óskaði eftir sjálfboðaliðum til að sjá um flutning Þorramatar vegna Þorrablóts! Er þetta einstakt tækifæri til að lenda í ævintýrum ársins, enda hefð fyrir því. Áhugsamir hafi samband við stjorn@f4x4.is.
Önnur mál, eldsneytisverð: Helena Sigurbergsdóttir R 2703 bar fram svohljóðandi ályktun: Félagsmenn á félagsfundi skora á stjórn klúbbsins að beyta sér fyrir því að hagsmunaaðilar svo sem atvinnubílstjórar, vöruflutningafyrirtæki, ferðaþjónusta og aðrir taki sig saman og skori á yfirvöld að lækka álögur á eldsneyti til að draga úr kostnaði við flutninga á okkar viðfema landi ásamt því að hafa slakandi áhrif á verðbólgu í landinu. Samþykktu fundarmenn þetta nánast samhljóða (1 á móti).
Stilling
Viðar Sveinbjörnsson kynnti Stillingu sem rekur verslanir í Reykjavík, Akureyri og á Selfossi (6 talsins). Í tengslum við samning Skeljungs og F4x4 mun Stilling, sem m.a. sér Skeljungi fyrir öllum bílavörum, bjóða regluleg tilboð til félagsmanna á vörum sínum. Núverandi tilboð: 30% af öllum aukaljósum fram til Páska og 20% af „flötum“ rúðuþurrkum. Ýmsar vörur eru í boði hjá Stillingu, varahlutir, verkfæri, aukahlutir og verða sérstök tilboð til félagsmanna kynnt reglulega (1-2 mánað frest) á heimasíðu Stillingar og F4x4. Einnig eru á tilboði Xenon kastarar á 39.900kr stykkið. Félagsmenn fá auk þess 15% fastan afslátt af öðrum vörum.
Kaffihlé og myndasýning
Kaffiveitingar voru í boði Stilllingar og myndasýning (án hljóðs) að þeim loknum.Ef eitthvað gleymdist eða vantar inn í þá vinsamlegast bætið við. Þetta er eingöngu eftir minni og lauslegum minnispunktum.
You must be logged in to reply to this topic.