FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Félagatal Ferðaklúbbsins 4×4

by Tryggvi R. Jónsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Félagatal Ferðaklúbbsins 4×4

This topic contains 29 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson Hlynur Snæland Lárusson 17 years, 7 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 30.09.2007 at 12:42 #200888
    Profile photo of Tryggvi R. Jónsson
    Tryggvi R. Jónsson
    Participant

    Þetta er eitthvað sem er búið að vera í umræðunni lengi og margar mismunandi skoðanir á þessu.
    Nýjar fjarskiptareglur koma inn á þetta og til að það gangi upp þarf að vera til einhver leið fyrir almenna félagsmenn að vita hver er félagsmaður og hver ekki.
    Deildirnar okkar hafa þetta einfaldlega á vefnum hjá sér, félagsnúmer, nafn, símar og allt.
    Það er til skjal með grunnupplýsingum, númer, nafn, kennitala, heimilisfang. Útprentað svona 64 – 148 A4 blöð eftir því hvernig maður reynir að troða á síðurnar. Þarna vantar alveg öll símanúmerin og sumir hafa mörg. Félagsmenn eru orðnir margir og það setur ákveðnar skorður á hvað er hægt að gera með svona „doðrant“.

    Hverjir eiga að vera í félagatalinu?
    Svo er annað sjónarmið að vilja ekki að neinar upplýsingar um sig séu aðgengilegar t.d. á vefnum. Þessu mætti mæta með því að menn gætu beðið um „bannmerki“ eins og í símaskrá að þeirra upplýsingar séu ekki birtar.

    Hvað þarf að vera í félagatalinu?
    Félagsnúmer, nafn og upplýsingar um símanúmer sérstaklega farsíma (gsm,nmt,tetra,etc). Hver á að sjá um að þetta sé uppfært og rétt? Félagatalið sjálft er bara númer, nafn, heimilisfang og kennitala. Væri jafnvel ein lausnin að hafa bara félagsnúmer og nafn og svo pláss fyrir aftan hvert nafn til að menn gætu fært sjálfir inn á sitt eintak þau símanúmer fyrir þá aðila sem þeir vildu hafa upplýsingar um af vefnum?

    Svo mætti líka setja á lokað svæði bara lista um hvað séu gild félagsnúmer:
    A-1 til A-xxx
    X-1 til X-xxx
    R-1 til R-xxxx
    o.s.frv.

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 29 total)
1 2 →
  • Author
    Replies
  • 30.09.2007 at 13:20 #598266
    Profile photo of Dagur Bragason
    Dagur Bragason
    Participant
    • Umræður: 57
    • Svör: 1058

    Nýtt félagatal þarf að vera flokkað bæði eftir nöfnum í stafrófsröð, allar deildir og þá eftir félagsnúmerum, þá deildir aðskildar.
    Einnig væri gott að auðkennalisti yfir notendur vefsins væri gerður í stafrófsröð.
    Það þarf líklega ekki að prenta þetta allt, en aðgeni á vefnum undir innanfélagsmál er nauðsynlegt.

    Kveðja dagur





    30.09.2007 at 14:02 #598268
    Profile photo of Tryggvi R. Jónsson
    Tryggvi R. Jónsson
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 2648

    Vefurinn undir innanfélagsmál, gott það. Hvað svo? Ég bjó mér til blað einhvern tíma með helstu númerunum sem ég gæti þurft að nota hjá vinum og vandræðamönnum, plastaði og er með úti í bíl. Ég á nú bara blessunarlega svo fáa vini að þetta komst á eina síðu (prentað báðu megin að vísu…). Gæti það verið eitthvað sem væri bara hægt að búa til á vefnum? Sía t.d. niður á sína deild og segja: "Prenta" ?





    30.09.2007 at 17:44 #598270
    Profile photo of Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Participant
    • Umræður: 124
    • Svör: 2697

    Verður þetta opt-in eða opt-out? Ekki endilega víst að allir vilji vera sýnilegir, jafnvel þótt bara félagsmenn hafi aðgang að þessu.

    nei bara svona að spá….

    -haffi





    30.09.2007 at 17:56 #598272
    Profile photo of Þórður Ingi Bjarnason
    Þórður Ingi Bjarnason
    Member
    • Umræður: 13
    • Svör: 440

    Það væri gott að fá félagatal sem hægt er að hafa út í bíl með nafni, félagsnúmeri,gsm og tetra númeri. Ég sé ekkert að því að hafa þær upplýsingar í félagatali.





    30.09.2007 at 18:14 #598274
    Profile photo of Stefanía Guðjónsdóttir
    Stefanía Guðjónsdóttir
    Member
    • Umræður: 18
    • Svör: 1389

    Mér finnst það nú vera að skjóta sig í fótinn ef að það á að vera val hvort að maður birtist á þessum lista. Mér finnst lámark að það komi fram nafn og félagsnúmer allra og að það sé ekkert option in eða out… annars er hægt að gleyma þessum fjarskiptareglum með þessu félagsnúmerabulli því að kerfið er ekki að virka sem skildi.
    Ég get farið einu sinni á ári og skoðað skattaskýrslurnar ykkar ef að ég myndi nenna því en guð minn almáttugur ef að það sæist á innanfélagsvef að þið væruð skráðir félagar í ferðaklúbbnum 4×4.

    Kv. R-3280 Stefanía Guðjónsdóttir…..
    Sem að styður félagsnúmerabullið heilshugar





    30.09.2007 at 18:19 #598276
    Profile photo of Tryggvi R. Jónsson
    Tryggvi R. Jónsson
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 2648

    Þessi "spáing" var einmitt inni frá upphafi, ég sagði: "Þessu mætti mæta með því að menn gætu beðið um "bannmerki" eins og í símaskrá að þeirra upplýsingar séu ekki birtar". Það er einhvern veginn mín tilfinning að þetta séu fáir og því "opt-out" ásættanlegt. En hversu langt vilja hörðustu menn (og nú verða þeir að láta í sér heyra…) ganga? Vilja þeir ekki að nafn sitt komi fram á listanum heldur eða snýst þetta bara um símanúmer?

    En það þarf greinilega að gera tvennt, vefútgáfu sem er hægt að sía og flokka eftir deildum (og jafnvel fleiri hlutum) og svo "prentvæna" útgáfu með félagsnr, nafni og (helstu) númerum.





    30.09.2007 at 18:37 #598278
    Profile photo of Stefanía Guðjónsdóttir
    Stefanía Guðjónsdóttir
    Member
    • Umræður: 18
    • Svör: 1389

    Félagsnúmer og Nafn er lámark og á ekki að vera val… Hvað varðar símanúmer þá finnst mér það vera ákveðinn öryggisþáttur að hafa alla vega GSM, NMT og TETRA nr. Ég er t.d. með bara skráð GSM og NMT nr í mínum prófíl. Ég er nánast alltaf með GSM símann á mér en það er hending ef að ég er heima og þá happadrætti hvort að heima síminn sé hlaðinn…. Heima símann má auðveldlega finna í símaskránni … og N.B. ég er Stefanía Guðjónsdóttir nr. 1 (af 2 í skránni) og ég man ekki eftir því að hafa beðið um að fá bannmerki á mig í símaskránni… en einhver hefur beðið um það … og fær sú samt sem áður allar hringingarnar… þannig virkar það nú.

    kv. Stef…. sem að er bannfærð





    01.10.2007 at 09:18 #598280
    Profile photo of Dagur Bragason
    Dagur Bragason
    Participant
    • Umræður: 57
    • Svör: 1058

    í þessum [url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=fjarskiptamal/10494#82058:1lk3cdig][b:1lk3cdig]þræði[/b:1lk3cdig][/url:1lk3cdig] er sagt frá að verið er að leggja lokahönd á félagatalið.
    "kallmerki
    1. October 2007 – 08:25 | siggias74, 392 póstar

    inn í þessa skemtilegu umræðu langar mig að benda á að ritnefnd er að leggja lokahönd á útgáfu ferðahandbókar f4x4 sem að meðal annars inniheldur nafnalista með félagsnúmerum allra greiddra félagsmanna í ferðaklúbbnum. þessa bók verður gott að hafa í bílnum og nýtist því vel til að framfylgja þessum nýju kallmerkjareglum ferðaklúbbsins."

    Er ekki rétt að skoða þetta hjá ritnefndinni, eða veit vinstri höndin ekki hvað sú hægri er að gera.





    01.10.2007 at 09:42 #598282
    Profile photo of Tryggvi R. Jónsson
    Tryggvi R. Jónsson
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 2648

    Jú jú en þarna er bara verið að taka um "dautt" eintak af félagsnr og nafni. Til viðbótar þarf að hugsa til framtíðar, viljum við hafa þetta á vefnum, prentvænt, hvað á að vera, hver uppfærir, o.s.frv… Til að vita hvað félagsmenn vilja og þurfa þarf að skapa umræðu og það er eitthvað sem vefurinn hentar mjög vel í 😉





    01.10.2007 at 10:09 #598284
    Profile photo of Jóhannes þ Jóhannesson
    Jóhannes þ Jóhannesson
    Participant
    • Umræður: 52
    • Svör: 2995

    Er ekki ágætt að reyna flýta þessum hæga vef áður en það á halda úti samræðum hér,það tekur mann alltaf óratíma að komast inn orðið hér.
    Annars var ég búinn að senda inn einhverjar upplýsingar varðandi þetta félagatal fyrir fleiri mánuðum síðan,einnig ættu eingöngu félagsmenn að sjá þær upplýsingar,en þetta eru bara mín 5 cent.
    Kv,Jóhannes





    01.10.2007 at 10:36 #598286
    Profile photo of Magnús Hallur Norðdahl
    Magnús Hallur Norðdahl
    Participant
    • Umræður: 713
    • Svör: 2671

    Það er nú þannig ef maður gengur í félag þá finst mér skilda
    að gefa upp nafn , heima ,síma ef menn treista sér ekki til þess þá eiga þeir ekkert erindi í þetta félag ( + netfáng )
    Síðan getur félægið set upp þær upplsingar sem skifta máli
    ( Félagsmenn sem eru skullausir eiga rétt á félagatali )

    Tilaga: Félagsnúme alltaf
    2 : Nafn alltaf
    3 : Anahvort síma ( Gsm ) ( val )
    4 : Eða netfángi ( val )
    5 : Eða bæði síma og netfáng ( val )
    6 : Má sleppa heimilsfángi ( val )
    7 : Getur valið úr 4 adriðum en alltaf 3 inni
    á vefsíðuni hjá 4×4
    8 : Ef menn önnur fjarskiftatæki þá er þeim
    skilt að láta vida af þeim
    9 : Aðrar upplsingar svo sem um bílinn
    ráða félagsmenn hva þeir gefa upp
    10 : Félagatal er gefið Út á 3 ára fresti
    _______________________________________________
    Þetta er mín skoðun, ef menn treista sér gefa upp þessar
    upplsingar um sig verið þið í þá öðru félægi en ekki í þessum
    félaskap, þeir sem eru í feluleik eru oftast með leiðindi
    það er mín reinsla

    kv,,, MHN





    01.10.2007 at 11:09 #598288
    Profile photo of Stefanía Guðjónsdóttir
    Stefanía Guðjónsdóttir
    Member
    • Umræður: 18
    • Svör: 1389

    já hvað á maður að segja… kannski er best að þegja… veit ekki…
    Fyrir mér er þetta félagatal liður í öryggi manna á fjöllum… þ.e.a.s. ef að það verður slys eða óhapp og maður veit af ákveðnum félagsmanni í nágrenninu þá er ákaflega gott að hafa greiðan aðgang að þeim kallnúmerum og símanr. sem að menn eru að nota á fjöllum… (heimanr. skipta mig engu máli nema viðkomandi eigi ekki Gsm). Ég held að skilaboðin gætu verið lengi á leiðinni með tölvupósti… þannig að val milli síma eða e-mail ekki góður kostur…
    —
    Félagatal gefið út á 3 ára fresti… kannski borga ég þá félagsgjöldin 3ja hvert ár…
    Félagatalið á að vera á vefnum þar sem að það er uppfært reglulega… kannski væri hægt að aðgangsstýra því þannig að hver sem er (ekki greiðandi félagsmaður) geti ekki prentað það út t.d. með rúllandi passwordum og þeir sem hafa ekki aðgang að tölvu til að prenta sjálfir gætu leitað til starfsmanns sem að mundi þá prenta nýjasta félagatalið gegn vægri greiðslu fyrir félagsmanninn.

    kv. stef…





    01.10.2007 at 11:15 #598290
    Profile photo of Helena Sigurbergsdóttir
    Helena Sigurbergsdóttir
    Member
    • Umræður: 115
    • Svör: 2416

    ef félagatal er á netinu er mjög auðvelt fyrir fyrirtæki að komst yfir listan og bögga okkur.
    ég fékk til dæmis í síðustu viku póst inn um lúguna merktan mér frá Brimborg, þætti gaman að vita hvaðan þeir hafa fengið nafnið mitt veit ekki til að ég hafi komið þar inn um dyrnar og aldrei átt bíl frá þeim.
    Ef félagatalið yrði rafrænt sé ég fyrir endalaust bögg ………….
    Kveðja Lella





    01.10.2007 at 11:24 #598292
    Profile photo of Stefanía Guðjónsdóttir
    Stefanía Guðjónsdóttir
    Member
    • Umræður: 18
    • Svör: 1389

    Rafræn skráning
    Ég er nú skráð með rafrænni skráningu í félagsskap á opnum vef í nokkur ár og hef bara alls ekki lent í neinu aðkasti út af því…
    Skil ekki hvað menn óttast svona hrikalega…
    Ef ég fæ póst sem að ég nenni ekki að lesa þá einfaldlega hendi í honum.
    Það væri nú ágætt að liggja einhverstaðar í sprungu og hugsa… já ég fékk þó alla vega ekki ruslpóstinn…

    kv. stef.





    01.10.2007 at 11:28 #598294
    Profile photo of Helena Sigurbergsdóttir
    Helena Sigurbergsdóttir
    Member
    • Umræður: 115
    • Svör: 2416

    en þessi hópur er með þeim klikkaðari og örugglega þess virði að leggja smá á sig til að ná í hann………….
    Lella





    01.10.2007 at 11:46 #598296
    Profile photo of Tryggvi R. Jónsson
    Tryggvi R. Jónsson
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 2648

    Það er spurning hvort söluaðilar myndu geta notað listann ef hann væri aðgengilegur félagsmönnum eingöngu? Það eru auðvitað aðilar sem vinna hjá flestum fyrirtækjum landsins sem eru í félaginu, þ.m.t. Brimborg.

    En þessi hópur er helv.. harður, ef það kæmi ein svona fjöldasending á félagsmenn þá væri orðspor þess fyrirtækis DAUTT og enginn jeppamaður myndi versla aftur við það. Látum ekkert vaða yfir okkur á skítugum inniskónum.





    01.10.2007 at 12:31 #598298
    Profile photo of Sigurlaugur Þorsteinsson
    Sigurlaugur Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 1915

    eitthvað skrítið ef það er leyndarmál að viðkomandi sé í 4×4 !!!!!!

    Ég tek undir flest allt það sem Stefanía skrifar,gsm og nmt nr ættu hvori tveggja að vera á þessu félagatali.email heimilisf og heimas skipta minna máli,maður notar þær upplýsingar lítið inní á fjöllum,og ef vantar má einfaldlega hringja í gsm,nmt.

    Kv Klakinn





    01.10.2007 at 18:33 #598300
    Profile photo of Logi Már Einarsson
    Logi Már Einarsson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1247

    Ég skil ekki alveg hvaða fóbía er í gangi hérna, er fólk virkilega með hjartað í buxunum yfir því að á 4×4 vefnum séu birtar upplýsingar um símanúmer þeirra og e-mail ? Það skiftir kannski ekki máli með e-mailið en það er nokkuð augljóst öryggisatriði að öll farsímanúmer félagsmanna ættu að vera aðgengileg, undantekningalaust. Þetta getur skift verulegu máli að hafa þessi númer við hendina lendi menn í vandræðum á fjöllum eða einhversstaðar annarsstaðar. Sem félagsskapur hljótum við að geta treyst hvort öðru fyrir jafn léttvægum upplýsingum um einkalíf okkar og símanúmer eru, annars hlýt ég eitthvað að hafa misskilið hugtakið "félagsskapur".





    01.10.2007 at 18:45 #598302
    Profile photo of Dagur Bragason
    Dagur Bragason
    Participant
    • Umræður: 57
    • Svör: 1058

    Legg til að ýtarlegt félagatal verði í Ferðahandbók F4x4, en ekki eitthvert dautt eintak.
    Ferðahandbók F4x4 getur þá verið mikils virði fyrir félaga F4x4 með öllum nauðsynlegum upplýsingum hvernig ætti að ná sambandi við félaga, sem allaf eru til staðar að aðstoða félagana.





    01.10.2007 at 19:00 #598304
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Þessi hugmynd þín Dagur er góð en þar sem stóra Setrið er að koma út þá sé ég ekki að það sé tími til þess að sýsla með félagatalið að þessu sinni. Ef það er sett á vefinn þá gefst mönnum kostur á því að gera athugasemdir við það sem er rangt ritað í félagatalinu og væri hægt að stofna sérstakan þráð sem myndir einfaldlega heita Félagatal.





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 29 total)
1 2 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.