This topic contains 48 replies, has 28 voices, and was last updated by Sveinbjörn Halldórsson 10 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Hjálagt er sett inn á Innanfélagsmál og ekki ætlast til að menn séu að flagga kaupverði né setja upplýsingar um málefnið annarstaðar en hér eða á póstum til stjórnar.
Eins og margir vita hefur stjórn Ferðaklúbbsins 4×4 verið á fullu að skoða kaup á húsnæði fyrri starfsemi klúbbsins. Nú er svo komið að við höfum samþykkt kauptilboð frá eiganda fasteignarinnar við Síðumúla 31 í Reykjavík
Tilboðið hljóðar upp á kr. 47 millj. sem greiddar verða með þremur greiðslum:Víð undirritun kaupsamnings greitt með peningum kr. 10.000.000,-
Við undirritun kaupsamnings greitt með láni kr. 27.000.000,-
Hinn 10. sept 2014 greitt með peningum kr. 10.000.000,-Stjórn hefur rætt málið og ákveðið að boða til auka Aðalfundar hinn 7. júlí, sem er mánudagur, kl. 20:00.
Við höfum farið yfir málið og er okkur það ljóst að þetta hentar illa fyrir þá sem þurfa jafnvel að taka flug til Reykjavíkur og þurfa að taka sér frí í vinnu. En ástæða tímasetningar er að um helgar í júlí þá er enginn í bænum og ljótt ef aðeins 5 – 10 félagsmenn tækju svo stóra ákvörðun.
Ég legg mikla áheyrslu á að þið kynnið ykkur málið vel. Einhuga samstaða um þetta mál skiptir okkur miklu máli til að efla klúbbinn og koma honum í dagsljósið, þ.e að hætta að fela skrifstofu og aðstöðu klúbbsins í bakhúsi í Iðnaðarhverfi. Klúbburinn ætti að verða sýnilegri og innrastarfið ætti að eflast og verða betra , sem þýðir að sjálfsögðu aukningu í félögum.
Að vísu þarf alltaf að skoða alla hluti og endilega notum þennan póstlista sem er með öllum nefndum til að koma með athugasemdir og spurningar. Alveg sama hver spurningin er þá endilega látið hana flakka. Einnig er vert að athuga að kostnaður við eignina verður meiri í framtíðinni en til að byrja með er aðalmálið að klára það sem þarf til að flytja starfsemi klúbbsins frá Eirhöfðanum í Síðumúlann. Draumur væri að flytja fyrir áramót.
Ps. Við bjuggum til nefnd sem heitir fasteignanefnd og er hún skipuð eftirfarandi:
Friðrik Halldórsson gjaldkeri (bankastarfsmaður).
Albert Sveinsson endurskoðandi (fjármálastjóri og Endurskoðandi félagsins frá upphafi)
Rúnar Sigurjónsson Varamaður í stjórn (Smiður, fyrrverand Skálanefd)
Logi Már Einarsson Varamaður í stjórn (Smiður, fyrrverandi Skálanefd)
Árni Bergsson Meðstjórnandi (félagsmaður frá upphafi)
Þórður Helgason fyrrv. skálanefnd (Húsasmíðameistari)
Gunnar Ingi Arnarson meðstjórnandi (Fjármálastjóri)
Ágúst Birgisson fyrrv. stjórnarmaður (Verkfræðingur)
Einnig hefur Benidikt Magnússon verið Ágústi innan handa við teikningar og fl.
You must be logged in to reply to this topic.