This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Þorsteinn Svavar McKinstry 17 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Mig langar til að vekja athygli jeppamanna á vönduðum festingalausnum á skikkanlegu verði sem við feðgarnir hjá Tomcat á Íslandi rákumst á í leit okkar að fljótvirkum en traustum festingum fyrir hluti eins og slökkvitæki, tjakka sköft og þh. sem maður vill hafa tiltækt í jeppanum. Við eins og eflaust margir aðrir erum með slökkvitæki í Tomcat keppnisbílunum sem við viljum geta hrifsað fljótt og fumlaust úr festingum sínum. Original festingarnar, sem eflaust eru ágætar í malbiksakstri halda einfaldlega ekki þegar reynir á þær við krefjandi aðstæður. Þá tókum við upp á því að bæta við e.k. farangursól sem heldur mjög vel en tekur langan tíma að losa. Þá rákumst við á Quick Fist, hjá félögum okkar í Bretlandi sem kom okkur í samband við framleiðandan í BNA og til að gera langa sögu stutta þá eru þessar festingar nú fáanlegar á Íslandi í Húsasmiðjunni og Fóðurblöndunni.
Ég hef oftsinnis undrast hugsunarleysi jeppamanna þegar kemur að frágangi farangurs. Hef ég jafnvel séð vel útbúna jeppa með lausa drullutjakka inni í farþegarýminu. Þarf ekki mikið hugmyndaflug til að ímynda sér hvernig færi ef jeppi þannig frágengin velti. Sjálfur velti ég jeppa tvisvar á síðasta sumri í annað skiptið á yfir 150 kmh. í bæði skiptin sluppum við algerlega ómeiddir þökk sé ströngum reglum og nákvæmum öryggisskoðunum fyrir hverja keppni. Sjálfur hef ég farið á jökla með hópi áhugamanna og einnig atvinnumönnum og veit hvaða kraftar eru í gangi og hvernig margir sleppa fram af sér beislinu (til þess er leikurinn gerður) og veit ég þess dæmi að menn hafa meiðst er laus farangur kemur fljúgandi í þá vegna lélegs frágangs (sögur af slíkum slysum fara eðlilega ekki hátt). Þessar Quick Fist vörur fann ég fyrir sjálfan mig og keppnislið mitt til að endurbæta festingar á hlutum eins og verkfærum og slökkvitækjum og vegna samstarfs við fyrirtæki í Bretlandi var okkur falið umboð fyrir þetta á Íslandi. Þar sem markaðurinn er örsmár hér heima er hæpið að réttlætanlegt sé að leggja út í kostnaðasama auglýsingaherferð sem myndi svo á endanum leggjast á verðið, er það von mín að fréttir af þessu fari manna á milli svo allir frétti af, geti notið og gert jeppamennsku á Íslandi öruggari og þægilegri.
Kveðja
Steini
You must be logged in to reply to this topic.