Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › Fartölvuspecs fyrir kortaforritin?
This topic contains 12 replies, has 10 voices, and was last updated by Samúel Þór Guðjónsson 11 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
19.11.2013 at 20:51 #438754
Sælir,
Ég er að spá í lítilli fartölvu til að nota í jeppanum og keyra með hand gpstæki. Vita menn hvort Intel Atom 1.66 GHz örgjörvi dugi vel til? Tölvan er 10″ Acer Aspire One með 2 Gb vinsluminni og keyrir á Win 7.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
19.11.2013 at 20:55 #438755
Ég er með svona tölvu með 2gb vinnsluminni og nota OZI. Þetta er mjög góð tölva þó hún taki sinn tíma að kvekja á sér.
20.11.2013 at 08:44 #438772Spurning hvort uppfærsla í SSD disk myndi gera gæfumun. Það getur munað ótrúlega miklu varðandi ræsitímann.
20.11.2013 at 08:58 #438774Það er dýr uppfærsla fyrir litla hluti. Ef menn geta á annað borð beðið eftir að vélin ræsi sig. SSD hefur engin áhrif á vinnsluhraða, einungis ræsitíma tölvu og forrita.
20.11.2013 at 10:58 #438776Myndi mæla með SSD disk.
Var með venjulegan rotary disk í vélinni hjá mér, en hann átti það til að stoppa í miklum hristingi, sem var svo sem allt í lagi en það tók tölvuna stundum tíma að jafna sig eftir það, sem og „ferlun“ gat dottið út í dágóðan tíma eftir það.
SSD diskar endast mikið betur í svona umhverfi og eru ekki svo gríðarlega dýr fjárfesting.Vélin sem er kortaplotter hjá mér í dag er IBM X41 með 32GB SSD disk og það dugar ágætlega fyrir kortin, man ekki hvernig örgjörvi er í henni en hún er með 1,5GB af RAM.
Ég er að nota OziExplorer með Garmin 276C tæki.
20.11.2013 at 12:26 #438777Sammála þessu með SSD diskinn. Ég er með svona í minni 6 ára gömlu ferðavél. Ég er búinn að ferðast með hana í nokkur ár við misjafnar aðstæður og diskurinn þolir áreiti mun betur, það er högg og hristing (auk kulda). Svo þarf auðvitað að „tweeka“ vélina í ræsingu. Mín er um 12 sek að ræsa sig.
20.11.2013 at 14:43 #438788Ég er alveg sammál með ágæti SSD diska, er með svoleiðis í heimilistölvunni og þetta er góðir diskar.
En ég er með alveg eins tölvu og er spurt um hérna að ofan og hef aldrei lent í að harði diskurinn detti út í hristing. Hún tekur sinn tíma að starta sér en þegar foritið er komið í gang þá er allt í fína standi.
Ég hef alveg hugleitt þetta með SSD í vélina en sé ekki að það borgi sig.
20.11.2013 at 17:56 #438849SSD er nátturulega mikið betra í svona notkun, enda engir hreyfanlegir hlutir í þeim og hægt að fá svona diska á ágætis verðum , ekki stórir diskar sem fást á minni peninginn en maður þarf ekki mikið pláss fyrir stýrikerfið og GPS forrit+kort , þolir mun betur hristing og minni hætta á skemmdum
20.11.2013 at 18:42 #439279Í SSD diski eru engir hreyfanlegir hlutir svo þeir þola höggin sem dynja á bílnum í jeppaferðum. Í gömlu diskunum(SATA) að þá er diskplatan/plöturnar að innan að snúast allan tíman og nál að lesa. Oft þarf ekki mikið högg svo eitthvað bili. Tölvan+GPS er líka mikilvægt öryggistæki.
Varðandi verðið að þá færðu aldrei jafn stóran SSD disk versus SATA fyrir sama pening en fyrir tölvu sem er nánast eingöngu í bílnum og þar er ekki að geymt mikið af bíómyndum og þess háttar að þá nægir lítill diskur. Ég hef verið að skipta þessu út fyrir fólk fyrir lítinn pening ef einhver hefur áhuga. Er einnig með afslátt af diskunum. Ekki að ég sé að auglýsa mig en þá eru örugglega einhverjir sem eru að spá í þessu og vilja ekki ofborga fyrir þessa vinnu á verkstæði.
21.11.2013 at 01:26 #439293Ég er með Lenovo Ideapad S10-2 (10″ notepad fartölvu) með hefðbundinn disk (ekki SSD) og er búinn að nota hana í mörg ár í jeppaferðir án nokkurra vandræða, hefur aldrei nokkurn tíman hikstað. Fyrir svona létta og meðfærilega vél þá held ég að þessi þörf fyrir SSD disk sé fullkomlega ofmetin fyrir snjójeppaferðir.
Fyrir sumarferðir í grófum malarvegum þar sem þú getur lent í þvottabrettum eða stömpum á mikið pumpuðum dekkjum þá skiptir miklu meira máli að vera með SSD disk.
21.11.2013 at 14:07 #439350Ég er líka með venjulegan disk hjá mér, bjóst við að hann myndi kanski endast nokkrar ferðir, og ætlaði alltaf að skipta yfir í ssd, en hann hefur þolað þetta assgoti lengi núna
21.11.2013 at 21:26 #439390Ég er með 10″ Asus Eee PC 1005 HA með intel atom og hún hefur aldrei hikstað eða eða verið til vanræða. Er með garmin gps pung tengdan við tölvuna og er ég mjög sáttur við þetta sett up.
kosturinn sem ég sé að vera með gps pung að þá er göngutækið ekki bundið við bílinn.
22.11.2013 at 01:24 #439606Ég verð að segja „I beg to differ“ við rotary vs SSD.
Gamla vélin mín var með harðadiskavesen á árs basis. Ég verð að viðurkenna að ég keyrði frekar mikið á sumrin og sjálfsagt hefur það haft sitt að segja.
SSD diskur kostar c.a. 20~30kISK og mun margborga sig til lengri tíma, fyrir utan vesenið með að diskurinn „læsi“ sér þegar hann lendir í hristing.
En gamla góða tuggan: „If ain’t broken, dont’ fix it“ á vel við hér. Ef rotary virkar fínt, í guðanna bænum notið það! Ef rotary er vesen, skiptu í SSD. 😀
En niðurstaðan í þessum þræði: Það þarf ekki öfluga tölvu til að keyra kortaplotter.
Smá shameless plug og upplýsingar fyrir þá sem vilja nota NRoute með none-garmin GPS.
http://www.ulfr.net/Inn/?p=390
Til að nota með Nobeltec eða Ozi (sem er imho besta kortaforritið) þarf ekkert svona mix.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.