This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
27.07.2003 at 14:59 #192751
AnonymousMig langar til að vita hvernig vegurinn sé á þessum slóðum , enhver vöð sem eru erfið óbreittum bílum og svo frv. Mér þætti vænt um ef einhver fyrir norðan sem þekkir þessa leið vildi upplýsa mig um hana td. Benedikt A-736 sem er sagður manna fróðastur um svona mál norðan jökla.
Með kv. að sunnan Stefán Baldvinsson R-266 -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
27.07.2003 at 20:49 #475090
Vorum að þvælast þarna síðustu daga með aðsetur í Laugarfelli. Skruppum við inn að Ingólfsskála og þurftum því að fara Hnjúkakvísl á vaði á Skagafjarðarleiðinni, en það er af henni að segja að óvenju mikið vatn hefur verið í henni undan farið að sögn skálavarðar í Laugarfelli. Vatnadýpið var upp fyrir stigbretti á 38" Runner en hjól fóru þó aldrey á kaf. Er hún því að verða varasöm minnstu jeppum. Fjórðungskvíslinn við Nýjadal var vatns lítil og fær öllum, en þó eru leiðindar bakka við hana og áttu rútur í erfiðleikum með hversu krappt vaðið var.
Við kíktum einnig á Vestari Jökulsá á Eyfirðingaveg við Ingólfsskála og var hún einungis fær Bátafólkinu.
Jón Snæland.
28.07.2003 at 14:48 #475092Sæll Stefán.
Þú ættir ekki að lenda í neinum vandræðum á þessari leið.
Var upp í Laugafelli í gær fór yfir í Grána og Bergland í trakk leiðangur.
Kv.
BenniPS.
Að ég sé manna fróðastur um þessi mál hér norðan heiða er kanski ekki allveg rétt, ég kanski þekki svolítið til en það eru margir sem þekkja þessar leiðir jafn vel og jafnvel betur en ég hér fyrir norðan.
28.07.2003 at 15:12 #475094Sælir
Mig langaði aðeins að leggja orð í belg varðandi vaðið við Ingólfsskála. Það virðist vera ansi erfitt á stundum, í fyrra í byrjun ágúst vorum við þarna á ferð nokkur úr vesurlandsdeild, og vaðið var algjörlega ófært eins og sjá má á þessari mynd.
[img:38zdmnp0]http://www.aknet.is/eiki/m1.jpg[/img:38zdmnp0]
Við vorum að koma frá Skiptabakka og það reyndist lítið mál að fara yfir tvær vestari kvíslarnar
Við fórum hins vegar upp með austustu kvíslinni, langleiðinna upp undir jökul og þar var fínt vað, reyndar í tveimur kvíslum.
[img:38zdmnp0]http://www.aknet.is/eiki/m2.jpg[/img:38zdmnp0]
Þegar við komum austur yfir duttum við nánast beint inn á nýlegan slóða sem liggur þarna með ánni og mínar heimildir segja að þetta sé á vegum Landsvirkjunnar. Við fylgdum honum svo að Ingólfsskála.
Trakkið lítur svona út.
[img:38zdmnp0]http://www.aknet.is/eiki/m3.jpg[/img:38zdmnp0]
28.07.2003 at 17:43 #475096Mér skildist á skálaverðinum í Laugarfelli að slóðinn inn að Hofsjökli væri í tengslum við jöklaransóknir sumarið 2002. Getur það verið ?
Jón Snæland.
28.07.2003 at 17:46 #475098Þessar ár sem verið er að vitna í verða ekki á þinni leið. Ég veit ekki alveg af hverju menn eru að setja þessar slóðir inn sem þeir eru að vitna í en mjög mikið er til í því sem þeir segja. Það á bara ekki við í þessu tilfelli að öðru leiti en að vera bara smá fróðleiks innskot um aðra leið sem einnig er til en er ekki beint fyrir minni jeppa og reyndar mjög varasamar stundum.
Notaðu þetta sem viðmiðun, þetta leiðir þig áfram rétta leið frá Skagafirði niður í Eyjafjörð.
65.18.094N
19.04.301W (Vesturdalur)65.01.840N
18.19.119W (Norðan við Laugafell)65.03.385N (Nýjabæjarafrétt niður í Eyjafjarðardal)
18.15.251WMundu að þetta eru einungis punktar til viðmiðunnar og eru skekkjumörk einhver.
Kv.
Benni
28.07.2003 at 18:13 #475100
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
I Jökulsá við Ingólfsskála í byrjun ágúst í fyrra: [url=http://www2.pbase.com/image/10762015:3bcsud69]hér[/url:3bcsud69] og næstu tvær myndir þar á eftir.
bv
29.07.2003 at 09:47 #475102Síðustu 15 árin hefur [url=http://www.os.is/vatnam/vatnam04.html:3c4c16li]Orkustofnun[/url:3c4c16li] farið 2-4 leiðangra ár hvert til mælinga á Höfsjökli. Yfirleitt er gert út frá Ingólfsskála, vegurinn frá skálanum að jökli hefur verið notaður í sumar og haust leiðöngrum. Leiðin upp Sátujökul fyrir sunnan Ingólfskála er mjög góð, hóflegur bratti og engar sprungur fyrir utan fá afmarkaða sprungukolla sem auðvelt er að varast.
29.07.2003 at 13:31 #475104Samkvæmt bókinni Ekið um Óbyggðir Íslands þá eru þarna 2 ár á leiðinni þ.e. Hnjúkakvísl sem er í ca. 2 km fjarlægð frá Laugafelli og svo Strangilækur. Þessar ár eru sagðar vatnslitlar ( um 20-30 cm djúpar ) að jafnaði og færar öllum jeppum, en hafa ber í huga að þær geta vaxið í leysingum og hita. Ég var í Laugafelli um síðustu helgi 26.07.03 og þangað kom hjólreiðamaður sem var að koma skagafjarðarleiðina og þurfti hann að vaða ánna upp fyrir mitti.
kv
Einar
29.07.2003 at 14:20 #475106
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hvað var þetta stór hjólreiðamaður?
Annars er búið að vera svo hlýtt undanfarið að það má búast við að jökulár séu frekar í stærri kantinum.
Kv – Skúli
29.07.2003 at 15:24 #475108Sælir
Mig langar að koma hér smá leiðréttingu á framfæri. Kvíslin sem kemur undan Klakkjökli við suðurbrún Miklafells og rennur síðan norður við austurjaðar Laugafellshnjúks heitir Hnjúkskvísl, EKKI Hnjúkakvísl (heitir eftir Laugafellshnjúknum).
Í kvíslinni var fyrir hálfum mánuði mun meira vatn en ég hef nokkurn tíma séð í henni áður.
Mbk, Grétar
29.07.2003 at 15:37 #475110Var að heira í Stefáni og Co og eru þaug nú á leið niður Skagafjörð og lentu ekki í neinum vandræðum með óbr.jeppan sem með þeim var, þarna er ekkert mál að fara um eins og einhverstaðar hefur komið fram áður…
Kv.
Benni
29.07.2003 at 17:46 #475112fyrirgefðu Benidikt við vorum farnir vítt og breytt í okkar vatnasulli, en ég heyrði í jeppa fólki frá Keflavík í dag sem var á leið inn að Hofsjökli og ætluðu að reyna að komast leiðina suður af Skiptabakkaskála og síðan Eyfirðingaveg austur að Ingólfsskála. Það verður spennanda að heyra hvernig hvernig þeim gengur að eiga við Vestari Jökulsá.
Jón Snæland.
29.07.2003 at 18:34 #475114Sæll félagi Ofsi.
já ég tek undir það, það verður spennandi að fylgjast með því ég er ekki viss um að Vestari Jökulsá sé mjög spennandi núna án þess að vita það fyrir víst.
Þú lofar okkur að fylgjast með ef þú færð fréttir.
Kv.
Benni
29.07.2003 at 22:47 #475116Slóðinn sem er austan við kvíslina var lagaður sumarið 2001 þegar verið var að bora í jökulin. Það varð að koma vörubílum að jöklinum með gáma og meiru drasli.
Hlynur
30.07.2003 at 22:38 #475118
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Var að koma úr ferð sem farin var upp úr Skagafirði, að Ingólfsskála, þaðan til Laugarfells og niður í Eyjafjörð. Jökulárnar á þessum slóðum voru mjög vatnsmiklar og varasamar. Vaðið yfir Hnjúkskvísl liggur á móti straumnum þegar ekið er vestur-austur. Ég myndi ekki treysta neinum jepplingi þarna nema í taumi alvöru jeppa.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.