This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Elí Magnússon 18 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Sælt veri fólkið á þessu blauta sunnudagskvöldi (rignir allavega í höfuðstaðnum).
.
Veit einhver hvernig er með færð sunnan frá að Skálpanesi – og þaðan upp á jökul? Hefur einhver verið þar á ferðinni í dag eða gær?
.
.
Get látið í staðinn upplýsingar um færð á Eyjafjallajökul, vestanfrá.
.
Fórum þar á fimm bílum í dag og snerum við í ca. 650 m hæð. Færi blautt og leiðinlegt, sérstaklega vegna hliðarhalla sem er þarna við hvert fótmál. Örugglega hægt að fara ofar á þolinmæðinni en þegar við horfðum á sömu mínútunni upp á affelgun og brotið framdrif ákváðum við bara að snúa við…
…
…eða eins og sumir hérna á spjallinu myndu orða þetta: „Kíktum á það sem sumir vilja kalla snjó. Var engin áskorun fyrir svina stóra karla eins og okkur. Nenntum ekki einu sinni að vera í fjórhjóladrifinu og bara til að reyna að gera þetta áhugavert keyrðum við smá spöl á felgunni. Dugði samt ekki til. Stundum ekki svona ellimannasunnudagsbíltúra svo við fórum heim að gera eitthvað krefjandi, eins og að glápa á sjónvarpið…“
.
Kv.
Einar Elí
You must be logged in to reply to this topic.