This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Kári Rafn Þorbergsson 20 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Sæl
Í gær var farið að leita að týndum frönskum ferðamönnum á hálendinu – þeir skiluðu sér sem betur fer heilir til byggða. Eins og komið hefur fram í fréttum þá festu þeir síg í ánni inni í Eldgjá og samkvæmt fréttum þá var mittisdjúpt vatn þar.
Ég var á ferðinni þarna á sama tíma og þessir frakkar og hef sennilega farið yfir vaðið u.þ.b. 0,5 – 1 klukkutíma á undan þeim – Þeir voru inni í gjánni þegar ég fór. (ég áttaði mig ekki á því að þetta væri týnda fólkið fyrr en í gærkvöldi)
Ég fór vaðið fyrst á brotinu og þar rétt bleytti í felgur hjá mér og til baka fór ég beint yfir þar sem það er dýpst og þá náði vatn rétt upp undir stigbretti (38″ pajeró)
Mér finnst þessi fréttaflutningur því með ólíkindum að vaðið á Ófæru hafi verið mittisdjúpt – það var í mesta lagi upp í hné og vel fært öllum 4×4 bílum. Ég trúi því ekki að það hafi vaxið um 50 – 80 cm í ánni á innan klukkutíma, sérstaklega í ljósi þess að það var frekar lítið í öllum öðrum ám á fjallabaksleið og rigningin ekki svo mikil.
Ég held að þessir blessuðu frakkar hljóti að hafa keyrt út í hyl sem er fyrir neðan vaðið en ekki á vaðið sjálft – þetta fær mann til að hugsa út í það hvort ekki þurfi að setja upp leiðbeiningar á mörgum tungumálum við þessi helstu ferðamannavöð þar sem bent er á hvernig á að keyra yfir viðkomandi vað og hvað beri að varast – meira að segja mætti koma fyrir mælistiku og mönnum bent á að skoða hversu hátt vatn stendur og ef það er yfir ákveðnum mörkum þá sé óráðlegt að fara yfir á jepplingum eins og þessir túristar eru á.
Kveðja
Benni
You must be logged in to reply to this topic.