Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › „Fegurðarsamkeppni“
This topic contains 129 replies, has 1 voice, and was last updated by Bjarki Clausen 18 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
17.12.2005 at 17:06 #196876
Hvaða deild innan 4×4 klúbbsins er með flottasta jeppan,er ekki hægt að setja af stað svona keppni þar sem hver deild sendir inn myndir af sínu „keppanda“ og gera svo skoðunarkönnun um hver er flottastur.? Bara smá hugmynd.
Kv: Kalli fagurkeri. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
18.12.2005 at 00:07 #536286
Hvernig á að setja inn mynd á spjall?
kv ice
18.12.2005 at 00:10 #536288Ég tilnefni þennan, lang "flottastur":
[img]../files/photo/?file=files/photoalbums/1608/10189.jpg[/img]
[url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/?file=oldsite/1608:1pvh5532]Sjá albúm…[/url:1pvh5532]
18.12.2005 at 00:22 #536290Sæll Oddur, til að setja myndir inn í þetta spjall notar maður bara html
setur þá
[img]http://…slóðin%20á%20myndina[/img]með img src með litlum stöfum. En til að finna slóðina á myndinni er td hægt að hægri klikka á myndina sem þú ætlar að setja með og fara í properties og þar er það undir address. En athugaðu að myndin þarf að vera á netinu, td í albúminu þínu
kv
Baldur
18.12.2005 at 00:26 #536292Ég held ég hafi séð þennan scrambler á selfossi fyrr í vetur og hann leit bara vel út
18.12.2005 at 00:28 #536294Ég verð nú að segja að sem betur fer er smekkur manna misjafn – annars væri ekkert gaman að þessu.
Þessir gömlu jálkar eru vissulega margir hverjir skemmtilega ruddalegir og sumir hverjir nokkuð smekklegir í ljótleika sýnum, og þar er Hrollurinn langfremstur meðal jafningja.
En ég verð þó að segja að fyrir mig þá finnst mér jepparnir í dag sem eru með mjúkar og ávalar línur fallegri – sérstaklega ef þeim er vel breitt og samsvara sér vel. Þannig er hægt að nefna marga Patrola og Toyotur sem eru reglulega flottar, að maður tali ekki um Pajeró – en þar er ég að vísu hlutdrægur.
Sem dæmi um hinar tegundirnar af fallegum og vel breyttum bílum get ég nefnt t.d. Krílið – sem er að mínu mati einn fallegasti LC80 sem ég hef séð og Patrolinn sem Maggi Skóg átti var sérlega vel heppnaður og reyndar líka núvernadi bíll hjá honum LC100.
En þessir gömlu – vissulega ruddalegir en ekki fallegir að mínu mati….
Og svo þarf ekki að fara langt aftur í tímann til að finna svona flotta rudda bíla – Hummerinn hjá Þóri á 46" er t.d. einn af þeim.
En svona er nú smekkurinn mismunandi…..
Benni
18.12.2005 at 00:36 #536296Ég hélt að þeir gömlu væru bara í keppninni,nú ef nýlegir jeppar eru með þá kemur Ice Cool fordinn hans Gunna og Lc 80 hans TNT og Tuddinn án efa sterkir inn og númer eitt þykir mér bíllinn þinn Benni Hmm Langflottastur.
Kv-JÞJ
18.12.2005 at 01:47 #536298Inn með myndir af græjunum.
18.12.2005 at 02:41 #536300Fegurð er náttúrulega afstætt hugtak Benni, það er auðvitað rétt hjá þér. Ég vil meina að hér sé verið að tala um flotta bíla en ekki fallega sbr. fyrsta póstinn (titillinn að vísu fegurðarsamkeppni, en í meginmáli talað um flottasta bílinn) og það er sitthvort í mínum huga. Þessir nýju Patrolar, Pæjur og Krúserar, þetta er nú allt eins svona í stórum dráttum og maður tekur varla eftir þeim á götu. Ef t.d. hvítur Patrol fengi titilinn myndi það kjör gilda um 500 aðra bíla a.m.k. Þetta er auðvitað eins og í Ungfrú Heimur keppninni, það er ekki bara ytra útlit sem gildir heldur innri maður og frumleiki. Eða var það ekki það sem okkar stúlka leiddi okkar stúlku til sigurs þarna úti!
Kv – Skúli
18.12.2005 at 09:46 #53630218.12.2005 at 10:29 #536304Af þeim gömlu og fleiri
https://old.f4x4.is/new/photoalbum/?file … 2550/16340
https://old.f4x4.is/new/photoalbum/?file=oldsite/153/792
https://old.f4x4.is/new/photoalbum/?file … 1687/10994
18.12.2005 at 10:37 #536306finnst þessi langflottastur og mun hann verða enn flottari fyrir næsta vetur
https://old.f4x4.is/new/photoalbum/?file … 3952/26477
Fær hann því mitt atkvæði
Kv
Snorri Freyr
18.12.2005 at 11:29 #536308Myndaprufa, ég er ánægður með þennann,,,,,þó þeir séu kannski allir eins eða þannig sko…:-)
[img:kmmaeyuy]http://f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/458/3239.jpg[/img:kmmaeyuy]
18.12.2005 at 11:50 #536310[img:2wkpbc8n]http://www.f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/3871/25717.jpg[/img:2wkpbc8n]
[img:2wkpbc8n]http://www.f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/4024/27077.jpg[/img:2wkpbc8n]
kveðja jepp
18.12.2005 at 12:28 #536312Einhvern tímann sá ég grænan rússa með rauða stjörnu, þykir mér hann með þeim flottari í dag. veit einhver hvar hann er niðurkominn, ég hef ekki fundið neinar myndir af honum hér á netinu hjá 4×4. Þessi bíll uppfyllir mínar kröfur um flotta bíla, svo er fullt af öðrum athyglisverðum bílum sem ég hef séð hér á netinu. Konan mín segir að þessi guli rússi sé hreint alveg geðveikt FLOTTUR .
kv. mhn
18.12.2005 at 12:41 #536314Hét hann ekki það, og birtist í Four Wheeler eða svipuðu blaði?
-haffi
18.12.2005 at 12:45 #536316Rétt til getið Ívan Kassavisk
18.12.2005 at 12:46 #536318tilnefningunni um Ivan, það er allveg einstaklega fallegur jeppi og ég held að hann sé ekki kominn 6 fet undir. Því ég held að ég hafi séð hann standa á hlaði bæjar innarlega í Lundarreykgardal.
Svo má ekki gleyma Willisinum sem Davíð Óli átti þessi röndótti hvítur, rauði og blái. Og einnig mætti minnast á Cruserinn hans Villa Kjartans gamla Hveravallarvertsins.
18.12.2005 at 12:51 #536320Hvar er sá guli 6 hjóla villys
18.12.2005 at 12:51 #536322Hvar er sá guli 6 hjóla villys
18.12.2005 at 12:52 #536324Ívan var mjög flottur og fellur vel að útnefningu. Síðast þegar ég sá hann stóð hann á bílasölu upp á Höfða. Neita því ekki að hjartað tók kipp og lítill púki fór að hræra í mér að fara út í einhverja ævintýramennsku. Þegar ég skoðaði hann nær sá ég hins vegar að ryðið var farið að herja frekar illa á hann. Vona að núverandi eiganda hafi tekist að vinna bug á því og Ívar verði heill heilsu aftur.
Kv – Skúli
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.