Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Félag fyrir 33 – 35″
This topic contains 39 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón G Snæland 21 years ago.
-
CreatorTopic
-
24.10.2003 at 10:02 #193058
Ég hef verið að skoða þennan vef undanfarið og fylgjast með því sem ferðaklúbburinn er að gera. Margt af því er mjög spennandi og skemmtilegt en þó er allt því marki brennt að til að taka þátt þá þarf maður að vera á a.m.k. 38″ breyttum bíl.
Ég er hins vegar á 35″ breyttum bíl og hef því fram til þessa ekki séð neina ástæðu til að ganga í klúbbinn þar sem að ég yrði ekki gjaldgengur í neitt af því sem verið er að gera – enda virðist það að mestu snúast um jökla- og snjóferðir.
Ég veit að það eru mjög margir sem hafa áhuga á því að ferðast um landið á lítið breyttum bílum eins og sést á ferðunum sem umboðin eru að skipuleggja. Því spyr ég hvort ekki sé grundvöllur fyrir því að stofna nýjan klúbb eða deild inna ferðaklúbbsins fyrir lítið breytta jeppa ?
hmm
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
27.10.2003 at 12:17 #479034
Í framhaldi af þessari umræð þá get ég bent á bráðskemmtilega ferð sem Skúli var fararstjóri í ekki alls fyrir löngu (Jökulheimar-Fjallabak með Útivist) en í þeirri ferð voru nokkrir 33" og 35" breyttir bílar og ekki vantaði snjóinn. Þessir bílar voru mjög duglegir og komu mér nokkuð á óvart. Þetta tókst allt saman mjög vel og komust allir á leiðarenda án nokkurra vandræða. Sjá myndir [url=http://kjolur.f4x4.is/photoalbum/view.php?action=collection&albumid=496&collectionid=965:24rx4h32]hér[/url:24rx4h32].
kv
Agnar
27.10.2003 at 14:31 #479036
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er rétt Agnar, litlu dekkin skiluði sér vel áfram þarna þegar búið var að hleypa hæfilega úr. Eg var á 35" þarna og stundum fremstur án vandræða, þó okkur væri að miða betur áfram með því að hafa 38" bíl fremstan.
Eins hef ég farið yfir [url=http://kjolur.f4x4.is/photoalbum/view.php?action=collection&albumid=34&collectionid=56:2en2zwp8]Eyjafjallajökul[/url:2en2zwp8], vorum þá tveir á 38" og einn 35" X-Cab með í för sem oftast nær gaf okkur ekkert eftir. Þannig að minni dekk á ekki sjálfkrafa að leiða til minnimáttarkenndar!
Kv – Skúli
27.10.2003 at 20:47 #479038Ég vil bara taka undir með Ofsa að 4×4 er ferðaklúbbur en ekki ferðafélag. Það virðist verð nokkuð útbreiddur misskilningur að 4×4 sé ferðafélag sem eigi að vera að skipuleggja ferðir fyrir jeppaeigendur, en þetta er ferðaklúbbur. Annars hefur þessu umræða verið tekin fyrir áður bæði á mánudagsfundum og á spjallinu.
Hlynur
27.10.2003 at 23:13 #479040
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Komdu sæll Hlinur og þið hinir líka.
Ferðaklúbbur – ferðafélag, ekki ætla ég að fara út í hver er reiginn munur á þessu tvennu , nema það sé annars vegar að kaupa sér ferð sem eihver annar enn maður sjálfur sér um og hefur ábyrð á að einhverju leiti og hins vegar ferð á eiginn vegum sem maður sér allgerlega um sjálfur og ber fulla á byrð á.
Og nú ætla ég að vera verulega kvikindislegur.
Þeir sem eru að væla um að ekkert sé gert hjá klúbbnum ættu að hafa það í huga að það er engin mamma hjá kjúbbnum sem sér um að smirja nestið ,taka til sokkana og svf.menn einfaldlega koma sér á framfæri sjálfir enn bíða ekki eftir því að mamma geri það.
Það er nefnilega fullt að gerast hjá klubbmönnum sem er ekki beint auglýst, heldur rætt á opnuhúsi, þar ráða menn oft ráðum sýnum um hvað eigi að gera næst og hvert eigi að fara og ekki hef ég trú á því að mönnum yrði neitað um að fljóta með að ákveðnum skilytðum upp fylltum.
Ég hef ekki orðið var við það að mönnum sé tekið eitthvað ílla á fundum , eða á opnuhúsi á fimmtudagskvöldun þó að þar séu bara til svara yfirspilaðir ofurdekkjakallar öðru nær menn miðla þar af reinslu sinni til allra sem leita eftir upls. og góðum ráðum það er bara að mæta
Þess vegna segi ég við ykkur litlu dekkja karlar sem langa að komast í ferð. búið þið til ykkar ferðir sjálfir á ykkar forsemdum enn ekki að bíða eftir því að einhver geri það fyrir ykkur.Það er nefnilega fullt af fólki þarna úti sem mundi koma með ef það vissi um einhvern sem væri að fara á minni dekkja forsemdun.
Það mætti auglýsa hér á vevnum dildæmis svona.
Dæmi. Er á lítið breittum bíl langar að fara í ferð nnnn eru einhverjir sem vildu skapa ferðahóp og koma með og sfv.
Ílla yrði ég svikinn ef ekki yrði ferð úr svona löguðu.
Eins og framm hefur komið, er það mikið að gerast á vegum klúbbsinns á sumrin að það er ekki hægt að finna tíma til að komast í allar þær uppákomur. Þess vegna segi ég, komið þið og kinnið ykkur það er nó pláss fyrir alla sem vilja vera með.
Og að lokum bara svona til að pirra ykkur svolítið, þá er klúbburinn ferðafélag bara ekki í eiginlegum skilning.
Varla eru menn að troða ofuttúttunum undir skrjóðana bara til að horfa á þá í innkeirsluni það hlýtur að eiga ferðast á þeim. Kv. S.B.
28.10.2003 at 00:38 #479042Sæl öll
Það hefur verið gaman að fylgjast með skrifunum hérna eftir að ég sendi þennan póst inn – og ég er margs vísari á eftir.
Einhver sagði að menn ættu ekki að vera að væla og skipuleggja bara ferðir sjálfir – það er svo sem ekki vandamál að skipuleggja – hitt er meira vandamál að þegar maður er reynslulítill í fjallaferðum þá vill maður frekar reyna að fá að slást í för með reyndari mönnum og læra.
Einhver stakk líka upp á að við sem værum á minna breyttum bílum ættum bara að auglýsa á vefnum og koma okkur saman um ferð – það er góð hugmynd og er í raun byrjun á því sem að ég var að tala um í upphafi, deild fyrir okkur á minna breyttum bílum. Ég auglýsi hér með formlega eftir því að kynnast fólki á svipuðum farartækjum og ég er á sem er til í að fara í stuttar ferðir frá borginni. Þeir sem eru til geta sennt mér póst á bm@sk3.is og við síðan séð til hvað verður úr því.
Ég hef aldrei mætt að fund eða opið hús hjá klúbbnum, bara skoðað þessa síðu – sem er að flestu leyti glæsileg. En af lestri hennar fékk ég þá tilfinningu að maður á lítið breyttum bíl hefði ekkert í þennan félagskap að gera, ég veit betur núnu og mun mæta fljótlega á fund.
Takk fyrir góð og skemmtileg svör
Benedikt
06.11.2003 at 15:32 #479044Jæja ég frétti að enn væri laust í nýliðaferðina á Hveravelli Hlynur og félagar hafa sagt að þetta sé ferð fyrir lítið breytta bíla svo nú er lag fyrir óvanan mann á lítið breyttum bíl að skella sér með og læra af reyndari mönnum.
kv.Lúther
06.11.2003 at 23:50 #479046Það er nú svo magnað að þegar það er boðið upp á ferð fyrir minna breytta bíla, þá virðist ekki vera nokkur áhugi hjá eigendum þeirra bíla að fara í ferð á vegum 4×4. Þegar þetta er ritað eru bæði setursferð og jökulheimaferð fullar og komin biðlist, þá eru bara þrír 35" bílar búnir að skrá sig í hveravallaferðina. Þeir ættu allavega að hafa nægjanleg vel troðin för til að fara í því flestir verða á 38" eins og staðan er í dag.
Hlynur
07.11.2003 at 08:57 #479048Sælir,
Í fyrsta lagi þá hefur hvergi komið fram hér á síðunni hverjar kröfurnar á bílana eru í þessum nýliðaferðum þannig að fyrir þá okkar sem hafa ekki komist á fundi síðustu 2 vikurnar þá er engin leið að vita um þessa hluti.
Ég frétti það fyrst núna að 35" bílar ættu séns þarna og því er ég þegar byrjaður að vinna í því að fá mig lausan þessa helgi – vona að það takist.
Annars skráði ég mig á einhver póstlista varðandi nýliðaferðir hér á vefnum en hef ekki orðið var við að sú skráning hafi tekist – veit einhver hvað veldur ?
Benedikt
07.11.2003 at 09:51 #479050Hvar sást þú þennan póstlista ?
07.11.2003 at 09:56 #479052Tenging á eyðublað fyrir skráningu á umræddan póstlista er á [HTML_END_DOCUMENT][url=http://um44.klaki.net/nlf.html]vefsíðu umhverfisnefndar.> Eins og fram kemur á síðunni er hann ætlaður vegna ferða sem boðaðar eru með stuttum fyrirvara með tilliti til veðurhorfa. Þessi listi hefur ekki verið notaður í tengslum við nýliðaferðir um mánaðamótin nóvember-desember, sem verið hafa fastur liður í starfi klúbbsins í mörg ár.
-Einar[/url]
07.11.2003 at 12:13 #479054
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Benedikt, það kemur hvergi fram að minna breyttir bílar komist EKKI í ferðirnar og væntanlega umsjónamenn sem meta möguleika hvers bíls fyrir sig, ekki bara dekkjatommur sem skipta þar máli. Það hlýtur líka að fara eftir því hvað gerist í veðráttunni næstu daga. Það er vísað á umsjónamenn hverrar ferðar í tilkynningunni frá því á þriðjudaginn.
Kv – Skúli
07.11.2003 at 12:19 #479056Eik eru einhverjir að skrá sig á listann hjá þér ???
07.11.2003 at 12:28 #479058Ég var að skoða títt nefndan lista, og þar voru þeir sem voru á minna en 38" teljandi á fingrum annarar.
Ég held að hluti vandans sé sá að það er búið að prédika þvílíkt yfir okkur um það að ekkert dugi nema a.m.s.k. 38" á fjöllum að vetrarlagi, og því erum við sem erum á smágúmíinu smeykir við að skella okkur með í ferðir þar sem hérumbil allir eru á 38 eða stærra.Við verðum að vera óhræddari við það að vera með, ´sérstaklega ef það er gott færi, þá förum við drjúgt á litlu börðunum.
P.s:
Ég var að leita hér á síðunni að viðmiðunarreglum um þyngt og stærð dekkja, er ekki einhver svoleiðis listi hér einhversstaðar??Kv
Austmann
07.11.2003 at 12:30 #479060Úpps….
Það sem ég meinti var þyngd bíls vs. stærð dekkja þ.e. hversu stór dekk þarf t.d. 1.900 kg bíll??Kv
Austmann
07.11.2003 at 12:31 #479062Sæll Skúli
Ég er búinn að sjá þessa tilkynningu núna – fór algerlega framhjá mér… Þar kemur meira að segja fram að minna breyttir bílar komist með … Svona getur manni yfirsést…
Búinn að senda póst á Hlyn, við sjáum svo hvort Pajeróinn dugir eða ekki…..
BM
07.11.2003 at 13:31 #479064
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Í [url=http://www.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=224:clwfri7b]þessum þræði[/url:clwfri7b] er að finna mikla speki um þessi mál. Eg held hins vegar að það eigi ekki endilega að taka svona viðmiðunartölur sem einhvern heilagan sannleika, eins og kemur reyndar fram ofar í þessum þræði. Þetta fer allt eftir sjóalögum og færð og því hlýtur það að vera fararstjóranna að meta hvern bíl fyrir sig m.t.t. þess sem vita um sjóalögin.
Kv – Skúli H.
07.11.2003 at 13:48 #479066Það hafa umþað bil 10 skráð sig á póstlista uhverfisnefndar síðasta hálfa árið, flestir síðan 15 október.
Ég hef ekki tekið saman hvernig dekkjastærð er hjá þeim sem eru skráðir þar, en í [url=http://um44.klaki.net/jokh01/m.html:2eomvxlk]fyrri[/url:2eomvxlk] ferðinni voru 3 af átta á minni dekkjum en 38". Flestir sem skráðu sig í seinni ferðina voru á 38", a.m.k. tveir 35" bílar bættust við á síðustu stundu.
-Einar
07.11.2003 at 15:53 #479068Ég verð að vera samála Hlyn, þykir mér áhugaleysið hjá þeim á minni hjólum með eindæmum. En það er kannski þess vegna sem þeir eru á 33"-36".Einnig mættu fulltrúar þessara hópa vera duglegri að mæta á fimmtudögum í Mörkina.
Og ekki væri verra ef svo sem einn nýliði hefði áhuga á að mæta líka. Má segja að við í þessum fasta kjarna höfum verið hálf gáttaðir á áhugaleysi manna í gær. Þess vegna vill ég enn minna á það að klúbburinn er ekki ferðaskrifstofa, og það hlýtur að vera skemmtilegra að gera hlutina saman, heldur en að vera sífellt mataður á öllu.
Jón Snæland.
07.11.2003 at 15:59 #479070Hvers vegna er ekki linkur af 4×4 síðunni, beint yfir á síðuna þína Eik?????????????““eða hversvegna er þetta efni ekki hýst á 4×4 síðunni og enþá fleiri spurningarmerki.
Jón Snæland.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.