This topic contains 29 replies, has 1 voice, and was last updated by Hlynur Snæland Lárusson 17 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Þetta er eitthvað sem er búið að vera í umræðunni lengi og margar mismunandi skoðanir á þessu.
Nýjar fjarskiptareglur koma inn á þetta og til að það gangi upp þarf að vera til einhver leið fyrir almenna félagsmenn að vita hver er félagsmaður og hver ekki.
Deildirnar okkar hafa þetta einfaldlega á vefnum hjá sér, félagsnúmer, nafn, símar og allt.
Það er til skjal með grunnupplýsingum, númer, nafn, kennitala, heimilisfang. Útprentað svona 64 – 148 A4 blöð eftir því hvernig maður reynir að troða á síðurnar. Þarna vantar alveg öll símanúmerin og sumir hafa mörg. Félagsmenn eru orðnir margir og það setur ákveðnar skorður á hvað er hægt að gera með svona „doðrant“.Hverjir eiga að vera í félagatalinu?
Svo er annað sjónarmið að vilja ekki að neinar upplýsingar um sig séu aðgengilegar t.d. á vefnum. Þessu mætti mæta með því að menn gætu beðið um „bannmerki“ eins og í símaskrá að þeirra upplýsingar séu ekki birtar.Hvað þarf að vera í félagatalinu?
Félagsnúmer, nafn og upplýsingar um símanúmer sérstaklega farsíma (gsm,nmt,tetra,etc). Hver á að sjá um að þetta sé uppfært og rétt? Félagatalið sjálft er bara númer, nafn, heimilisfang og kennitala. Væri jafnvel ein lausnin að hafa bara félagsnúmer og nafn og svo pláss fyrir aftan hvert nafn til að menn gætu fært sjálfir inn á sitt eintak þau símanúmer fyrir þá aðila sem þeir vildu hafa upplýsingar um af vefnum?Svo mætti líka setja á lokað svæði bara lista um hvað séu gild félagsnúmer:
A-1 til A-xxx
X-1 til X-xxx
R-1 til R-xxxx
o.s.frv.
You must be logged in to reply to this topic.