This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 21 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Góðan daginn gott jeppafólk!
Veðurspáin er eitthvað að tala um éljagang næstu sólarhringa og þýska langtímaspáin á wetterzentrale.de virðist vera á því að veður fari kólnandi og í norðlægar áttir á næstunni, nema eitthvert smá frávik á að verða um næstu helgi. Nú, en aðalerindið var segja frá því að nokkrir kunningjar mínir fóru og teipuðu frá Hveravöllum og austur í Laugarfell og til baka, og það var alveg nógur snjór fyrir motturnar á þessari leið. Fóru aldrei upp á jökul. Eina sem var að fyrir bíla var að Blanda rann ofan á snjó og ís og þurftu þeir að aquaplana yfir á mottunum, sem var náttúrulega ekkert mál. Þarna var m.a. einn vanur jeppamaður með, sem ég er búinn að ferðast mikið með og hann veit hvað hann er að tala um. Sem sagt, færið á uppleið með vaxandi frosti og allt í góðum málum framundan.
You must be logged in to reply to this topic.