Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Félag fyrir 33 – 35″
This topic contains 39 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón G Snæland 21 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
24.10.2003 at 10:02 #193058
Ég hef verið að skoða þennan vef undanfarið og fylgjast með því sem ferðaklúbburinn er að gera. Margt af því er mjög spennandi og skemmtilegt en þó er allt því marki brennt að til að taka þátt þá þarf maður að vera á a.m.k. 38″ breyttum bíl.
Ég er hins vegar á 35″ breyttum bíl og hef því fram til þessa ekki séð neina ástæðu til að ganga í klúbbinn þar sem að ég yrði ekki gjaldgengur í neitt af því sem verið er að gera – enda virðist það að mestu snúast um jökla- og snjóferðir.
Ég veit að það eru mjög margir sem hafa áhuga á því að ferðast um landið á lítið breyttum bílum eins og sést á ferðunum sem umboðin eru að skipuleggja. Því spyr ég hvort ekki sé grundvöllur fyrir því að stofna nýjan klúbb eða deild inna ferðaklúbbsins fyrir lítið breytta jeppa ?
hmm
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
24.10.2003 at 10:10 #478994
Það er nú ekki alveg rétt! 35" bílar komast nú alveg í ferðir á sumrin þá er ekki mikið verið að fara á jökla og 35" kemst alveg í Setrið og eiginlega flest allar leiðir.
24.10.2003 at 10:24 #478996Það að þú fynnir ekki ferð fyrir þig skil ég ekki, það eru farnar ferðir bæði á sjó og möl, sumar sem vetur.
Nýliðaferðir hafa verið farnar svo og aðrar ferðir sem minni dekkjum er boðið með en þú verður líka að ath að veður og færð spila inn í ferðaplön þegar ferðast er að vetralagi. Í sumarferðir kemstu alltaf. En hver er maðurinn ???, ofsalega þætti mér gaman að vita hver þú ert svo ég geti boðið þér með í ferð. Komdu í mörkina á fimmtudagskvöldum og ég skal fara yfir þær ferðir sem þú kemst með í sem eru flest allar.Ps, ég fer stundum á mínum opel í sumarferðir að skoða landið þannig að ekki þarf endilega jeppa.
Ferðakveðja Beggi
24.10.2003 at 10:30 #478998Bílar á 33-35 tommum hafa verið með í öllum ferðum sem Umhverfisnefnd 4×4 hefur staðið fyrir, a.m.k. síðustu 4 árin. Þar á meðal eru nýliðaferðir á [url=http://um44.klaki.net/jokh01:238i552e]2001[/url:238i552e] og [HTML_END_DOCUMENT][url=http://um44.klaki.net/la02]. Ef ég man rétt, þá voru þetta fyrstu ferðir sem farnar voru á jökul í nafni klúbbsins.
Þær kröfur sem gerðar eru til þátttakenda í ferðum klúbbsins eru ákveðnar umsjónarmönnum hverrar ferðar. Einstökum félagsmönnum er frjálst að skipuleggja ferðir á vegum klúbbsins, ef fylgt er reglum sem settar hafa verið þar um.
-Einar[/url]
24.10.2003 at 10:58 #479000Sælt veri fólkið og takk fyrir svörin
Það var kannski ofsagt hjá mér að ég kæmist ekki með í neitt af því sem klúbburinn er að gera – en af myndunum á vefnum að dæma þá hefði 33 – 35" breyttur bíll ekki mikið í þessar ferðir að gera – myndi bara hanga í kaðli aftan í einhverjum öflugri bíl.
Skv. vefnum þá var einn bíll á minna en 38" í síðustu nýliðaferð…..
En fyrir nýliða í þessu þá lítur út fyrir að ef maður ætlar að vera gjaldgengur í þennan félagsskap þá verði maður að vera á a.m.k. 38" breyttum bíl. Það er kannski eitthvað sem hægt væri að bæta úr á vefnum.
Ég er hins vegar mjög ánægður með að heyra að menn telji að ég hafi eitthvað erindi í klúbbinn á mínum bíl því að mig vantar að komast í einhver ferðahóp – ekki er hægt að vera að þvælast á einum bíl á fjöll.
Kveðja
Benedikt Magnússon
24.10.2003 at 11:15 #479002
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hmm, auk þess eru ýmsar fleiri ástæður fyrir að ganga í 4×4 klúbbinn heldur en ferðirnar sem slíkar. Þetta er auk þess að vera ferðaklúbbur, hagsmunafélag jeppamanna sem vinnur á margvíslegan hátt að hagsmunamálum sem varða alla jeppamanna óháð dekkjastærð. Þarna er verið að vinna í því að hafa áhrif á það lagaumhverfi sem við erum í varðandi breytingar og frelsi til ferðalaga, ímynd jeppamanna, umhverfismál, fjarskiptamál, o.fl. o.fl. Því öflugri sem félagið er, því betur gengur að vinna að þessum málum og því fleiri félagar, því öflugra er það. Í mínum huga snýst þetta því svolítið um að leggja eitthvað af mörkum, þó ekki sé nema þetta árlega félagsgjald. Auk þess fæst með félagsaðild aðgangur að VHF rásum félagsins, afsláttur hér og þar og aðgangur að ýmsum tilboðum.
Þetta snýst því ekki bara um ferðir og 38". En af því þú nefnir að þig vanti ferðafélaga, þá er það líka þannig að ef menn eru svolítið virkir í félaginu kynnast menn og finna sér þar ferðafélaga. Þannig eru margir litlir hópar innan 4×4 sem ferðast saman án þess að það tengist beinlínis starfsemi klíubbsins.
Kv – Skúli
24.10.2003 at 11:32 #479004Sælir félagar.
Þessi umræða á nú einhvern rétt á sér, ekki satt?
Ég hef tekið þátt í ferðum þar sem hafa verðið allar stærðir af dekkjum og viti menn stundum gekk 35" betur en 38" og svo öfugt.
Ef aðstæður eru þokkalegar og bíllinn líka þá fer maður drjúgt á minni dekkjunum, en við verri aðstæður vandast málið. Við "litlu kallarnir" verðum bara að sníða okkur stakk eftir vexti og einnig verðum við að treysta á góðvild og hjálpsemi "stóru kallanna".
Ég hef ekki rekið mig á annað en menn séu boðnir og búnir og ég hef meira að segja verið hvattur til að "drífa helv… bílinn á 35 tommurnar þá geturðu alltaf keyrt í slóð og svo verður bara kippt í á vondu köflunum" svo ég vitni í einn ágætan mann sem á verulega mikið öflugri bíl en ég sjálfur.Þannig að þetta er bara spurning um að drífa sig af stað og taka þátt.
kv
Austmann
24.10.2003 at 11:50 #479006Sælir allir.
Ég er nú ekki frá því að þessi umræða um "litlu" dekkin eigi fyllilega rétt á sér. Trúlega er alltof algeng afstaða að ekki sé hægt að ferðast á minni dekkjum en 38".
Það er auðvitað hægt að komast mjög langt á minni dekkjum, og stundum alla leið, en eins og margoft hefur komið fram, gengur það ekki alltaf. Mér sýnist málið vera í þessu eins og öðru, að velja sér ferðafélaga á svipuðu róli og maður er sjálfur. Auðvitað er ekki spennandi fyrir hóp bíla á 44" dekkjum, með 300hp. að dröslast með 33" dísel patrol. Það mundi heldur betur draga úr ferðahraðanum. En hópur af 33" og 35" bílum velur sér færð og leiðir við hæfi.
Það getur líka verið að við séum alltof fastir í að hugsa um vetrarferðir. Á sumrin kemst 33" bíll trúlega allt, og það er fullt af fólki sem ekki vill ferðast á veturna. Það eru auðvitað nokkrar ferðir á vegum klúbbsins á hverju sumri, t.d. vinnuferðir sem eru kanski ekki spennandi sem jeppaferð, en þvi betri til að kynnast félögum, stikuferð, o.f. En kanski þarf klúbburinn að standa fyrir fleiri hreinræktuðum jeppaferðum að sumri til.
Varðandi þáttöku í félaginu, er það mín skoðun að það sé ekki spurning að það borgi sig fyrir okkur, hvort sem við erum á 33" eða 44" dekkjum. Ekki aðeins fjárhagslega, heldur kemur styrkur þess og stærð sér vel fyrir okkur alla og starfi klúbbsins br án efa að þakka því að við yfir höfuð meigum í dag aka um á breyttum jeppum.
Emil Borg
24.10.2003 at 12:31 #479008Erhm
Elsku kallinn… Ég ferðast um árabil alltaf á mínum 35" breytta wrangler og fannst mér enginn löstur þar á. Eina skiptið sem ég komst ekki alla leið var á leið á Grímsfjall í mjög þungu færi.
En mér finnst ekki oft að sjá að 38" bíll sé að fara miklu lengra en 35" bíll nema svona einu sinni á ári. Og þá er það helst á Vatnajökli sem maður sér það.
Þar að auki ferðaðist ég oft með 33" vítöru og ekki fór hún neitt af ráði minna.
Þannig að ekki láta svona setningar letja þig "argh ekkert vit í nema 44" patrol með lóló og bla bla bla" þú finnur bara hversu harður jeppakall þú ert og hagar stærð bílsins eftir því.
Kveðja Fastur
24.10.2003 at 12:36 #479010
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir félagar…………….
Ferðafélagið Útivist er með jeppadeild sem er mjög virkur fyrir litla breytta jeppa og býður uppá skiplagðar ferðir allt árið um kring.Ferðir þessar eru bæði gerðar fyrir breytta jeppa og svo ferðir fyrir lítið breytta jeppa.Þarna hafa margir byrjað sinn jeppaferil og svo haldið áfram.Einnig er þetta góður félagsskapur og til þess að kynnast ferðafélögum…………….
Matti R1625
24.10.2003 at 19:39 #479012Ætlar þú aaa-ð senda alla í Útivist eða hvað ?
Slóðríkur
24.10.2003 at 21:14 #479014Hversu margir 38 tommu gaurar haldið þið að noti þægilegri 35 tommu dekk á sumrin? Þeir eru ansi margir. Sjálfur notaði ég 33 tommu dekk undir Toyotu á sumrin og fór margar skemmtilegar ferðir, en var á mödderum á veturna.
25.10.2003 at 11:18 #479016
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir!
Þetta með 35" ferðir er svolítið sniðugur pungtur.
Ég er hjartanlega sammála félagsmönnum með að það er gott að ganga í klúbbinn því að þar leynast ferðir líka við hæfi minna breyttra bíla. Hinsvegar þá er ég innilega sammála því líka að það virðist vera að þeim sem nota 38"+ dekk finnist eigendur minni jeppa tómir tjöruhausarog bruðlarar, vitandi það að þeir enda á 38" lágmark…
Á því að skoða [url=http://www.f4x4.is/netfrettir/vetrardagskra.html:wdhvgrpx]vetrardagskrána[/url:wdhvgrpx] (ætli þetta virki) má ekki með nokkru móti greina sem ókunnugur nýliði hvað er fært honum og hvað ekki.
Þetta er leyst með viðunandi hætti hjá útivist þ.e. flokkur 1,2 og 3. hinsvegar koma inn í þetta nokkrir hnökrar þ.e. hversu laginn er ökumaðurinn, er bílnum vel eða illa breytt, útbúinn o.s.frv. Það er svolítið hæpið að draga í dilka eftir dekkjastærð en við ferðalistann þyrfti einhver vísbending að koma fram.
Kv Isan
25.10.2003 at 11:53 #479018Ég taldi í gamni mínu þær ferði sem eru pottþétt færar fyrir 31" og líka minna, voru þær 11 talsins þar með taldi ég líka bjórkvöld og árshátíð (3 stk) sem ættu ekki að vera erfiðar nema kannski heimleiðin, en aftur á móti eru ferðir sem eru kannski erfiðar fyrir minni dekkinn 3 þannig að það er fullt að gerast ef menn bara spá öööööörlítið í hlutina.
25.10.2003 at 13:45 #479020Ég veit ekki hvernig Beggi fær út 11 ferðir, mér sýnist þær vera 6-7. Fjölskylduferð Setrið. Landsgræðsluferð Þórsmörk, Stikuferð,Vinnuferðir 1-2, Sumarhátíð aðrar ferðir eru eingöngu fyrir mikið breytta jeppa samanber
4FF í mars, Nýliðaferð ofl og verð ég því að verða samála ofanrituðu. Enda má ekki gleima því að meiri hluti félagsmanna er á minni dekkjum en 38".En svo má kannski benda á það að það er ekki stefna klúbbsins að vera ferðafélag, þó það væri kannski rétt af klúbbnum að marka sér þá stefnu í framtíðinni að mínu áliti.
Slóðríkur.
25.10.2003 at 16:07 #479022Er þetta ekki Ferðaklúbburinn 4×4
25.10.2003 at 16:40 #479024Megin [url=http://www.f4x4.is/stjornir/login.html:ws06njai]markmið klúbbsins[/url:ws06njai] er eftirfarandi:
að ná til sem flestra sem áhuga hafa á ferðalögum um landið á fjórhjóladrifnum bílum.
að stuðla að góðri umgengni um landið og verndun þess með jákvæðu fordæmi og umræðu um náttúruvernd.
að gæta hagsmuna félaga varðandi búnað fjórhjóladrifsbifreiða og annað er lýtur að fjórhjóladrifsbifreiðum og ferðalögum í samráði við yfirvöld.
að efla þekkingu félagsmanna á öllu því er viðkemur útbúnaði fjórhóladrifsbifreiða og ferðalögum um byggðir og óbyggðir landsins.
að efla tengsl og kynni félagsmanna.
26.10.2003 at 21:18 #479026Líklega hefur nú AgnarBen lokað þessari umræðu, því þarna felast nú líklega svörin við því sem fram hefur komið. Svo er rétt að minna á að þeir, sem eru búnir að vera lengst í þessu, byrjuðu kannski á 31" eða 33" dekkjum, því þá fengust ekki stærri dekk og þótti bara alveg ágætt! Svo er annað, sem þarf að hafa í huga. Það fer ekki síst eftir þyngd bílsins, hvaða dekk henta honum. Mér hefur sýnst að Vitara á 33" dekkjum geti farið býsna langt ef ökumaðurinn er laginn og vanur og allshendis óvíst að Patrol á 44" fari mikið lengra. Annars bíða víst flestir spenntir eftir að sjá 46" og 49" dekkin í vetur (ef það verður snjór!) og hvernig þau virka.
27.10.2003 at 01:06 #479028Sælir allir
Fyrir mína parta skiptir það ekki meginmáli að vera á 38" breyttum bíl til að ganga í f4x4.
Það sem skiptir mig máli er að ganga í félag þar hópur fólks er sameinaður með það í forgangi að geta farið í hópum og sinnt sínum áhugamáli á sínum jeppum hvar sem er á landinu eða bara á félagsfundum.það er nú svo að maður þarf ekki að eiga mikið breyttan bíl til að komast í skemmtilegar ferðir.Ég veit til dæmis að systir mín sem fór í nýliðaferð inn á hveravelli held ég að sé rétt hjá mér fór á 35"dekkjum hafði ekki minna gaman en þeir sem voru á 38"breyttum bílum.Hún var á mmc L200 og skildist mér að það hefði bara gengið bærilega.Ég sjálfur er bara á 31" og bíð bara eftir að komast á 35"urnar og þá skal ég koma í ferð með þér hmmm´,
Það með að stofna deild innan klúbbsins fyrir minna breytta bíla er ekki svo galin hugmynd,það yrði kannski til að fleiri kæmi inn í f4x4 sem yrði bara gaman.
kv,JÞJ
27.10.2003 at 09:47 #479030Sælir félagar.
Eins og fram hefur komið var hugsunin við stofnun 4×4 að standa vörð um hagsmuni jeppamanna. Auðvitað hafa hlutirnir þróast í gegnum árin og menn farnir að nota félagið sem ferðafélag og allt í góðu með það. En af hverju taka menn sig ekki til sjálfir og standa fyrir einhverri ferð fyrir minna breytta jeppa í stað þess að spá í að stofna nýtt félag ? Þá er ég að tala um að sá sem á slíkan jeppa og er að pirra sig á því að "ekkert" sé í boði fyrir hann í félaginu (sem er nátturulega ekki rétt) seti upp eina ferð, td uppí Húsafell, sofa þar í fimm sumarhúsum og fari svo í jeppaferð uppá Kaldadal, eða reyni að komast í Surtshelli. Endalausir möguleikar, en auðvitað er þessi aðili að bíða eftir að þetta sé matreitt ofan í hann eins og svo margt annað…. Setjið upp ferð á vegum 4×4, fáið til þess leyfi frá stjórn og framkvæmið. Verið ekki að pirra ykkur á því að þeir sem eru virkastir í félaginu, séu margir á stórum hjólum og þess vegna er þeirra stefna í þá átt. Svo er líka hægt að bjóða sig fram í stjórn á næsta aðalfundi og ná því þar í gegn, sem menn vilja. Komið með hugmyndir um framkvæmd, ekki bíða eftir að einhverir aðrir séu að undirbúa eitthvað sem þeir eru ekki með hugann við.
27.10.2003 at 11:25 #479032
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Mjög góður punktur hjá Palla. Það er líka engin spurning að möguleikarnir á ferðum eru fjölmargir allan ársins hring. Minna breyttir jeppar geta líka farið í vetrarferðir á flesta staði og eru bara býsna algengir á Langjökli, Eyjafjallajökli og Skjaldbreið. Þeir eru kannski lengur að komast á leiðarenda og þurfa hugsanlega stundum meira að nota skóflu og kaðal, en það er bara allt í lagi ef allir eru á svipuðu róli. Eins er oft ekki svo mikið mál fyrir t.d. 35" bíla að fylgja í förin eftir 38" eins og margoft hefur komið fram hérna á vefnum. Þetta á því ekki að vera stórmál og allir geta haft gagn af því að vera í klúbbnum.
Kv – Skúli
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.