Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › „Fegurðarsamkeppni“
This topic contains 129 replies, has 1 voice, and was last updated by Bjarki Clausen 18 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
17.12.2005 at 17:06 #196876
Hvaða deild innan 4×4 klúbbsins er með flottasta jeppan,er ekki hægt að setja af stað svona keppni þar sem hver deild sendir inn myndir af sínu „keppanda“ og gera svo skoðunarkönnun um hver er flottastur.? Bara smá hugmynd.
Kv: Kalli fagurkeri. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
21.12.2005 at 23:42 #536406
Hvað er í gangi með fegurðarskynið hjá þessum mönnum. Þvílíkt samamsafn af druslum hef ég aldrei séð áður og mæti ég nokkuð oft á uppboð hjá Vöku. Fyrir utan að þessar druslur sem verið er að flagga hér eru líklegar allar komnar í brotajárn hjá Hringrás, þá ætti þessi "fegurðasamkeppni" frekar rétt á sér hjá Fornbílaklúbbnum, en hjá 4×4. Þeir sem hafa gaman af svona rusli ættu að búa til nýja heimasíðu og sækja um lénið http://www.rusl.is eða http://www.eldgamlardruslursemfaraaldreiafjoll.is, sem er trúlega laust. Þessi síða virðist vera mest stunduð af einhverjum lúðum sem ferðast ekki neitt en vita allt mikið betur en allir hinir og svo hampa menn einhverju afdalarusli sem glæsikerrum.
Jón S
21.12.2005 at 23:48 #536408Mér finnst að til þess að bílar teljist flottir þá þurfa þeir að vera svolítið ruddalegir í útliti, og helst að vera sem mest með orginal hlutum en getur kannski reynst erfitt þegar bílar hafa verið svona mikið breyttir. Svo má setja þetta í 3 dálka.
Amerískir, evrópskir og japanskir jeppar og velja þann flottasta í hverjum flokki fyrir sig og sjá hver útkoman verður út úr því. Bætið við fleiri myndum svo maður sjái fleiri flotta jeppa.
kv. mhn
22.12.2005 at 00:21 #536410Sælir
Engan veginn get ég fengið mig til að vera sammála nafna mínum Sigurðsyni sem tíundaði að allir gamlir bílar væru ruslahaugamatur. Ég sé ekkert samhengi í árgerð og fegurð.
Þegar menn eru búnir að natnast við bílana sína í áratugi með öllu tilheyrandi raða aukabúnaði snyrtilega, loftnetum, sprauta, smíða ryðfría stuðara o.s.frv. get ég ekkert fundið fallegra við nýja bíla heldur en þá gömlu.
Þetta sannast hjá öðrum þar sem langflestar myndir í þessum þræði eru af bílum tvítugum og eldri.
Mér finnst margir bílar bera af í fegurð og þá helst gömlu jálkarnir sem búið er að endursmíða og gera fína.
Einn hælús man ég eftir að hafa séð mynd af á f4x4.is. Bíllinn var kallaður Mjallhvít. Hvíti Scoutinn með "JAKINN" númerinu finnst mér virkilega smekklegur og hvíti willysinn sem er líka mynd af hér að ofan.
Ég gef samt Hrollinum mitt atkvæði. Það er ekki vegna þess að bíllinn sé svo vel sprautaður eða með svo flottann stuðara heldur vegna þess hve tryggur hann er húsbónda sínum.
Kv Izan
22.12.2005 at 01:08 #536412Mikið sammála síðasta ræðumanni.
Ég held að Jón Sigurðsson hafi ekki enn áttað sig á því að jeppar eru ekki lengur þau stöðutákn sem þeir voru fyrir nokkrum árum, við því hlutverki hafa tekið jepplingar frá BMW, WV og Lexus og fleirum. Sjálfsagt ágætis kerrur fyrir þá sem hafa áhuga á þeim og því að flagga ríkidæmi sínu. Það er hinsvegar kristaltært þegar þessi þráður er lesinn og skoðaður að alvöru jeppamenn kunna að meta jeppa sem eru röff og bera handlægni eigenda sinna og hugmyndaflugi glöggt merki. Enda sýnist mér allir þessir öldungar falla vel undir það og reyndar líka þeir yngri bílar sem hér eru.
Nýju bílana getur Jón hinsvegar skoðað á heimasíðum bílaumboðanna, getur örugglega skemmt sér vel yfir þeim.
Brotajárnskveðja – Skúli
22.12.2005 at 17:12 #536414Ég var að vinna á verkstæðinu þar sem þessi ,,hilux", sem tilheyrði Skagafjarðardeild fyrir ekki svo löngu, var smíðaður.
Hann var (allavega upphaflega) með D44 framhásingu, 12bolta GM köggul og rör en Landcruiser öxla+ hilux framnöf + stúta að aftan. 4-link hringinn, 800kg loftpúðar, Hilux millikassi, TH700 skipting og ca 300Hp 350 LT1 vél. Upphaflega klafabíll, en grindin endursmíðuð frá byrjun klafa og framúr.
Kannski ekki sá allra flottasti, en ferlega skemmtilegt tæki
22.12.2005 at 19:07 #536416Ég verð nú að segja að mér finnst GAZ ekki flottur hversu "ruddalegur" sem hann kann að vera/verða. Ekki finnst mér þá heldur Hummer flottur en smekkur manna er sem betur fer misjafn, þess vegna er þetta keppni ekki satt.
Í dag á ég þenna Patrol sem mér finnst flottastur allra jeppa, gamalla eða nýrra og hana nú. [img:3shdmvfx]http://enigma.network.is/Myndasafn/leirdalsheidi200205/IMG_0069.sized.jpg[/img:3shdmvfx]Ég átti líka svona Bronco… hræðilegur bill:::
[img:3shdmvfx]http://enigma.network.is/Myndasafn/gamlir_bilar/Bronco_66_3.sized.jpg[/img:3shdmvfx]…og þennann Scout jeppa (átti hann 1978), ókeyrandi en kraftmikill.
[img:3shdmvfx]http://enigma.network.is/Myndasafn/gamlir_bilar/International_Scout_68.sized.jpg[/img:3shdmvfx]Annars er blái Willisinn hér ofar á þræðinum bara helv. flottur.
Kveðja:
Erlingur Harðar
22.12.2005 at 19:16 #536418Einhver bað um fleiri myndir af Bronconum sem Kalli Geirs átti. Ég fann eina;
[img:159wap19]http://www.f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/4039/27139.jpg[/img:159wap19]Þessi bíll var vel preppaða 460 ford með nitro. Um tíma með unimog hásingar en undir lokinn með Dana 44 að framan og Dana 60 að aftan, loftpúða hringinn og loftlæsingar. Held ég muni þetta rétt.
svo er hinn Rússinn sem var á Húsavík. Gríðarlega ‘fallegur’ bíll, og léttur.
[img:159wap19]http://www.f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/4039/27140.jpg[/img:159wap19]
22.12.2005 at 19:20 #536420Af hverju var hann með júnimogg hásingar og svo Dana "undir lokin"… er hann horfinn af yfirborðinu?
Kveðja:
Erlingur Harðar
22.12.2005 at 19:22 #536422ég veit ekkert hvað varð um hann, en hann er allavega farinn frá húsavík, svo fyrir mér var þetta undir lokinn 😉
22.12.2005 at 20:50 #536424Ég man eftir því að hafa séð ansi smekklega Lödu ( Niva ) á minnir mig 35 -38 tommu man það ekki alveg. En hún var með V8 302 Bronco held ég og hvort hún var bara ekki á Bronco undirvagni. Hvað er að frétta af þessum jeppa. Og svo þessi jeppar þeirr austurlendinga t.d Subaru og Dadsun 120 og nýi gamli Nissan 220 sem var verið að vinna í hann var langt kominn er búið að sprauta hann. En gamann væri að fá mynd af honum ef hann er tilbúinn
22.12.2005 at 21:42 #536426úr því menn eru farnir að tala um endurfædda fólksbíla, þá er nú til gæðagripur hér á húsavík, en það er Bjalla á 33 tommu. Minnir að það sé scout grind, volvo vél og svona samtíningur. Reyndar held ég að eigandinn sé ekki í klúbbnum, en engu að síður skemmtilega skrítinn og fallegur á vissann hátt.
en ofsi, það eru örugglega til myndir af þessari lödu hérna á síðunni, var nokkuð búið að lengja hana?
22.12.2005 at 21:50 #536428Jón Óli í Tungufelli á ansi ruddalegan fólksjeppa, á einhver mynd af honum?
kv
Grímur
22.12.2005 at 22:02 #53643022.12.2005 at 22:02 #536432Er ekki Hiluxinn Mjallhvít ónýt? heyrði að það væri búið að velta honum. að mínu mati einn sá snyrtilegasti hilux sem ég hef séð….
En til að setja inn myndir hérna á síðuna er skilyrði að hafa myndir einhverstaðar á netinu sem vísa skal í.
það er gert með þessari setningu:
setur svo linkinn á myndina milli gæsalappana, með http:// fyrir framan t.d.:
https://old.f4x4.is/new/files/photo/?fil … 3/9149.jpg
linkinn færðu með því að hægri klikka á myndina ýta á properties og copera adressuna(URL).
Jólakveðja
Davíð Jólasveinn
23.12.2005 at 00:57 #536434Datsun 100A
[img:2blhuf2y]http://www.f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/3773/24954.jpg[/img:2blhuf2y]
Toyota Crown í smíðum
[img:2blhuf2y]http://www.f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/3769/26781.jpg[/img:2blhuf2y]
Mjallhvít á inniskónum
[img:2blhuf2y]http://www.f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/553/3126.jpg[/img:2blhuf2y]
23.12.2005 at 01:02 #536436Sælir.
Ég held að þetta sé Ladan sem Ofsi var að tala um. Þessi er allavega á Bronco grind. http://skagafjordur.net/4×4/?p=3&fID=1&mID=7
Svo er hérna önnur mynd af Mjallhvíti.
http://skagafjordur.net/4×4/?p=3&fID=10&mID=84Afsakið, ég kann ekki að gera svona linka eða setja myndina inn í textann.
Kveðja
Ásgeir
23.12.2005 at 01:17 #536438Er þessi bíll á lífi í dag?
Er/ekki 4,3 chevy oní þessu
23.12.2005 at 09:06 #536440
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
siðast þegar ég sá þannbíl var hann utanvegar skammt frá staðarskála töluvert tjónaður…
enn að mínu mati er það hrollur sem ber af
23.12.2005 at 10:51 #536442Það er búið að rífa bílinn og stóð boddýið lengi vel í Borgartúninu.
Kv. Kiddi.
23.12.2005 at 12:20 #536444Þessi hvíti Hilux er ættaður frá Sauðárkrók og var það Óskar Halldórsson sem græjaði hann. Siddi rakari varð fyrir því að missa hann útaf og varð hann að ég held ónýtur. En hin eiginlega Mjallhvít er Hilux sem Sonax flugmaðurinn græjaði og lenti hann í miklu tjóni fyrir nokkrum árum en Bjarni í Formverk gerði hann upp eftir það en ég var búin að heyra að hann væri í rúst líka. Gæti verið miskilningur þar sem það er eitthvað verið að rugla þessum bílum saman. Báðir voru með 4,3 Vortec, milligír og fl. en Mjallhvít var lengd 47cm en á bílnum hans Óskars var hásing færð vel aftur eða um 30cm.
Mér finnst minn bíll náttúrulega fallegastur.
En Hrollur er líka fallegur og notadrjúgur.Tacoma jólakveðjur
HG
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.