This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Bragi Þór Jónsson 17 years ago.
-
Topic
-
Félagsfundur var haldinn í sal FÍ Mörkinni og voru milli 70 – 80 manns mættir.
Fyrsti dagskrárliður voru innanfélagsmál sem voru meðal annars:- Stjórn minnti félagsmenn á að hægt er að skrá aukafélaga án endurgjalds samkvæmt lögum félagsins. Þeir sem vilja skrá aukafélaga sendi upplýsingsr um viðkomandi (nafn og kennitölu) á f4x4@f4x4.is.
- Nýliðaferðir: Um næstu helgi fara Gemlingar með 20 bíla í nýliðaferð í Setrið. Um aðra helgi (24-25) eru farnar tvær ferðir, annars vegar í Strút og hins vegar í Hólaskóg. Nánari upplýsingar hér, skráning stendur enn yfir og er til 20. nóv. Einar (EIK) kynnti Strútsferð og leiðaval sérstaklega og gæti þetta orðið tveggja jöklaferð ef færð leyfir. Auk þess verður á þriðjudagskvöldið 20. nóvember undirbúnings og fræðslukvöld fyrir þá sem eru að fara í þessar ferðir, staðsetning auglýst síðar á vefnum.
- Einnig framundan: 30. nóvember verður bjórkvöld og laugardaginn 8. des verður jólakakó, vöflur og bingó fyrir yngri kynslóðina í Mörkinni.
- Fjarskiptamál. Nýr endurvarpi á Hlöðufelli (rás 58) hefur verið tekinn í notkun. Fjarskiptanefnd fékk fyrirspurn um hlustun á endurvarpa í gegnum netið og sögðu þeir að það mál væri í vinnslu.
- Ljósmyndakeppni: F4x4 mun standa fyrir ljósmyndakeppni meðal félagsmanna og er efnið keppningar starf klúbbsins, fjórhjóladrifsbifreiðar eða ferðalög. Nokkur dæmi voru tekin úr myndasafni. Myndir teknar á tímabilinu 1.1.2007 – 15.2.2008 eru gjaldgengar. Skil á myndum verða á þar til gerðri vefsíðu. Síðasti skiladagur 15. feb og úrslit tilkynnt á 25-ára afmælisfélagsfundi félagsins í mars 2008. Nánari reglur kynntar síðar.
Thorsten Henn jeppamaður og ljósmyndari kom og fræddi félagsmenn um lýsingu, white-balance, ljósop, birtumælingar, myndbyggingu og önnur atriði sem geta hjálpað manni við að gera myndirnar sem maður er að taka á fjöllum enn betri.
Kaffihlé
Eftir hlé var sýnd myndasýning sem var frumsýnd á árshátíð með ágætan fögnuð ásamt stutt mynd og nokkrum mistakaúrklippum við gerð þeirrar myndar.
[*]Fundi slitið u.þ.b. 22:15
[*]Fundi slitið u.þ.b. 22:15
You must be logged in to reply to this topic.