This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Stefanía Guðjónsdóttir 14 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Jæja félagar
Hvernig væri að við tækjum okkur til og rifjum upp gamlar ferðir með máli og myndum eða aðrar breytingar sem félagsmenn hafa verið að gera?
Myndirnar gætu verið úr einhverjum ferðum með skemmtilegum uppákomum. Ekki væri það verra ef þær væru í eldri kantinum. Eins væri gaman að nýta myndir af bílasýningum sem viðkomandi hefur tekið þátt í.
Ef myndir eru merktar með nöfnum þeirra sem þar eru á verða myndirnar enn áhugaverðari.
Menn hljóta að eiga margar myndir sem þeir hafa ekki verið að sýna öðrum svo það gæti verið gaman að fá þær upp á vegg til okkar, annaðhvort í ramma eða á karton sem er 50*60 til dæmis. (Helst ekki minna en 40*60)
Nóg er veggjaplássið sem við getum nýtt okkur. Ef menn hafa einhverjar skemmtilegar sögur bakvið þær ferðir sem eru á myndunum þá gæti verið gaman að láta þær fylgja með.Vonast eftir skjótum og jákvæðum viðbrögðum =)
Kv,,, MHN
You must be logged in to reply to this topic.