Forsíða › Forums › Spjallið › Færð á fjöllum › Færð Krakatinda-/Mógilshöfðar
This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Árni Alfreðsson 16 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
06.07.2008 at 22:37 #202640
Veit einhver um færð á þessum leiðum? Er einhver snjór þarna? Erum á óbreyttum bílum og þurfum að komast á sem skemmstum tíma úr Laugum niður að Álftavatni á laugardaginn.
Kv. Árni Alf.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
06.07.2008 at 23:04 #625512
Sæll Árni
Til fá sem bestar rauntímaupplýsingar er best að tala við trússarana sem halda til á þessu svæði. Þar er helst að nefna þá Jóa Kristins, Palla á Hvolsvelli og Klemma. Þú ættir að ná þeim á endurvarpa 42 eða 46 frá þinni heimabyggð. Síðan er auðvita möguleiki að fá sér bara farartæki sem ræður við að koma manni frá A-B á sem stiðstum tíma, og þá er ég ekki að tala um Lödu eða skíði
Góðar stundir
06.07.2008 at 23:19 #625514Var þarna í gær, laugardag. Allt á kafi í snjó ennþá.
Kveðja – Gísli
07.07.2008 at 01:42 #625516Ég ók þessa leið um helgina og það er ennþá slatti af snjó þarna. Óbreyttir bílar eiga ekki séns eins og er. Það eru stórar fannir á nokkrum stöðum sem þvera veginn og þurfti ég að setja 38 tommuna í 5 pund til að skríða yfir þær.
Kv: Kátur.
07.07.2008 at 12:02 #625518Ég fór á laugardagsmorgun upp Mógilshöfða niður á Dalamót, þaðan fór ég svo um Vesturdali og Biksléttu niður að Krakatind og svo þaðan yfir í Rauðkembinga og upp á Heklu en ég fór aldrei spottann upp Krókagilin og veit því ekki um það, en hann getur verið leiðinlegur. Ég mundi segja að allt sem ég fór sé skot færi á léttum jafnvel óbreyttum 4×4 bílum eins og lödu sport ef hægt er að hleipa aðeins úr. En illfært fyrir þunga jeppa á litlum dekkjum. Það er nokkur snjór austan Heklu og í dölunum en það eru allt mjög harðar jökulfannir sem halda auðveldlega léttum bílum að minsta kosti fyrri part dags.
Þarna sjást snjóalögin í vatnaföllunum [img:jncn4paq]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/6191/51869.jpg[/img:jncn4paq]
07.07.2008 at 20:47 #625520Í sjálfu sér góðar fréttir að þarna sé talsverður snjór ennþá. Hef nú verið að fara aðra hvora leiðina á sama tíma á óbreyttum bíl undanfarin ár á sama tíma. Leiðinlegt að þurfa að fara aftur niður á malbikið til að komast inn á Mörk á laugardaginn. Kannski rétt að huga að öflugri fararskjóta. Það verður ekki bæði sleppt og haldið.
Kv. Árni Alf.
08.07.2008 at 21:09 #625522sælir eg var að koma af þessum sloðum nuna aðan
var að trussa þarna byrjaði a laugardaginn hja heklu og for yfir að mundafellshalsi 2 skaflar þar eru mjög harðir og ekkert mal að dola yfir þa,
for þaðan ut heklubrautina yfir a kelduleiðina 3 skaflar a heklubrautinni sama sagan bara dola yfir þa, enginn snjor i hungurfit og kroki, for fra kroki yfir i laufafell allt greiðfært og fint, og i dag for eg fra laufafelli i landmannalaugar og enginn snjor nema i svokallaðri snjobrekku og aðeins við hæðsta kollinn a mogilshöfðunum, enhitti einn trussara i gær sem for krakatindaleið a 35 tommu pat með kerru og var það ekkert tiltökumal sagði hann mer, eg tek það fram að eg er a 44 tommu en með kerru lika og eg var að keyra i 11 pundum
semsagt eg myndi segja að með lægni ættuð þið að komast þessa leið gæti orðið pjakk i snjobrekkunni
ferðakveðja Helgi
09.07.2008 at 12:15 #625524Eg gleymdi að minnast a i gær eftir að eg sa að þu
minntist a mörkina þa eru miklir vextir i markarfljotinu og reyndar var sagt að það væri ofært þvi að það rennur alveg upp við þorolfsfellið
svo það er kanski ekki svo goð hugmynd að fara þessa leið a obreyttum bilum
kveðja Helgi
10.07.2008 at 00:41 #625526Var að koma innan af Þórsmörk rétt áðan. Mjög lítið í öllum ám þrátt fyrir hlýindi í dag. Þó er komin litur á Krossána. Rétt hjá Brjóti að Fljótið sjálft er sæmilega vatnsmikið. Það er til lítils að vera að þvælast þessa leið ef ófært er fyrir Þórólfsfellið. Hefur einhver betri upplýsingar hvort það er alveg ófært fyrir Fellið? Upplýsingar væru vel þegnar.
Kv. Árni Alf.
10.07.2008 at 01:08 #625528Sæll Árni.
Eins og þú veist breytast aðstæður þarna hratt og eins fer það nokkuð eftir einstaklingnum hvort það er fært eða ekki, en félagar mínir fóru þarna yfir á mánudaginn með kerru aftan í 38" Landcruiser og hafðist það allt með ágætum en það var mjög mikil sandbleyta þarna og nokkuð djúpt.
Kv. Smári.
13.07.2008 at 17:09 #625530Fór úr Laugum niður Krakatindaleið og inn á Þórsmörk í gær. Einn skafl var á Krakatindaleið en annars fín færð. Við Þórólfsfell er verið að vinna að vegbótum. Fór þarna s.l. fimmtudag og þá höfðu tvær risagröfur nýlokið við að hemja streng úr Markarfljótinu sem annars leggst að Fellstánni (rani úr Þórólfsfelli). Annars væri ófært þarna.
Lítið í vötnum eins og áður sagði en auðvitað er hægt að fara sér að voða ef vitinu er ekki fyrir að fara.Kv. Árni Alf.
P.S. Einn rosalega vitur
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.