This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Tryggvi R. Jónsson 17 years, 7 months ago.
-
Topic
-
4. júní – Sal FÍ Mörkinni
1) Innanfélagsmál
1a) Starf stjórnar
Agnes sagði frá starfi stjórnar frá aðalfundi. Áberandi hafa verið heimsóknir á aðalfundi landsbyggðardeilda. Ýmsar deildir koma að Sumarhátíð og síðan ætla Suðurnesjamenn að bjóða í dagsferð um Reykjanesið í október.
Náðst hafa samningar um fjármögnun eldri jeppa við SP og verður það kynnt í haust en hægt er að fá nánari upplýsingar hjá SP.
Regatta búðin bíður upp á merkta jakka á 7400kr, hægt er að fá merkingu (F4x4 merki og nafn og jafnvel félagsnúmer) í MERKT sem er við hliðina á Regatta búðinni.1b) Umhverfisnefnd
Skúli sagði frá útfærslu á aðkomu SAMÚT að Vatnajökulsþjóðgarði. SAMÚT fær áheyrnarfulltrúa í stjórn og einn mann í hvert svæðisráð. F4x4 á einn af þeim og FÍ þrjá. Ýmislegt annað hefur komið á borð umhverfisnefndar m.a. enn einn nefnd um vegi á hálendinu…1c) Sumardagskráin
Tryggvi fór yfir sumardagskrána:
* Landgræðsluferð 22. – 24 júní í Mörkina, mjög líklega síðasta ferð f4x4 þangað enda góðra verka þörf víðar.
* Sumarhátíð 20. – 22. júlí í nágrenni Víkur.
* Veiðiferð (dagsferð) 12. ágúst
* Stikuferð verður í lok ágúst eða sept eftir verði og leyfum
* Fjölskylduferð í Setur 30. ágúst – 1. sept.
Einnig var uppljóstrað um að ljósmyndakeppni væri í farvatninu og því um að gera fyrir félagsmenn að munda myndavélar í sumar!
Árshátíð F4x4 verður 3. nóvember og að haldin þetta árið á hinum margrómaða höfuðstað Norðurlands, Akureyri.
Einnig eiga félagsmenn að taka frá helgarnar í kringum 10. mars 2008 en þá verður klúbburinn 25 ára!2) Shell
Fulltrúi Shell ræddi um afslætti og ýmislegt eldsneytistengt. Vegna tæknilegra vandræða komst hann þó ekki með kynninguna sína en verður vonandi hægt að taka þann hluta í haust. Nokkuð var spurt út í afslætti og einhver tæknileg vandræði eru í kringum þá sem eru ekki að nota kassakerfið og sjálfsala. Þeir sem vilja vera vissir um að geta nýtt sér kjörin geta sótt um viðskiptakort Shell. Gefur það einnig afslátt af smurningu og vörum hjá Stillingu. Spunnust upp ágætis umræður um þróun dísel vs. bensín notkunar og þrátt fyrir slappt gengi Ferrari þá var V-Power hampað…3) Kaffihlé … prins póló í tilefni sumars
4) Myndasýning
Sýnd voru tvö myndbönd, svo nýklippt að þau voru ennþá volg. Það má segja að það hafi tekist að fanga ágætlega stemmingu síðasta árs í myndum, hreyfimyndum, tónlist og tali…
You must be logged in to reply to this topic.