FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Fatnaður

by Jón Emil Þorsteinsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Fatnaður

This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Skúli Haukur Skúlason Skúli Haukur Skúlason 16 years ago.

  • Creator
    Topic
  • 15.05.2009 at 21:01 #204395
    Profile photo of Jón Emil Þorsteinsson
    Jón Emil Þorsteinsson
    Participant

    Sælir félagar.

    Hvaða útivistarverslanir eru menn að versla mest við ?
    og hvar eru bestu legghlífarnar að ykkar mati ?

    Jón Emil
    R-3128

  • Creator
    Topic
Viewing 11 replies - 1 through 11 (of 11 total)
  • Author
    Replies
  • 15.05.2009 at 21:11 #647698
    Profile photo of Friðfinnur Guðmundsson
    Friðfinnur Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 10
    • Svör: 218

    Ég versla nú við allar,allt eftir þvi hvað ég er að kaupa.
    Það er ekki neinn að nota legghlífar lengur hélt ég. En annars skiptir ekki máli hvaðan þær koma ég mundi þó hafa eftirfarandi í huga, ekki kaupa Goretex nema að þú ætlir að nota þær við göngu, það er óþarfi í jeppamennskuna. Fáðu þér legghlífar sem eru með vír undir sólann.





    15.05.2009 at 21:24 #647700
    Profile photo of Kristinn Magnússon
    Kristinn Magnússon
    Participant
    • Umræður: 91
    • Svör: 1775

    Jæja, fyrst menn eru hættir að nota legghlífar er þá ekki best að ég fleygi mínum í ruslið og sætti mig við það að vera blautur og kaldur á löppunum… nú eða haldi mig bara inni í bíl, það er sjaldnast blautt og kalt þar en ef svo er þá er næsta víst að eitthvað er ekki alveg eins og það á að vera.





    15.05.2009 at 21:38 #647702
    Profile photo of Friðfinnur Guðmundsson
    Friðfinnur Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 10
    • Svör: 218

    Seldu þær frekar,það er allavega einn að leita :)





    15.05.2009 at 22:04 #647704
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Ég er alltaf í sandölum. Þeir sem ég þarf að draga geta bundið í mig sjálfir.

    Góðar stundir





    16.05.2009 at 00:20 #647706
    Profile photo of Otti Rafn Sigmarsson
    Otti Rafn Sigmarsson
    Member
    • Umræður: 18
    • Svör: 131

    Sæll,

    Það er greinilega misjafnt hvort menn noti legghlífar eða ekki. Ég keypti legghlífar fyrir ekki svo mörgum árum síðan, kannski svona 3 í 66° Norður á fínan pening, síðast þegar ég vissi voru þær en á fínu verði. Þar sem ég notaði þær mjög mikið, mjög mjög mikið þá entust þær í ca. 3 ár sem mér fannst bara fínt, en þær voru ekki með vír og það var sumsé ólin sem gaf sig. En þær voru renndar við kálfann og mjög þægilegar. Miðað við notkun og verð þá fannst mér endingin ágæt.

    Ég keypti mér svo aðrar ekki fyrir löngu og þær eru með vír en aftur á móti frönskum rennilás og smellum til þess að ná saman og er það framan á. Þær kostuðu líka sitt…

    Helst er að kíkja í 66°Norður eða Fjallakofann, jafnvel Everst líka. En forðastu Útilíf, það er bara okurbúlla, því miður.

    Þetta er allavega mín reynsla, góðar stundir.

    Kv.
    Otti S.





    16.05.2009 at 10:16 #647708
    Profile photo of Logi Már Einarsson
    Logi Már Einarsson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1247

    Enginn verður maður meiri

    Sem mjakast í snjó og steinvölum

    Þótt karlmannlega um hann keyri

    Kokhraustur í sandölum

    .
    Kveðjur, Logi.





    16.05.2009 at 21:09 #647710
    Profile photo of Heiðar Steinn Broddason
    Heiðar Steinn Broddason
    Participant
    • Umræður: 113
    • Svör: 839

    aldrei er góð vísa of oft kveðin

    kv Heiðar





    17.05.2009 at 19:10 #647712
    Profile photo of Baldur Örn Samúelsson
    Baldur Örn Samúelsson
    Participant
    • Umræður: 12
    • Svör: 76

    Ég er mjög sáttur með mountain hardwear legghlífarnar í Everest.





    17.05.2009 at 22:27 #647714
    Profile photo of Magnús Hallur Norðdahl
    Magnús Hallur Norðdahl
    Participant
    • Umræður: 713
    • Svör: 2671

    Hér eru tvennar hlífar Mér hefur dugað að vera með minni hlífarnar og vill ekki coritex miðað við notkun hafa þær dugað mér ég sé ekki ástæðu til að kaupa dýrar hlífar .
    Hér eru myndir af misstórum hlífum stærri er coritex en hinar ekki

    [img:ci1sdm54]http://www.keela.co.uk/images/products/gaiters.jpg[/img:ci1sdm54]
    Minni

    [img:ci1sdm54]http://www.backcountrygear.com/images/ORCelestialGaiters.jpg[/img:ci1sdm54]
    Stærri
    Kv,,, MHN





    18.05.2009 at 13:20 #647716
    Profile photo of Einar Lárusson
    Einar Lárusson
    Member
    • Umræður: 57
    • Svör: 366

    Hlífðarfatnaður
    Gore-Tex er besta filman sem þú getur fengið á þennan fatnað. til eru nokkrar tegundir af Gore-Tex filmu og er Pro-Shell filman sterkust af þeim. Gott að hafa þetta í huga við kaup á fatnaði. Ég hef aðhyllst þá nálgun að vera í góðum jakka og þá slakað aðeins á gæðakröfum er varða buxur. Ég er með 600 gr. Gor-Tex skel sem jakka með Pro-Shell filmu og hann virkar mjög vel, bæði gegn vindi og vatni.
    ——–
    Hvað varðar legghlífar þá hefur mér fundist best að hafa þær rendar að framan. Ef þú vilt halda þér þurrum á fótunum þá mundi ég splæsa í góðar Gore-Tex legghlífar t.d. frá Mountain Hardware.
    —————–
    Kveðja Lobbi





    18.05.2009 at 20:08 #647718
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Hvað hentar fer náttúrulega eftir notkuninni. Fyrir venjulegar jeppaferðir sé ég ekki þörf á rándýrum legghlífum og keyri ég þó á Defender og snjódýptin inn í honum kannski meiri en á mörgum öðrum. Fyrir Hlyn á sandölunum dugar t.d. að klippa til gamla smokka, þá er hann kominn með fullgóðar legghlífar. En ef menn ætla að vera að ösla snjó gangandi tímunum eða jafnvel dögum saman er náttúrulega sjálfsagt að horfa til þess að kaupa það sem er sterkt en um leið með viðunandi öndun. Ef þú ert að fara að labba með brodda þá myndi ég samt ekki kaupa það dýrasta því sjálfur er ég allavega sá klaufi að eyðileggja legghlífarnar mínar í slíkum göngum.
    Kv – Skúli





  • Author
    Replies
Viewing 11 replies - 1 through 11 (of 11 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.