This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Þórarinn Sverrisson 19 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar ,
smá fregnir af snjólögum …
fór Vonarskarðið á mánudaginn frá Jökulheimum , lítill snjór nema á fjallstoppum en breyttist verulega fyrir norðan Nýjadal en þar tók við 20-30 cm snjór yfir öllu.
Gisti í Laugafelli og fór niður í Eyjarfjörð og náði snjórinn nánast alveg niður í botn .
Fór yfir Kjöl í gær en þar er alveg snjólaust en hvítt í Kerlingarfjöllum , kemur eflaust eitthvað um helgina .
Ábyggilega fín snjólög austur af Gæsavötnum .
Fór einnig Svarfvaðadal upp á tröllaskagann en snéri við við Deildadalsjökul þar sem var talsverður snjór og mjög bratt upp .
kv.
Þórarinn Sverrisson
You must be logged in to reply to this topic.