This topic contains 25 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurlaugur Þorsteinsson 17 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Félagatal.
Ég þurfti að ná í einn ágætis mann í Skagafjarðardeild áðan. Það sem hann er greinilega hættur í stjórn átti ég ekki von á að finna hann á vefsíðu þeirra Skagfirðinga. En viti menn. Helvískir skagfirðingarnir auðvita laaaang flottastir og eru með félagatalið á vefnum með myndum og alles. Þetta er svo flott hjá þeim að ég missti smá slef yfir lyklaborðið hjá mér. Ég hef nokkrum sinnum velt þessu upp hérna í Sódómu, hvort við gætum gert þetta. Og hef ég haft þann varnagla á að við gætum haft þetta einungis aðgengilegt á vefsíðunni fyrir félagsmenn. Enda vissi ég að ekki þýddi að koma með tillögu þess efnis að hafa þetta opið öllum einsog hjá Skagfirðingum. Enda sjá höfuðborgarbúar óvini í hverju horni. Einsog kemur í ljós þegar leitað er eftir símanúmerum nefndarmanna. Panonojan eða víðáttufælnin leynir sér ekki. Hvað segja menn um þessa hugmynd að koma félagatalinu á vefinn fyrst félagatalið kemur aldrei út á annan máta.
You must be logged in to reply to this topic.