This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón Ebbi Halldórsson 22 years, 8 months ago.
-
Topic
-
FARALDAR SAGA GUÐNASSONAR.
Þar sem lítið hefur verið að gerast á síðunni nema drullumall undanfarið,Þó verð ég að segja ykkur Ferðasöguna af því þegar við fórum inn að Hvanngili. Það var á þeim tíma þegar ég var að draga fjölskylduna og saklausa vini með mér ,á fjöll og svaðilfarir, á bílum sem kannski hentuðu ekki alveg til fjallaferða, heldur pössuðu betur á þjóðveg 1. Að vísu átti ég Bronco, breyttan og blæju Willis sem var allur ný skveraður,ný búinn að sprauta hann,ný blæja.á 35? dekkjum og þræl flottur.Notaði ég Willisin eingöngu til þess að lána ættingum og vinum. Í þetta skipti fengu Stefán og Haraldur vinnufélaga mínir Willisin. Í sögu þessari er Haraldur kallaður Faraldur einsog hann vildi sjálfur.Aðrir ferðalangar voru Guðni og fjölskylda á dubbel cab 35?Böddi og fjölskylda á Súkku 31? og Jens á einhverjum fólksbíl á 13?.
Var nú haldið austur og hafði ég tjaldvagninn í eftir dragi, gamlan austur þýskan vagn, með stóru fortjaldi sem þjónaði því hlutverki að vera samkomutjald.
Vorum við fljótlega kominn inn á slóðann innst í Fljótshlíð ?Emstruleið?.Gekk ágætlega að koma Jenna á fólksbílnum yfir Þórólfsá en ætlunin var að,fara með fólksbílinn eins langt og hann gæti komist og skilja hann síðan eftir. Vorum við komnir í ham og geystumst eftir Markarfljótseyrunum á miklum hraða, sennilega var það bjór löngunin sem flýtti för okkar í átt að tjaldstæðinu. Er slóðinn þarna gróf og sérstaklega snemma sumars, þegar ekkert hefur verið átt við veginn. Þarna á eyrunum ákvað því hjólið á tjaldvagninum því að yfir gefa þessa samkomu og fara sína eigin leið, skaust hjólið út fyrir veg, en það sem verra var að það tók með sér öxul nafvið líka, nú vorum við í slæmum málum , samkomuhúsið hrunið og útilokað að tjasla því saman. Var þá brugðið á það ráð að strengja kaðal undir tjaldvagninn og í stuðarann á Willisinn, og lyftist þá vagninn, dró ég síðan vagninn og Willisinn.
Gekk þetta ágætlega fundum við ágætis tjaldstæði skömmu síðar.Við tjaldstæðið var hellir og þessi líka fína tjörn.Var því slegið upp tjaldbúðum, gekk þó svolítið illa að tjalda fortjaldinu á samkomuhúsinu því eitthvað vantaði af súlum og hælum, en með því að raða jeppunum í kringum fortjaldið var hægt að hnýta það í jeppana. Að vísu vað svolítið óhagræði í þessu ef einhver þurfti að nota jeppana.Þá hrundi alltaf fortjaldið.
Dagur 2 Nú skyldi haldið á fjöll, byrjað var á því að losa jeppana úr fortjaldinu og haldið af stað full tilhlökkunar, spennt einsog lítill börn á jólum. Guðni leiddi hópinn þar sem hann hafði farið þessa leið margoft? en að vísu aldrei edrú? Gekk nú allt vel þar til komið var upp undir Einhyrning en var vegurinn nánast runnin burt á hálsinum yfir að Markarfljóti, snigluðumst við yfir í fyrsta í lága og var mjög erfitt að komast niður brekkurnar að Fljótinu allt sundurskorið og hrikalegt. Vorum við nú farinn að lenda í stöku snjósköflum.Og jókst snjórinn eftir sem innar dró, Þegar komið var að Bláfjallarkvísl virtist vera mikið í henni, Var þá brugðið á það ráð að setja Súkkuna í spotta og slefa henni yfir braut þá á húddinu á henni. Enda hálfgerðar vorleysingar í gangi. Síðan var komið í Kaldaklofskvísl. Leist mér ekki á þetta fljót?kol mórautt? og álitum við að þetta hlyti að vera jökulá, hún var jú svo ljót á litinn.Sáum við þó stóran stein úti í ánni sem braut á , þá gæti þetta ekki verið svo djúpt. En grimmileg var áinn,og var nokkuð há ís og snjóskör á fjærbakkanum sem ekki var árennileg heldur.
Guðni dembdi sér í ánna og hélt upp með henni og ætlar fyrir ofan steininn.Taldi hann það grynnst, gekk það mjög illa vegna stórgrýtis en stefndi í það að hann kæmist yfir, Eftir nokkuð skakstur komst hann upp í gegnum skörina á fjærbakkanum að vísu varð gangbrettið eftir í ánni ásamt einhverjum smáskemmdum en ekkert alvarlegt. Var því ákveðið að ég færi næst en að ég færi neðar í ána . Að vísu virtist vera áll þarna og greinilega nokkuð djúpt,var því fjölskyldan skilinn eftir á bakkanum. En þar sem mér leist ekkert á það að drepast þarna einum, sagði ég smeðjulega við Farald hvort honum langaði ekki með, þetta yrði ábyggilega bara gaman. Faraldur kokgleypti agnið og skellti sér upp í bíl til mín, skelltum við okkur því í ánna með smá fiðring í maganum.Því þetta leit jú ekki út fyrir að vera fært. Dembdum við okkur í álinn, ja hver andskotinn vatnið komið upp á húdd, Faraldur skrækti ÞAÐ ER KOMIÐ VATN Á HLIÐARRÚÐUNNA, fékk ég einhverskonar Black out það næsta sem ég man að við vorum að bakka upp úr ánni.? Gott að vera á sjálfskiptum? .Þegar á bakkann var komið tók ég eftir því að hjartað hamaðist í brjósti mér og mér var heitt í andlitinu ,ásamt því að vera með náladofa Faraldi sagðist líða svipað,Ég þreifaði á klofinu á mér, allt þurrt þá var þetta nú allt í lagi. Núna er búið að raða stórgrýti neðan við vaðið til þess að Álfar einsog við förum ekki of neðarlega. Einnig er aldrei farið fyrir ofan steininn því þar er alltof grýtt. Þarna var því blásið til heimferðar og farinn sama leið til baka. Þegar að Bláfjalarkvísl var komið vildi Böddi fá að fara sjálfur yfir á Súkkuni og neitaði að taka við spottanum. Og viti menn hann komst næstum yfir áður en hann drekkti Súkkunni, var honum kippt upp og haldið áfram . Komumst við síðan klakklaust niður á tjaldstæði. Bundum fortjaldið aftur í jeppana, skáluðum og sögðum hve öðrum frægðarsögur.
DARUR 3.
Ég vaknaði svolítið slompaður og skrönglaðist út úr tjaldinu, og þar stóð Faraldur og falaðist eftir Villisinum,Vildi hann fara niður á Hvolsvöll og taka bensín ásamt því að heimsækja aldraða frænku sína. Bláeygður sem ég var og slompaður gaf ég samþykki mitt. En kynnumst honum Faraldi aðeins nánar. Faraldur er meðalmaður á hæð,þétt vaksinn með kókbotna gleraugu og hárið hefur séð betri daga,kvikur í hreyfingum. Hugsar alltaf eftir á enda ekki alltaf tími til þess þegar mikið liggur við, á sér miklu fleiri líf en kettirnir og er búinn að nýta fullt af þeim.Ef nokkur möguleiki er á því að koma sér í klandur þá tekst honum það ævinlega. Hann er einskonar náttúruhamfarir.Það er alltaf líf í kringum Farald hann geislar alltaf að áhuga á öllu, og lætur sig öll mál varða,síðan er hann ókrýndur íslandsmeistari í byltum, hann hefur dottið úr byggingarkrönum og ofanaf húsþökum,Og það er minnsta mál fyrir hann að detta á jafnsléttu og dettur hann oft þannig. Einnig hefur hann einstakt lag á því að tala sig í vandræði.Einnig er hann einstaklega hjálpsamur, hjálpar yfirleitt fólki án þess að vera beðinn og hafa komið upp ýmis skemmtileg mál því tengt.Svo bullar hann svo mikið á Mánudögum að eigin sögn. Þannig að engin á að taka mark á honum á mánudögum segir hann. Ekki er Faraldur heldur fyrir neitt hálf kák þegar kemur að því að fá sér í glas,þá er sko tekið á því ,honum munar ekkert um það að klára 4 stóra bjóra rétt á meðan við hitum upp kolin. Ekki líkar honum heldur þegar fólk klárar ekki úr glösunum sínum, og er hann þá ávallt reiðubúinn til hjálpar,t,d eftir eitt 150 ?200 manna ættar mót í einhverju félagsheimili úti á landi þá kláraði Faraldur úr öllum glösunum sem skilinn höfðu verið eftir á borðunum. Slík er hjálpsemin og öðlingsskapurinn. Og honum lánaði ég bílinn minn þannig að ég hef verið meira slompaður en ég hélt. Spurðist nú ekkert til hans í nokkra klukkutíma og vorum við farinn að hafa smá áhyggur. Rétt er að geta þess að alla helginna höfðum við ekki orðið mannaferða vör enda ekki búið að opna veginn en þá.
Birtist nú skyndilega Björunarsveitarbíll og út úr honum stígur Faraldur,með skelfingar svip stynur hann upp að kviknað hafi í Villisinum,hnígur hann síðan niður örmagna. Anna Birna mákona mín byrjar að stumra yfir honum. Ég og Guðni stökkvum af stað losum Bronkóinn úr fortjaldinu og brennum af stað í átt að Villisinum. Á leiðinni hugsaði ég um það að nú yrði pabbi óður, því að það vildi svo óheppilega til að hann átti jeppann með mér og hann hafði ekki enn haft tækifæri til þess að prófa hann. Þegar við komum að jeppanum sáum við að allt lakk var brunnið
Af húddinu brettin svört og einnig framrúðan. Opnuðum við húddið og sáum að ýmislegt var brunnið loftsíjan í klessu og nokkrar slöngur slökkviduft út um allt. tóku við ónotaðar slöngur úr krúskontrólinu á Broncó og redduðum Villis í gang á ný. Nokkuð hróðugir flýttum við okkur á tjaldstæðið. Þar hafði Anna Birna veitt Faraldi Áfallahjálp. En um það hvernig bruninn atvikaðist, þá virðist sem bensín hafi byrjað að leka undan blöndungnum niður á pústgreinina og þannig kviknað í. Faraldur bara ók áfram sagðist hann ekki hafa séð eldinn, enda skiljanlegt það hefur jú verið svo mikill reykur, en allavega þar sem Faraldur hefur verið að kafna úr reyk ákvað hann að stoppa og athuga hvort ekki væri allt í lagi. Honum til mikillar undrunar sér hann að það er kviknað í,hvað gerir maður þá hugsar hann,já kannski að opna húddið, jú þar er hörku bál. Hann lítur í kringum sig,ekkert nema möl og stórgrýti,honum dettur ekkert sérstakt í hug en til þess að gera einkvað,ákveður hann að grýta bílinn með mölinni og grjóti og byrjar að grýta í óða önn. Birtast þá björgunarsveitar englarnir og slökkva í bílnum og forða Villisnum frá frekara grjótkastiJón Snæland.
You must be logged in to reply to this topic.