This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Tryggvi R. Jónsson 17 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Innanfélagsmál
Þrátt fyrir afföll af stjórn var farið yfir stuttlega í innanfélagsmál.
Yfir sumarið voru þrír megin atburðir og voru allir velsóttir og tókust með eindæmum vel.
Landgræðsluferð í Þórsmörk (41 bíll)
Sumarhátíð í Vík í Mýrdal (83 bílar)
Stikuferð á Sylgjufell (10 bílar)
Framundan er talsvert magn af ferðum (sjá atburðadagatal) og nú er í atburðadagatalinu einnig fundir, ferðir og annað frá öðrum deildum.
Hæst ber auðvitað Árshátíð F4x4 sem verður á Akureyri þetta árið á Hótel KEA og verður haldin 3. nóvember. Verður nánar auglýst síðar og verða leiðir fyrir þá sem leggja ekki í þjóðveg eitt til að komast norður.Arctic Trucks og Top Gear á (segul)pólinn
Emil Grímsson, framkvæmdastjóri og Hjalti V. Hjaltason, þjónustustjóri Arctic Trucks sögðu okkur frá magnaðri ferð sem AT kom að með þá Jeremy Clarkson og James May á Toyota Hilux (3,0L dísel, sjálfskiptur, 38″, ekki aukamillikassi) á segulpólinn. Þeir töluðu um undirbúninginn og gáfu okkur innsýn í hvernig þetta var á bak við tjöldin.
Mjög margt áhugavert kom fram og gekk þeim félögum hægt að komast í burtu eftir afar fróðlegan og skemmtilegan fyrirlestur.Kaffihlé
Nýliðnir atburðir
Dagur Bragason í umhverfisnefnd F4x4 sýndi okkur myndir og sagði frá Stikuferðinni. Einnig tók hann nokkur velvalin sýnishorn af því sem hann ferlaði sem hluta af ferlunarverkefni LMÍ og F4x4 á Norðausturlandi í sumar.Fundi lauk um 23:00.
You must be logged in to reply to this topic.