This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Samúel Þór Guðjónsson 12 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Sameiginlegur félagsfundur Ferðaklúbbsins 4×4, Ferða og útivistarfélagsins Slóðavina, Landssambands íslenskra vélsleðamanna (LÍV) og Skotvís verður haldinn mánudaginn 26. nóvember klukkan 20:00 á Hótel Natura (Loftleiðir).
Dagskrá fundarins:
· Reynsla ameríkana af stjórnun vegslóða (Russ og Tom – NOHVCC)
Til landsins hafa verið fengnir þeir Russ Ehnes og Tom Crimmins til að miðla af reynslu sinni. Russ Ehnes er framkvæmdastjóri NOHVCC samtakanna (http://www.nohvcc.org) og hefur áratuga reynslu af stjórnun umferðar á fáförnum ferðaleiðum. Tom Crimmins er fyrrverandi starfsmaður US forest service til 32 ára og með 20 ára reynslu af stjórnun vegslóða. Tom er einnig höfundur bókarinnar Management Guidelines for OHV recreation.
Efni fyrirlestrarins verður meðal annars :
· Geta vegir og vegslóðir verið umhverfisvænar?
· Er hægt að samnýta vegslóðir fyrir ólíka ferðahópa?
· Hvað er vegur og hvað er vegslóð?
· Breidd vegar/vegslóðar. Þarf vegur að vera fyrir alla umferð ?
· Viðhald og sjálfbærni eða lokun?
· Hvað þarf til að halda umferð á vegi/vegslóð?
· Hverjar eru þarfir þeirra sem nýta vegi?
· Þarf umferð að geta verið á skilgreindum svæðum utan vegakerfis?Fyrir Alþingi liggja drög að frumvarpi til Náttúruverndarlaga þar sem gerðar eru miklar breytingar á hvernig löglegir vegir og vegslóðar verða skilgreindir. Í stuttu máli stendur til að gefa út kortgrunn með vegum utan hins almenna vegakerfis sem löglegt verður að aka eftir. Akstur eftir öðrum vegum verður skilgreindur sem utanvegaakstur.
Félögin sem standa að þessum félagsfundi hafa áhyggjur af því að mikið magn leiða muni lokast, jafnvel leiðir sem notaðar hafa verið til ferðalaga um áratuga skeið.
Félögin standa fyrir röð fyrirlestra þar sem stjórnsýslufólki er boðið að hlusta á fyrirlesara frá NOHVCC samtökunum í Bandaríkjunum, m.a. Akureyri, Reykjavík, Selfoss og Borgarnes.
Fyrirlestur Russ og Toms fer fram á ensku.
Með von um að sjá sem flesta,
Ferða og Útivistarfélagið Slóðavinir
Ferðaklúbburinn 4×4
Landsamband Íslenskra Vélsleðamanna
Skotvís (Skotveiðifélag Íslands)
You must be logged in to reply to this topic.