Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Fartölvu smíði.Hjálp
This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðmundur Guðmundsson 20 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
08.09.2004 at 14:31 #194619
AnonymousÉg er svona að gæla við þá hugmynd að smíða fartölvu statíf í pajero´98 og mig langaði að fá flestar upplýsingar sem þið hafið um það. Endilega segið mér ef þið vitið um myndir eða eigið sjálfir…..
endilega tjáið ykkur um ykkar statíf.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
08.09.2004 at 15:06 #505532
Mín skoðun er sú að fartölvur séu bara til bölvunnar.
Þola illa raka og hitabreytingar. Oft erfitt að sjá á sjáin á tölvunni.
Bæði talavan og borðið stórhættulegt ef eitthvað kemur fyrir.
Mæli með GPS-tæki þar sem þú getur skilið tölvuna eftir heima.
Lella
08.09.2004 at 15:33 #505534Er ekkert um þetta í pajero tækniþráðnum??
08.09.2004 at 20:45 #505536Sæl
Ég er með tölvu í bílnum hjá mér og hef svo sem ekki átt í neinum vandræðum með hana í hitabreytingum og raka – enda skiptir þar sjálfsagt miklu máli hverrar gerðar talvan er.
Það er einnig þannig með tölvuborðin að hægt er að ganga frá þeim þannig að hættan sem stafar af þeim er minniháttar. Þetta er þó vandasamara ef bílar eru með líknarbelgi.
Ég gerði þetta þannig hjá mér að ég er með kúluliði frá R.Sigmundsyni sem að festast á stöng sem gengur niður á gólf farþegamegin og er fest á tveimur stöðum þar. Síðan er þetta stífað af út í innréttingu þannig að lítil sem engin hreyfing er á þessu. Kúluarmurinn festist svo ofan á þetta og er nógu langur til að ég geti haft tölvuna fyrir miðju mælaborði og þannig ekki fyrir framan líknarbelgi.
Með þessum kúluliðum er hægt að hafa tölvuna nánast í hvaða stellingu sem er og því auðvelt að stilla hana þannig af að vel sjáist á hana.
Tölvuborðið sjálft er svo líka frá R.S. og er með mjög öflugum klemmum þannig að ég hef engar áhyggjur af því að þetta geti hreyfst neitt, jafnvel þó að bíllinn ylti.
En annars geturðu bara komið og skoðað hjá mér ef þú vilt.
Kveðja
Benni
bm@sk3.is
08.09.2004 at 21:10 #505538Sæll
Ég er með annarskonar borð í mínum bíl sem er árg ´97 og er ekki með líknarbelgjum. Ég er með stöng sem er fest farþegamegin og í mælaborðið (við hliðina á útvarpinu) og þar ofaná er liður sem hægt er að snúa í 180° og síðan er hægt að snúa tölvuborðinu sjálfu í 360°. Að vísu er ekki hægt að halla því fram og aftur en það hefur ekki hrjáð mig til þessa. Þetta var allt smíðað hjá Prófílstál.
Ég skal setja inn myndir á morgun svo þú áttir þig betur á þessu. Kær kveðja Pétur
08.09.2004 at 21:53 #505540ég mæli eindregið með kúluliða systeminu, ég hef notað svona dót frá prófílstáli, og mér finnst vanta möguleikann á því að halla borðinu. Kannski ekki vandamál ef það er alltaf sami bílstjóri, en ef þeir eru nokkrir og mis hávaxnir þá er gott að geta stilt meira. Ég ætla allavega að smíða svona úr kúluliðum. Ég ætla að fá mér rörbút í réttri lengd og snitta endan svo að kúlan frá R.S. passi á, festa rörið niður og stífa það í innréttinguna. Ég ælta ekki að nota tilbúna rörið frá R.S. það er úr áli og ég kann ekki að sjóða í það 😉 Borðið sjálft ætla ég að hafa úr plexiglerplötu (létt og gott) og festa tölvunna með nóg af frönskum rennilás og jafn vel strappa, og svo má ekki gleyma stuðning fyrir skjáinn, og það verður að vera stillanlegur stuðningur.
Kannski að ég heldi inn myndum þegar ég nenni loksins að smíða þettta lítur allavega rosalega vel út í hausnum á mér 😉kv
Baldur
08.09.2004 at 23:27 #505542hæ
Baldur, – þetta er ágætis lýsing á tölvuborðinu í bílnum mínum
kv.
Marteinn.
08.09.2004 at 23:41 #505544en þú notaðir áldótið var það ekki?
09.09.2004 at 00:36 #505546jú, – borðai í gegnum rörið og skrúfaði bolta í gegn sem festist í innréttingarfestinguna.
09.09.2004 at 01:34 #505548Ég er með RAM borð, kúluliði og rör í mínum, allt frá R. Sigmundssyni. Kostaði rúm 20 þ. í það heila, en maður hefur nú eytt öðru eins í eitthvað heimskulegra.
Sé helst eftir að hafa ekki fest rörinu aðeins aftar í gólfið (það er alveg við hvalbakinn og kemur í 45°inn í bíl og er stífað þaðan niður í gólf, en tímabundna lausnin fyrir hliðarhristing, að binda rörið með skóreim við innréttinguna, er að nálgast ársafmælið).
Mæli með að staðsetningin sé þaulhugsuð og útpæld þannig að sveigjanleikinn í stillingunni sé sem mestur. Það er sitt á hvað hvort það er kóarinn eða bílstjórinn sem er að nota tölvuna, og stundum er hún bara heimabíó fyrir alla farþega í bílnum.
Það er ekkert mál að mæta á staðinn og fá sölumann með kompónenta út í bíl til að spá og spekúlera og bera við.
Að lokum er ég svo með tvær rendur af "frönskum" rennilás, sem halda vélinni á borðinu líkt og um tonnatak væri að ræða. Þær þarf líklega að endurnýja með ca. 1 árs millibili ef þær eiga að haldast ferskar.
Þaldénú.
Einar Elí
09.09.2004 at 10:26 #505550sælir
Ég smíðaði nú sjálfur tölvuborð í Patrolinn hjá mér á sínum tíma.Eitt vatnsrör sett inn í annað stærra og snittað vatnsrör skrúfað í múffur á sitthvorum endanum (hægt að snúa borðinu með því að losa skrúfu sem gengur í gegnum ytra rörið).
Álplötur soðnar á múffurnar. Annar endinn festur í gólfið (mæli með stórri álplötu þarna megin) og það látið standa lóðrétt. Ofan á hinn múffuendann var skrúfað plexiglas borð með frönskum rennilás (nóg að hafa 2-3 rendur og enga strappa, annars nærðu tölvuskrattanum aldrei af :-). Stífað af í "ohmygod" haldfangið ofan á mælaborðinu með pípuupphengjum úr BYKÓ og snitttein.
Þetta er náttúlega forljótt en kostirnir eru að það er mjög fljótlegt að rífa þetta allt úr eftir ferðir, þetta kostaði innan við 5000 kr og þetta SVÍNVIRKAÐI. Algjörlega ónauðsynlegt að halla þessu eitthvað eða lyfta. Bara að koma þessu fyrir á réttan stað strax
kv
Agnar
09.09.2004 at 12:40 #505552Sælir strákar.
Ég smíðaði í minn festingu úr járni sem var fest í gólfið með stuðning í innréttingu. Borðið sjálft var úr þykku plexí með stuðning við skjáinn. Hægt að snúa í allar áttir. vélin var fest við borðið með þremur teygjum úr bílslöngu.
Þetta virkaði rosalega vel þangað til ég velti bílnum. Þá flaug tölvan af og endaði aftast í bílnum. Farþeginn lenti á borðinu og braut plexí plötuna í mask. Hann hlaut við það ljótar skrámur.
Mín ráð eru að hugsa þetta nógu helv… vel áður en borðið er sett í bílinn. Auðvitað eru fæstir sem lenda í þeim andskota að velta bílunum, en það getur alltaf komið fyrir. En reynið að staðsetja þetta þannig að sem allra minnstar líkur séu á að einhver geti rekist í borðið, og endliega festið vélina með einhverju miklu öflugra en frönskum rennilás.
Emil Borg
09.09.2004 at 13:09 #505554Sælir
Ég er með ram festingarnar frá R.Sig, stöng niður í gólf,(sem er alveg uppvið innréttinguna og fest þar) kúlu á toppnum og arm með kúlufestingu skrúfað undir plexíplötuna. – Ég get hreift þetta í allar áttir en hefði samt eftirá að hyggja viljað hafa rörið örlítið aftar til að fá aðeins betri hreifigetu. Galli við þetta hjá mér er að vogarstangaraflið á kúlunni er mjög mikið þegar tölvan er lengts til hægri (s.s beint fyrir framan kó’arann), en þegar ég hef tölvuna fyrir sjálfan mig, þá færi ég hana þannig að hún er fyrir miðjum bílnum og hallar aðeins að mér. Þá er minni hætta að farþeginn fari í tölvuborðið við óhapp.
Ég festi vélina niður með 4 litlum frönskum rennilásum undir hvern fót til að hindra hliðarhreifingar, er er svo með einn strappa upp við skjáinn sem heldur vélini niðri, – strappinn passar rétt fyrir ofan lyklaborðið á vélinni sem ég er með og því hentar það ágætlega, – Ég hef líka lent í því að ef ég er með bara franskan rennilás þá hoppar vélin upp ef maður lentir í "óþægilegum" byltum, – (hef ekki samt oltið)
Skjástuðninginn útbjó ég þannig að ég sauð stóra ró á endan á 4mm snitttein, sem ég skrúfa og festi í gegnum plötuna, – ég get "beigt" snittteinninn hæfilega til og frá til að aðlaga skjáinn 90° horni, eða um 120° horni sem ég hef þegar ég hef tölvuna fyrir miðju. – (er með fluguró á endanum og hafði hugsað mér að eiga 2 snittteina ef hann brotnar við tilfæringar…
Eins og ég sagði áður þá er helsti gallinn við þetta hjá mér er að kúlufestinginn neðan á plötunni er aðeins til hliðar á plötunni, og því er vogarstangaraflið mikið. – Orginal fluguróin á RAM festingunni dugði ekki til að herða nóg að gúmmikúlunum svo ég er yfirleitt með krummakjaft eða eitthvað verkfæri til að herða. (endaði reyndar með því að ég braut ram festinguna(það var nú samt aðalega klaufaskapur í mér)
Hvað varðar öryggissjónarmið þá held ég að það sé mikilvægt að geta haft tölvuna sem mest fyrir miðju, og ekki úr þunnri álölötu með beinni brún, – það þarf ekki mikið til að manneskja sem kastist fram á tölvuborðið fái borðplötuna eins og hníf inn í kviðarholið. – Mikilvægt er einnig að loftpúðar séu ekki fyrir aftan tölvuna því það er ábyggilega það hættulegasta við að hafa tölvu fyrir framan farþegann.
kv.
Marteinn
13.09.2004 at 16:05 #505556
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þakka kærlega fyrir svörin. Ég ætla að reyna að finna alla mögulega möguleika og alls ekki að setja þetta í bílinn fyrren ég er 100% viss á því að þetta virki.
Ég sé að það eru margir með þetta RAM dót og annað úr R.sigm. og held að það sé sniðugast að fara þangað og tala við þá. Sumir hafa samt náð að gera þetta ódýrt en ég ætla að sja´til hversu´dýrt þetta verður.Endilega vísið mér á góðar myndir ef þið vitið um. Er búinn að skoða soldið en alltaf gott að vita meira og meira, meir í dag en í gær….
13.09.2004 at 19:46 #505558Sælir.
Talaðu við Rikka hjá R.sig, – hann er með möppu af myndum sem sýnir alskonar útfærslur.
kv.Marteinn
13.09.2004 at 20:58 #505560Sælir félagar
hér koma myndir
http://kjolur.f4x4.is/photoalbum/view.p … ionid=1426
Allir vildu þeir Lilju kveðið hafa.
kveðja gundur
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.